Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 18
18 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans Eldhús Starfsemi í eldhúsi Land- spítalans hófst með stofnun hans, í þröngu húsnæði. Árið 1973 fluttist það í nýbyggt húsnæði í eldhúsbyggingu. Eldhúsið þjónar nú matarþörf, þar með sérþörfum, alls starfsfólks og sjúklinga spítal- ans auk þess sem þaðan er fluttur matur til allra stofnana utan spítalans. Bókasafn Vísir að læknabókasafni var stofnaður í Landspít- alanum 1968. Árið 1986 fluttist bókasafnið í hluta af hjúkrunar skólanum og hefur síðan aukið starfsemi sína þar smátt og smátt. Bókasafnið veitir nú alhliða þjónustu fyrir starfsfólk spítalans. Kennsla læknanema Landspítalinn hefur frá upphafi verið aðalkennslu- og háskólaspítali landsins. Við hann og starfsemi hans eru tengdar nær allar stöður prófessora við læknadeild HÍ sem og aðrar kennarastöður, í þeim sérgreinum sem þar eru stundaðar. Rannsóknarstofur Auk almennra rann- sóknardeilda í lífefna- og lífeðlisfræði sem reknar eru í tengslum við daglega starfsemi spítalans, er Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði, rannsóknarstofa í sýklafræði, blóðmeina- fræði, ónæmisfræði, auk ísótópastofu. Landspítalinn tók til starfa 20. des. 1930. Hugmyndir um sjúkrahús sem þjónaði öllu landinu voru þó ekki nýjar, því árið 1863 lagði Jón Hjaltalín þáverandi landlækn- ir fram frumvarp á Alþingi um slíkan spítala en frum- varpið hlaut ekki afgreiðslu. Elsti hluti Landspítalans var tekinn í notkun 1930. Hjúkrun Hjúkrunarnámið var í upphafi fyrst og fremst starfsnám, sem var skipulagt og rekið af forstöðukonu spítalans, en hún var jafnframt skólastjóri Hjúkrunarskólans til ársins 1948. Læknar kenndu ein- stakar námsgreinar, aðrar en hjúkrunina. Hjúkrunarskólinn var í Landspítalanum til1956. Tækni Eðlisfræði- og tæknideild var stofnsett við Landspítalann 1974. Deildin þjónar öllum deildum spítalans í öllu er varðar tækniþjónustu, s.s. ljósmyndun, viðhaldi og viðgerðum á tækjakosti spítalans, o.fl. Fjárlög 2011 ■ Heilbrigðiskerfið þarf að skera niður um 4,8%. ■ LSH þarf að skera niður um 1,4% eða 500 milljónir. ■ Starfsmönnum mun fækka árið 2011 um 70 til 100. ■ Reynt verður að nýta starfsmannaveltu eins og kostur er. ■ Þeir voru 5.221 fyrir hrun. ■ Starfsmönnum hefur fækk- að um 627. ■ Einum af hverjum sex var sagt upp, annars var ekki ráðið í störf sem losnuðu. ■ Yfirvinna hefur verið lækk- uð um 25%. ■ Heildarlaunakostnaður hefur lækkað um 1,1 millj- arð á fyrstu 10 mánuðum ársins 2010. ■ Rannsóknum, blóðtökum, röntgen, hefur fækkað um 19%. ■ Rúmum hefur fækkað um 90. ■ Rúm á Landspít- alanum eru um 670. Vaxtakostnaður: ■ Skuldir við birgja kostuðu LSH 250 milljónir í vaxta- greiðslur árið 2009. ■ Vaxtakostnaður LSH á undanförnum fimm árum er 500 til 700 milljónir (áætlun). ■ Allar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa gert upp skuldir sínar við LSH. Rúmlega 47% landsmanna leita árlega til Landspítalans (sem sjúk- lingar eða aðstandendur). Áætlaðar aðgerðir LSH árið 2011 ■ Lækkun lyfjakostnaðar. ■ Lækkun verktakakostnaðar. ■ Hagræðing í launum og rekstrar- kostnaði stoðsvið. ■ Endurskipulagning göngudeilda. ■ Fækkun rúma. ■ Fækkun starfsmanna. ■ Minni yfirvinna. ■ Minni prentkostnaður. ■ Lækkun námsferðakostnaðar. ■ Innheimta efld. ■ Minnkaðar sumarafleysingar. 3,4 milljarðar króna 2010 2011 850 milljónir króna* 6,6 milljarðar króna *samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2008-2010 Niðurskurður: Vissir þú? 106.000 einstaklingar njóta þjón- ustu Landspítalans (2009) Starfsmenn eru 4.594 Lækka þarf kostnað um 850 milljónir (miðað við 2010) vegna kostnaðarhækkana. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, ætlar ekki að bíða þess að fjárlög verði samþykkt. Hann þarf að skera niður og ætlar að byrja strax. Þetta kynnti hann starfsfólki Landspítal- ans í gær. V ið verðum að byrja strax. Ef það á að breyta kjörum opin- berra starfsmanna, eins og að segja upp ákveðnum kjörum eða segja upp fólki, þá tekur það tíma. Verkefnið stækkar eftir því sem við bíðum lengur auk þess að eyða verður óvissu starfsfólks um hvernig næsta ár hér á spítalanum verður. Það er mikil umræða um niðurskurð á landsbyggðinni en minna talað um niðurskurðinn hér. Ég verð að segja fólkinu hvernig hlutirnir eru í augnablikinu, þótt þetta kunni allt að breytast.“ Áður en fjárlagafrumvarpið var kynnt hafðir þú sagt að frekari niðurskurður á Landspítalanum myndi þýða að leggja yrði niður vissa þjónustu. Jafnvel þyrfti fólk að venjast þeirri tilhugsun að þurfa að leita út fyrir landsteinana í framtíðinni. Er eitthvað þessu líkt í farvatninu? „Þetta er á mörkum þessa raun- veruleika. Ef fjárlögunum verður breytt á þann hátt að við fáum á okkur meiri niðurskurð en segir í frumvarpinu [1,4%] þá þurfum við að leggja niður ákveðna þjónustu. Það liggur fyrir.“ Biðlistar gætu lengst Hvaða starfsemi sérðu fyrir þér að verði lögð af, eða dregið stórlega úr, verði nauðsynlegt að grípa til stórtækra aðgerða? „Gróft séð getum við skipt spít- alanum niður í það sem er bráða- starfsemi og aðra skipulagða starf- semi. Maður myndi byrja á því að viðhalda bráðastarfseminni en minnka annað. Birtingarmynd þess yrði óendanlegir biðlistar og fólk fengi ekki þjónustu svo mán- uðum skiptir.“ Ef dregið verður í land með stór- felldan niðurskurð á heilbrigðis- stofnunum á landsbyggðinni, ótt- ast þú þá að þeim bagga verði velt yfir á Landspítalann? „Það hefur verið nefnt af þing- manni í fjárlaganefnd að flat- ur niðurskurður væri betri fyrir alla. Ef slíkt yrði niðurstaðan og Landspítalinn fengi á sig 4,8 pró- senta kröfu þýðir það að ákveðinni starfsemi verður hætt á spítalan- um. Ég hef reiknað dæmið og það er ekki hægt að hagræða um rúma tvo milljarða til viðbótar við það sem hefur verið gert á undanförn- um árum. Það er auk þess mikil hætta á því að mikið af þeirri hag- ræðingu sem fólkið á gólfinu hefur náð með þrotlausri vinnu tapist. Ef alltaf er bætt við, hvernig sem menn leggja sig fram, þá missa menn viljann til að taka þátt í svo erfiðu verkefni sem þetta er.“ Tölur vantar Hvaða beinu áhrif hefur niður- skurður á landsbyggðinni, þó ekki sé vitað hversu mikill hann verður, á Landspítalann? „Við gerum okkur ekki grein fyrir því ennþá. Við höfum ekki séð endanlegu tölurnar. Það er ljóst að það bætast við verkefni hjá okkur.“ En þegar verkefnum er beint til ykkar, þarf ekki að koma fjármagn á móti til að mæta því að einhverju leyti? „Við aðrar aðstæður væri ekki vit í neinu öðru. Þegar við vitum meira um verkefnið, fáum harða tölfræði um fjölgun aðgerða, fjölg- un sjúklinga, fjölgun fæðinga og svo framvegis, þá getum við sagt hvaða áhrif það hefur á spítalann. Kannski er hagræðingarkrafan minni en annars væri vegna þeirra verkefna sem búist er við að bætist við okkur.“ Getur Landspítalinn tekið við heilbrigðisstarfsfólki af lands- byggðinni? „Ég held nú að læknanna verði áfram þörf úti á landi. Ég hef ekki yfirsýnina en reikna ekki með að margir læknar missi vinnuna. En ef til þess kemur getum við örugglega tekið við læknum, eins og þeim sem koma heim úr námi. Við erum vel mönnuð af hjúkrun- arfræðingum eins og er, en ég veit ekki hvernig það mun þróast. Það er sem betur fer mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum ann- ars staðar í þjóðfélaginu. Staða sjúkraliða er nokkuð önnur, sem er áhyggjuefni.“ Þolmörk Íslendingar gera vissar kröfur til heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Hvenær er komið að þolmörkum og kerfið fellur saman undan hag- ræðingarkröfu stjórnvalda? „Með þessum fjárlögum sem liggja á borðinu er verið að fara fram á grundvallarbreytingu á heilbrigðiskerfinu. Það er vandi stjórnvalda; að endurskipuleggja kerfið með jafn róttækum hætti og raun ber vitni. Þetta var reyndar fyrirséð miðað við hvernig ríkis- útgjöld hafa þróast.“ Gengið hefur verið langt í að hagræða innan spítalans. Er hægt að hagræða um 850 milljónir öðru- vísi en með uppsögnum og launa- lækkunum? „Þriðjungur sparnaðarins hingað til hefur verið í launum, en laun eru 65 prósent af rekstrar- kostnaði spítalans. Á næsta ári, gróflega reiknað, verður lækkun í launakostnaði um 350 milljón- ir. Bæði með launalækkunum en einkum liggur þetta í því að ein- hverjir starfsmenn hætta. Við von- umst til að ná miklu af þessu með starfsmannaveltu.“ Nýtt háskólasjúkrahús Til stendur að endurnýja húsakost spítalans. Myndir þú frekar vilja sjá þá peninga nýtta til reksturs? „Það er ekki kostur. Ef við förum ekki að fá nýtt húsnæði undir spítala starfsemina getum við ekki haldið uppi eðlilegri þjón- ustu. Á Hringbraut er nýjasta hús- næðið, fyrir utan barnaspítalann, frá 1956. Við erum að halda upp á 80 ára afmæli Landspítalabygg- ingarinnar í ár. Þar er gjörgæslan okkar. Við erum búin að reikna það út að viðhald og breytingar næstu þrjátíu árin yrðu stærsti kostnaðar- pósturinn við núverandi ástand. Með sameiningu vitum við líka að svo mikið sparast í rekstri að hægt er að borga fjárfestinguna til baka.“ Siðferðilegar spurningar Þurfum við að endurskoða hversu mikið er gert fyrir hvern og einn? Er til dæmis réttlætanlegt að eyða milljónum í aðgerða- og lyfjakostn- að þegar lífsvon sjúklings, eða von um lífsgæði, er lítil? „Þessi umræða er í gangi um allan heim. Þessar siðferðilegu spurningar; hvenær er lífinu lokið og hvenær á að halda að sér höndum, eru vandmeðfarnar og í öðrum löndum er þetta komið lengra. Þetta er umræða sem við verðum að taka upp. Ekki bara út frá læknisfræðilegu sjónarmiði, heldur þjóðfélaginu öllu. Hvað viljum við ganga langt í þessu? Í öðrum þjóðfélögum hafa pening- ar einfaldlega rekið menn í það að mynda sér hefðir. Við þurfum að hugsa um þetta og vera óhrædd við að taka þessa umræðu. Þetta er ekki einkamál heilbrigðis stéttanna heldur þarf allt samfélagið að koma að þessu.“ Framtíðin Hefur þú trú á því að 2011 verði síðasta niðurskurðarárið? „Fjármálaráðherra segir það. Ég hef það beint eftir honum. Hann sagði það við okkur forstöðumenn ríkisstofnana á fundi fyrir nokkru. Ég veit hins vegar að stjórnmála- menn eru ekki allir sammála um þetta atriði. Hins vegar er ekki hægt að treysta neinu í þessum efnum. Þú sérð það að við erum komin fram yfir miðjan nóvember og höfum ekki fjárlög til að vinna eftir á næsta ári. Það fyrsta sem var sagt þegar þau voru kynnt í upphafi var að þeim yrði breytt. Ég vona hins vegar allra vegna að þetta sé rétt hjá fjármálaráðherra og engin ástæða til að vefengja það. Það verður að vera einhver endir á þessum niðurskurði því annars fær maður ekki fólk til að vinna með sér í þessu efnum.“ Við megum engan tíma missa FRAMHALDIÐ KYNNT Björn leggur mikið upp úr því að segja starfsmönnum Landspítalans strax frá öllu sem snertir þeirra störf. Hann hélt átta fundi í gær með starfsfólki LSH og ræddi rekstraráætlun ársins 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.