Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 10
10 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR ORKUMÁL Þær vindmælingar sem nauðsynlegar eru til viðmiða fyrir vindmyllur eru á algöru byrjunar- stigi hér á landi. Starfshópur innan Landsvirkjunar, ásamt Veðurstofu Íslands og Umhverfis stofnun, hefur nú hafist handa við slíkar mælingar og segir Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugun- um hjá Lands- virkjun, enn langt í land. „ Þau tæki sem nauðsynleg eru til mælinga í þessari hæð eru einfaldlega ekki til hér á landi,“ segir hann. „Það þarf í raun að vinna allt frá grunni og fá þá þekkingu sem við þurfum frá útlöndum. En þetta gengur vonum framar.“ Hópurinn er hluti af Icewind, samnorrænu rannsóknarverkefni sem styrkt er af Norrænu ráð- herranefndinni. „Í gegnum verk- efnið fáum við mikið af sambönd- um og þekkingu í þessum málum. Þetta er vel yfirstíganlegt vanda- mál,“ segir Úlfar. Þær niðurstöður sem fengist hafa nú þegar eru unnar þannig að vinnslugeta vindmyllu er metin út frá hlutfalli nýtingartíma á hverju svæði. Þannig eru niðurstöðurnar notaðar til að greina hvaða staðir eru taldir álitlegir til fram- kvæmda. Í þeim mælingum sem hafa verið gerðar nú þegar til þess að finna út mögulega staði á landinu til vindvirkjana hefur komið í ljós að Suðurlandsundirlendið virð- ist henta hvað best. Þó er verið að athuga fleiri staði með fjölmörg atriði í huga. „Það fer eftir því hversu mikil orka er til staðar og hvernig sam- göngur eru,“ segir Úlfar. „Einnig eru metnir tengimöguleikar inn á flutningsnet, hvort það sé byggð í nágrenninu, landrými og líkur á ísingu. Friðlýst svæði og fugla- líf eru auðvitað einnig veiga mikil atriði.“ Frumútgáfa af svokölluðum Vindatlas er til nú þegar en upp- færðar rannsóknir verða tilbúnar eftir 2 til 3 ár. Samkvæmt fyrstu rannsóknum bendir allt til þess að hér á landi sé nægilega stöðugur vindur til virkjana. Úlfar segir þumalputtaregluna vera þá að myllurnar slökkvi á sér við 25 metra á sekúndu og slíkt sé fátítt hér á landi. Algengustu myllurnar í Dan- mörku eru um 70 metra háar, en þær hæstu í heimi eru tæpir 200 metrar að hæð. sunna@frettabladid.is Vatnsorka og vindorka Vindmyllur geta ekki geymt rafmagn og ekki er hægt að stýra vinnslunni. Þær framleiða orku þegar vindurinn blæs og vinnslan er jöfn álagi. Vatnsafl getur spilað á móti vindi, en það þarf þó að vera afl til staðar. Tegund orku Framleiðsla á dag Framleiðsla á ári Vindorka Breytileg Jöfn Vatnsorka Jöfn Breytileg Vindmælingar hér á landi enn á algjöru byrjunarstigi Vindmælingar í hæð vindmylluturna eru skammt á veg komnar hér á landi. Nú eru hafnar mælingar til athugunar á möguleikum vindvirkjana. Vel yfirstíganlegt vandamál, segir sérfræðingur hjá Landsvirkjun. SAMGÖNGUR „Það hefur ekki verið full sátt á milli aðila um hvernig skuli staðið að þessu,“ segir Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. „Borgin vildi kanna betur hvort það væri hægt að finna aðrar aðgerðir til að draga úr raunhraða.“ Jónas segir Vegagerðina ekki telja að borgaryfirvöld hafi komið fram með raunhæfar til- lögur í málinu til þess að draga úr slysahættu á Hringbraut, en fundur var haldinn um málið á miðvikudag. Vegagerðin hóf framkvæmdir um morguninn og talið er að framkvæmdir muni standa yfir í um það bil tvær vikur. Heildar kostnaður við verk- efnið er um fimmtán milljónir króna. „Það er okkar sjónarmið að þá megi bara taka vegriðið upp aftur og nota það annars staðar ef menn koma með aðrar raun hæfar lausn- ir á málinu,“ segir Jónas. Ólafur Bjarnason samgöngu- stjóri segir borgaryfirvöld hafa viljað skoða aðra möguleika en að setja upp vegrið á Hringbraut. „Vegagerðin gerir þetta upp á sitt eindæmi. Við höfum verið að horfa á fleiri möguleika,“ segir Ólafur. „Þetta er þjóðvegur og er í eigu ríkisins. Það gerir það að verkum að Vegagerðin hefur rétt á því að gera það sem hún telur nauðsynlegt hverju sinni.“ - sv Vegagerðin hefur framkvæmdir á uppsetningu vegriðs á Hringbraut: Gert án samþykkis borgaryfirvalda FRAMKVÆMDIR VIÐ VEGRIÐ Vegriðið á Hringbraut verður um einn og hálfur kílómetri að lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vindmælingar á landinu Kortið sýnir veðurstöðvar og líklega meðalframleiðslugetu vindorkuvers í 90 m hæð yfir jörð við veðurstöð. 7,8 - 20% 20 - 30% 30 - 40% 40 - 50% 50 - 60% Friðlýst svæði Meðalframleiðslugeta (POW) sem hlutfall af hámarksframleiðslugetu. Kortið byggir á gögnum frá Landmælingum Íslands, Umhverfisstofnun og Veðurstofunni Heimild: Landsvirkjun, Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands. DÓMSMÁL Dómstjórinn í Reykjavík gerir engar athugasemdir við yfirheyrsluaðferðir slitastjórnar Glitnis. Þetta kemur fram í bréfi sem Helgi I. Jónsson dómstjóri hefur sent lög- manni Bjarna Jóhannessonar, fyrrverandi viðskiptastjóra Glitnis. Bjarni kvartaði til héraðsdóms yfir fram- göngu Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnarinnar, og Bandaríkjamanns frá rannsóknarfyrirtækinu Kroll. „Í bréfi yðar er rakið hvernig staðið var að skýrslutöku slitastjórnar 14. júlí sl. af umbjóðanda yðar, Bjarna Jóhannessyni, frá hans sjónarhóli séð. Í því efni er einkum vikið að því að nafngreindur bandarísku lögmaður hafi gengið hart fram í skýrslutökunni og hafi umbjóðanda yðar verið hótað velferðarmissi ef svör hans uppfylltu ekki væntingar slita- stjórnarinnar,“ segir í svarbréfi Helga. Í svari slitastjórnarinnar er ávirðingum Bjarna mótmælt með rökstuddum hætti. „Er það mat undirritaðs, að virtum skýring- um slitastjórnar, að ekki séu efni til frekari aðgerða í máli þessu,“ skrifar Helgi. Bjarni er einn þeirra sem yfirheyrðir voru vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á mál- efnum Glitnis á þriðjudag. Hann var hand- tekinn á heimili sínu um morguninn en sleppt síðar um daginn. - sh Dómstjórinn í Reykjavík gefur lítið fyrir kvartanir Bjarna Jóhannessonar fyrrverandi stjórnanda í Glitni: Segir yfirheyrslur slitastjórnar vera í lagi YFIRHEYRSLUHERBERGIÐ Steinunn Guðbjarts- dóttir í yfirheyrsluherbergi slitastjórnar Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÚLFAR LINNET VINDMYLLUR Verið er að kanna möguleika á að ráðast í framkvæmdir á vind- virkjunum hér á landi. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Ragnhildur Hjalta- dóttir verður ráðuneytisstjóri nýs innanríkisráðuneytis sem tekur formlega til starfa um næstu áramót við sameiningu dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytis. Þrettán sóttu um. Ragnhildur, sem er lögfræðing- ur að mennt, hefur verið ráðu- neytisstjóri samgönguráðuneyt- isins síðastliðin sjö ár. Áður var hún skrifstofustjóri í ráðuneytinu og þar áður starfaði hún í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. - bþs Innanríkisráðuneytið: Ragnhildur ráðuneytisstjóri STJÓRNSÝSLA Anna Lilja Gunnars- dóttir var í gær skipuð ráðuneytis- stjóri velferðarráðuneytisins sem tekur til starfa um áramót við sameiningu heilbrigðis- ráðuneytisins og félagsmála- ráðuneytisins. Hæfnisnefnd mat fjóra úr hópi umsækj- enda mjög vel hæfa. Auk Önnu Lilju, þau Bolla Þór Bollason, Rögnu Árnadóttur og Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur. Ragna dró umsókn sína til baka. Anna Lilja Gunnarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Landspítala frá árinu 2000. Hún hefur lokið prófum í hjúkr- unarfræði og viðskiptafræði. - bþs Velferðarráðuneytið: Anna skipuð ráðuneytisstjóri STJÓRNSÝSLA Helga Jónsdóttir hefur verið skipuð ráðuneytis- stjóri efnahags- og viðskiptaráðu- neytisins. Helga er lög- fræðingur en hefur þreytt nám á vegum AGS í gerð þjóðhagsreikn- inga, í þjóðhag- fræði og fleiru. Helga var bæjarstjóri í Fjarða- byggð 2006 til 2010 og borgar- ritari í Reykjavík 1995 til 2006. Áður starfaði hún meðal annars í forsætisráðuneytinu og sem aðstoðar maður Steingríms Her- mannssonar ráðherra. 22 sóttu um embættið. Sérstök nefnd mat hæfi umsækjenda. - bþs Efnahagsráðuneytið: Helga skipuð ráðuneytisstjóri HELGA JÓNSDÓTTIR Þau tæki sem nauðsynleg eru til mælinga í þessari hæð eru einfaldlega ekki til hér á landi. ÚLFAR LINNET SÉRFRÆÐINGUR HJÁ LANDSVIRKJUN ANNA LILJA GUNNARSDÓTTIR RAGNHILDUR HJALTADÓTTIR MENNTAMÁL Kennarafélag Fjöl- brautaskólans í Breiðholti mót- mælir niðurskurði á fjárveiting- um til framhaldsskóla og varar við áhrifum hans. Telur félagið að ekki verði gengið lengra í sparnaði án þess að námsframboð verði skert. „Húsnæði tekur víða ekki við fjölmennari bekkjardeildum og hagrætt hefur verið til hins ítrasta gagnvart kennurum,“ segir í ályktun. Þá er bent á að niðurskurður námsframboðs sé í andstöðu við yfirlýst og lögfest markmið um framhaldsskóla fyrir alla og ein- staklingsmiðað nám. - bþs Gengið gegn markmiðum: Kennarar vara við niðurskurði SKÁL! Vínáhugafólk fékk að bergja á 2010 árgangnum af Beaujolais Nouveau í Tókýó í gær. Tólf daga vín- veisla er fyrir höndum. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.