Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 72
48 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Breska söngkonan Susan Boyle á söluhæstu plötuna í Banda- ríkjunum og í Bretlandi samtím- is í annað sinn á þessu ári. Rúm fjörutíu ár eru liðin síðan þetta gerðist síðast. Bítlunum tókst þetta árið 1969 og hljómsveitinni The Monkees 1967. Plötufyrir- tæki Boyle, Sony, segir að hún sé fyrsta konan til að ná þessum árangri. „Ég hef aldrei verið hamingjusamari,“ sagði söng- konan eftir að platan hennar The Gift fór á toppinn og skák- aði þar með hinni gríðarvinsælu Rihönnu. Boyle sló í gegn í raun- veruleikaþættinum Britain´s Got Talent þar sem hún söng lagið I Dreamed a Dream. Susan Boyle á toppnum SUSAN BOYLE Breska söngkon- an náði samtímis á toppinn í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Hjartaknúsarinn George Cloon- ey var fyrir skömmu heiðrað- ur í hátíðlegu kvöldverðarboði í New York fyrir mannúðarstarf sitt. Verðlaunin nefnast Ripple of Hope og eru veitt af mannrétt- indasamtökum Roberts F. Kenn- edy. Nick, faðir Clooney, var við- staddur verðlaunaafhendinguna ásamt kærustu Clooney, Elisa- bettu Canalis. Leikarinn hefur lengi barist fyrir friði í Súdan. Hann tók upp heimildarmynd í landinu árið 2008 þar sem hann fjallaði um grimmdarverkin sem hafa átt sér stað í Darfur-héraði. Clooney hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta nýlega og ræddi við hann um málið. Clooney verðlaunaður GEORGE CLOONEY Leikarinn var heiðr- aður fyrir mannnúðarstarf sitt. Hollywood-stjarnan Angelina Jolie hefur hætt við að taka upp nýja mynd sína í Bosníu eftir mótmæli kvenrétt- indahópa. Myndin, sem hefur ekki fengið nafn, er fyrsta leikstjóraverk- efni Jolie. Hún gerist í Bosníustríð- inu þar sem ástin kemur við sögu. Orð rómur var uppi um að söguþráður- inn fjallaði um samband nauðgara og fórnarlambs hans. Kvenréttindahóp- um í Bosníu líkaði þetta illa, settu þrýsting á ráðamenn og fengu þá til að endurkalla leyfið sem Jolie hafði fengið til kvikmyndatöku. Myndin fjallar um serbnesk- an mann og bosníska konu sem þurfa að hætta að hittast vegna Bosníu stríðsins. Um hundr- að þúsund manns voru drepnir í stríðinu og eftir að því lauk voru nauðganirnar sem þar voru framd- ar viðkvæmt umræðuefni í Bosníu. Tökur á myndinni munu nú alfarið fara fram í Búdapest. Brad Pitt, kær- asti Jolie, verður í aukahlutverki í myndinni. Vandræði í Bosníu ANGELINA JOLIE Tökur á nýjustu mynd hennar hafa verið blásnar af í Bosníu. Íslandsvinurinn og ljósmyndar- inn Brian Griffin og Brynja Sverrisdóttir eiginkona hans hafa opnað sýningu í kirkju Guðspekiskólans St. Bern- ardins í París. Sýningin ber heitið „Black Country“ og fjallar um móðurina og uppruna Griffins í Lye nálægt Birmingham á Englandi. Á sýn- ingunni er Brynja í hlutverki íkona og ímynda madonn- unnar. Þá er kirkj- an einnig skreytt hönnun Brynju í eðalmálmum og gimsteinum úr skartgripalínunni Embracing Faith. „Brian átti mjög sérstaka æsku og sýningin fjallar um móður hans og barnæskuna,“ segir Brynja Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Móðir hans féll frá fyrir tveimur árum og á sýningunni er Brian að kveðja hana.“ Í Birmingham á Englandi stendur nú sem hæst yfirlits- sýning á verkum Brians Griffin og fer sýningin fram á ýmsum opinber- um stöðum í borginni. Ísland og Íslending- ar eru áberandi við- fangsefni og má þar sjá bæði ljósmyndir af landslagi á Íslandi og portrettmyndir úr bókinni Vatnafólkið sem Brian vann með Brynju. Sýningin stendur til jóla. Íslendingar geta um þessar mundir virt fyrir sér myndir Bri- ans Griffin á þremur stöðum. Þær eru til sýnis á Hótel Búðum, á Hótel Höfn í Hornafirði og á Vín- barnum í miðborg Reykjavíkur. Þar er einmitt sölusýning á mörg- um af frægustu myndum Griffins, til að mynda portrettum af þekktu fólki á borð við Helen Mirren og Donald Sutherland. - hdm Brian Griffin með sýningu í París VIRTUR Ljósmyndarinn Brian Griffin sýnir um þessar mundir í París, Birmingham og á Vínbarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Endalok verksmiðjanna. MYND/BRIAN GRIFFIN Leifur bóndi. MYND/BRIAN GRIFFIN Tómas Young er nýr starfs- maður hjá Útón. Þar starfar hann við ýmislegt sem teng- ist útflutningi á íslenskri tónlist. Tómas Young hefur verið ráð- inn í fullt starf hjá Útflutnings- stofu íslenskrar tónlistar, Útón. Í lok nóvember lýkur hann við verkefni þar sem heildarveltan í menningu og skapandi greinum á Íslandi er kortlögð. „Þetta er risa- stórt verkefni og það stærsta sem ég hef tekið þátt í,“ segir hann. Einnig stjórnaði hann nýlegri og áhugaverðri könnun um veltuna í kringum erlenda gesti á Airwaves- tónlistarhátíðinni. Tómas lauk við meistararitgerð sína í markaðsfræði og alþjóðavið- skiptum frá HÍ í febrúar og fjall- aði hún um Útón. Áður hafði hann skrifað BS-ritgerð í ferðamála- fræði um íslenska tónlist sem land- kynningu þar sem hann tók viðtöl við tíu erlenda gesti Airwaves- hátíðarinnar. Tómas ákvað að skrifa meistara- ritgerðina eftir að Útón auglýsti eftir meistaranemum til að skrifa um fimm málefni tengd tónlist. Eitt þeirra snerist um að rannsaka hversu mikil áhrif Útón hefur haft á íslenskan tónlistariðnað og ákvað hann að stökkva á það. Hin málefn- in fjölluðu meðal annars um verk- efnið Made in Iceland og tónlistar- hátíðina Aldrei fór ég suður. Tómas tók viðtöl við fjölda tónlistarmanna vegna ritgerðarinnar, þar á meðal Mugison, Barða Jóhannsson, Ólaf Arnalds og hljómsveitina Hjaltalín. Allir báru Útón mjög vel söguna og gátu bent á afrakstur samstarfsins við stofnunina. Tómas fékk náms- styrk frá Útón vegna kostnaðar ins sem fólst í verkefninu en segir það alls ekki hafa haft áhrif á niður- stöðuna. „Ég gat ekki litað niður- stöðuna með mínum orðum. Ég byggi þetta á því sem tónlistar- mennirnir segja. Ef þeir hefðu rakkað Útón niður hefði ég skrif- að það.“ Skömmu síðar gerðist hann verk- taki hjá Útón og er núna orðinn fastur starfsmaður þar. „Nokkrum mánuðum eftir að ég skilaði rit- gerðinni komu upp stór verkefni og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útón, benti á mig,“ segir Tómas, sem ákvað þá að segja upp sumarvinnunni á Bílaleigu Akureyrar. Hjá Útón nýt- ist vel reynsla hans sem tengiliður Íslands við Hróarskelduhátíðina í Danmörku þar sem hann hefur starfað sem sjálfboðaliði í ellefu ár, eða síðan hann var átján ára. „Líf mitt hefur alltaf snúist um tónlist og hennar hlutur er smátt og smátt að aukast. Ég er ekkert að berjast gegn því,“ segir hann og bætir við um nýja starfið hjá Útón: „Þetta er draumastarfið fyrir mig. Þetta er áhugamálið mitt og öll mín þekk- ing nýtist best hérna.“ Þeir sem vilja kynna sér meist- araritgerð Tómasar um Útón og skýrslu hans um veltuna í kring- um Airwaves-hátíðina geta farið inn á síðuna Uton.is. freyr@frettabladid.is Líf mitt hefur alltaf snúist um tónlist TÓMAS YOUNG Tómas hefur verið ráðinn í fullt starf hjá Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar, Útón. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.