Kylfingur - 01.05.2004, Page 56

Kylfingur - 01.05.2004, Page 56
Ragnheiður Guðmundsdottir, augnlæknir og heiðursfélagi í GR, var fyrst kvenna til að gegna formennsku í golfklúbbi á íslandi og jafnframt sú fyrsta á öllum Norð- urlöndunum svo vitað sé. Hún var formaður GR árið 1958 á einum mestu um- breytingartímum í sögu klúbbsins. Það ár hófust framkvæmdir í Grafarholti og sá hún að mestu um samskipti og samninga við borgaryfirvöld á þeim tíma. Hún fór fjölmargar ferðir á fund Gunnars Thoroddsen, þáverandi borgarstjóra í Reykja- vík, til að fá aukið land undir völlinn því sænski golfvallarhönnuðurinn og verk- fræðingurinn Niels Skjöld hafði teiknað völlinn allt of stóran miðað við það land sem Reykjavíkurborg haf! úthlutað GR í upphafi. Hún barðist fyrir meira landi með rökfestu og útsjónarsemi og hafði erindi sem erfiði. Ragnheiður er fædd 20. ágúst 1915 og er því 19 árum eldri en Golfklúbbur Reykja- víkur og ber aldurinn afar vel, rétt eins og klúbburinn. Hún gekk í GR árið 1938 og þá var starfsemi klúbbsins í Öskjuhlíðinni og skráðir félagar tæplega 100 talsins. „Fyrstu árin mín í golfinu voru svolítið sérstök enda settu stríðsárin svip sinn á íþróttina eins og allt annað á þeim tíma. Ég man að þá var rnikill skortur á öllu sem tilheyrir golfínu, eins og kylfum og boltum. Ég átti bara fimm kylfur fyrstu árin; spoon, þrist, fimmu, sjöu og pútter. Golfskór voru þá óþekktir með öllu,“ sagði Ragnheiður um fyrstu árin sín í golfinu sem var þá stundað á Bústaðahálsi í Öskjuhlíð. „Ég hafði afskaplega gaman að því að spila golf.“ í golfi við hlið hermanna Hermannabústaðir voru á golfvellinum á Bústaðahálsinum, fyrst voru þar breskir hermenn og síðan bandarískir. „Við urð- um ekki fyrir neinu ónæði frá hermönn- unum og þeir voru mjög vingjamlegir við okkur. Ég hafði mikla ánægju af golfinu og stundaði það mikið meðan ég var í læknisfræði í Háskóla íslands. í golfinu fékk ég góða hreyfmgu og útivem." Árið 1936 var Golfklúbbi íslands (síðar GR) úthlutað landi undir framtíðar golf- völl á svæði austan Öskjuhlíðai' og norð- anvert úr Bústaðahálsi. Þetta var 37,5 hektara land og var leigusamningur við Reykjavíkurborg dagsettur 8. júní 1936. Landið var ekki árennilegt, ýmist mýri eða grjóturð. Strax var hafist handa við ræktun landsins og byggingu golfhúss og í júlí 1937 var byrjað að leika þai- golf á 9 holu velli. Engir styrkir fengust fxá ríki eða Reykjavíkurborg vegna framkvæmda við völlinn eða byggingu golfhússins í Öskjuhlíð. Sumarið 1938 var golfvöllur- inn og golfhúsið formlega vígt í viðurvist dönsku krónprinshjónanna Friðriks og Ingiríðar og var hún vemdari golfklúbbs- ins. Oflítið land fyrir golfvöll í Öskjuhlíðinni var GR með aðstöðu í rúman aldarfjórðung, eða þangað til sum- arið 1958 að uppbygging 18 holu golf- vallar hófst í Grafarholti. Ragnheiður vai' formaður þetta ár. „Rétt eftir að ég hafði tekið við formennskunni kom í ljós að 25 hektara landsvæði vantaði til viðbótar þeim 40 hektumm sem áður hafði verið úthlutað, til að geta komið fyrir 18 holu golfvelli í Grafarholti, samkvæmt teikn- ingu Svíans Niels Skjöld. Stjórnin fól mér einni öll samskipti og viðræður við borg- aryfirvöld til að fá aukið land undir völl- inn. Ég talaði fyrst við Gunnlaug Pétursson borgarlögmann til að kynna honum vænt- anlega umsókn um viðbótarland og þann möguleika á að leggja málið fyrir fundi borgamáðs, þann síðasta fyrir sumaifrí. Hann áleit að það hlyti að vera á misskiln- ingi byggt að svona miklu munaði á þörf okkar á landi undir golfvöll frá því sem áður var álitið nægjanlegt. Ef þetta væri raunverulega rétt, sem ég héldi frarn, þá væri að vissu leyti stoðum kippt undan samningunum, sem þegai' voru gerðir milli klúbbsins og borgarinnar, og laga- lega séð geti borgin rift samningunum. Hann sagðist þó aðeins vilja benda á þennan möguleika, þó okkur kæmi báð- um saman um að borgin myndi aldrei fara þá leið að rifta samningi. Púkka undir forréttindahóp Borgarstjóri Gunnar Thoroddsen tók mér vel en furðaði sig á því að við þyrft- um meira land en þessa 40 hektara sem áður hafði verið samið um. Hann sagði að það gæti litið illa út ef borgin væri að „púkka“ undir forréttindahóp eins og þann sem stundaði golfið. Ég sagði hon- um að golf væri almenningsíþrótt og allir gætu stundað það, án tillits til stöðu eða menntunar. Gunnai' féllst loks á að taka þetta fyrir á borgarráðsfundi, en með einu skilyrði, að ég tryggði stuðning minni- hlutaflokkanna, Framsóknaiflokksins og Kommúnistaflokksins. Það vildi svo vel til að ég þekkti báða fulltrúa flokkanna í borgarstjóm. Ég hringdi í þá og skýrði málið fyrir þeim og fékk samþykki þeima fyrir því að setja sig ekki upp á móti um- sókn okkar. Á fundi um rniðjan júlí 1958 samþykkti borgarráð umsókn okkar urn viðbótai'land, 25 hektara. Strax eftir fund- inn hringdi Gunnar Thoroddsen í mig og sagði: „Þið megið byija“ og lofaði síðan að senda mér bréf urn samþykktina og var það dagsett 16. júlí 1958.“ Skipti sköpum að hafa hraðar hendur Ragnheiður sagði að það hafi skipt miklu máli að hafa hraðar hendur í þessu máli til að geta hafið framkvæmdir á vell- inuni sem fyrst sumarið 1958. Það tókst að ryðja allar 18 brautimar það ár, en þeg- ar kom að því að það átti að fara að girða landið seinni hluta ágústmánaðar kom í ljós að vegna erfiðra staðarhátta yrði ill- 54 KYLFINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.