Barnablaðið - 01.12.1989, Page 44

Barnablaðið - 01.12.1989, Page 44
44 BARNABLADID • • Orn Bjarnason SKAUTAR Frostið hafði stað- ið í nokkra daga og ís var yfir allri tjörninni. Þess vegna langaði krakkana til að taka fram skautana sína og renna sér á ísnum, en tilkynning hafði borist frá lögreglunni um að ísinn væri ekki nægilega traustur og því óvarlegt að fara út á hann. Þetta vissu vinkonurnar Rakel og Stína vel, því að þær höfðu heyrttilkynningu lögreglunnar. En báðar höfðu þær nýlega eignast skauta og þess vegna langaði þær til að fara út á ísinn og reyna nýju skautana sína. Þær vinkon- urnar ræddu um hvað gera skyldi. — Við förum bara! sagði Stína. — Það er of hættulegt, ísinn er ekki nógu traustur, svaraði Rakel mæðulega. — Við erum svo léttar að ísinn heldur okkur alveg, sagði Stína áköf. Rakel lét undan vinkonu sinni, sem alltaf var svo skemmtileg, en samt fannst henni að nú væri hún að gera rangt. — Við verðum þá að fara var- lega, sagði Rakel loks. — Auðvitað förum við varlega, sagði Stína. Vinkonurnar klæddu sig vel, tóku skautana sína og laumuðust niður að tjörn. Rakel hafði líka með sér skíðastafi og hugsaði sem svo, að hún myndi síður detta ef hún hefði þá, því að enn kunni hún lítið á skautum, miklu minna en Stína. En hvað veðrið getur verið fall- egt, hugsaði Rakel og leit í kring- um sig. Við tjörnina var engan að sjá. Hún horfði á Stínu sem var þegar komin út á ísinn og byrjuð að renna sér. — Hæ, nú verður gaman! kall- aði Stína, um leið og hún brunaði fram hjá Rakel. •///! w 'if/\ líi

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.