19. júní


19. júní - 19.06.1978, Page 5

19. júní - 19.06.1978, Page 5
Gunnar og Ella Kolbrún ásamt blaðamannl „19. júní“. Hj ón verða að vera vinir "* Viðtal: Berglind Ásgeirsdóttir Húsráðendur á efri hæð hússins að Hofteigi 34, þau Ella Kolbrún Kristinsdóttir og Gunnar Friðbjörnsson, urðu fyrir valinu í annað af tveimur „hjónaviðtölum“ blaðsins. Segja má að þau séu fulltrúar vísitölufjölskyldunnar, börn þeirra eru tvö og einnig má halda því fram, að þau tilheyri fyrstu kynslóð Islendinga þar sem flestir áttu möguleika á að afla sér einhverrar starfsmennt- unar, jafnt karlar sem konur. Á hinn bóginn má með sanni segja að þau séu nokkuð frábrugðin hinum dæmigerðu íslensku hjónum, ef slík eru til. Gunnar og Ella eru komin hátt á fertugsaldur og hafa ekki komið sér upp eigin húsnæði og þau hafa dvalið næstum helming ævi sinnar erlendis. Ella Kolbrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og hélt síðan til Danmerkur til náms í sjúkraþjálfun. Á svipuðum tíma fór Gunnar til Bretlands til náms í arkitektúr, rétt eftir 1960. Og það eru ekki nema 3 ár síðan þau settust varanlega að á íslandi. Fyrir 14 árum . . . Hvers vegna giftuð þið ykkur? Gunnar: Það eru nú liöin 14 ár síðan, þannig að maður þarf hálfvegis að rifja það upp. Við vorum reyndar búin að þekkjast frá 15 ára aldri og vorum alltaf góðir vinir. Þetta ár sem við gift- um okkur var Ella Kolbrún búin með sitt nám og það lá fyrir að við vildum búa saman, en slíkt er ákaflega erfitt í Bretlandi nema fólk sé gift. Það voru því öðru fremur praktiskar ástæður fyrir því að við gengum í hjónaband á þessum tíma. Ella Kolbrún: Þetta er alveg rétt

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.