19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 5

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 5
Gunnar og Ella Kolbrún ásamt blaðamannl „19. júní“. Hj ón verða að vera vinir "* Viðtal: Berglind Ásgeirsdóttir Húsráðendur á efri hæð hússins að Hofteigi 34, þau Ella Kolbrún Kristinsdóttir og Gunnar Friðbjörnsson, urðu fyrir valinu í annað af tveimur „hjónaviðtölum“ blaðsins. Segja má að þau séu fulltrúar vísitölufjölskyldunnar, börn þeirra eru tvö og einnig má halda því fram, að þau tilheyri fyrstu kynslóð Islendinga þar sem flestir áttu möguleika á að afla sér einhverrar starfsmennt- unar, jafnt karlar sem konur. Á hinn bóginn má með sanni segja að þau séu nokkuð frábrugðin hinum dæmigerðu íslensku hjónum, ef slík eru til. Gunnar og Ella eru komin hátt á fertugsaldur og hafa ekki komið sér upp eigin húsnæði og þau hafa dvalið næstum helming ævi sinnar erlendis. Ella Kolbrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og hélt síðan til Danmerkur til náms í sjúkraþjálfun. Á svipuðum tíma fór Gunnar til Bretlands til náms í arkitektúr, rétt eftir 1960. Og það eru ekki nema 3 ár síðan þau settust varanlega að á íslandi. Fyrir 14 árum . . . Hvers vegna giftuð þið ykkur? Gunnar: Það eru nú liöin 14 ár síðan, þannig að maður þarf hálfvegis að rifja það upp. Við vorum reyndar búin að þekkjast frá 15 ára aldri og vorum alltaf góðir vinir. Þetta ár sem við gift- um okkur var Ella Kolbrún búin með sitt nám og það lá fyrir að við vildum búa saman, en slíkt er ákaflega erfitt í Bretlandi nema fólk sé gift. Það voru því öðru fremur praktiskar ástæður fyrir því að við gengum í hjónaband á þessum tíma. Ella Kolbrún: Þetta er alveg rétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.