19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 43
Jafnréttishreyfing síðasta áratugar hefur ýtt við þessum konum að hugleiða stöðu sína Ritnefnd 19. júní lék hugur á, að fræðast um ýmis atriði, er til greina og úrlausnar koma við slit hjúskapar. Varð að ráði, að leita til SVÖLU THORLACIUS, héraðsdómslögmanns, sem rekið hefur málflutningsskrifstofu í Reykjavík um nokkurt skeið, og leggja fyrir hana nokkrar spurningar. Hver eru helstu skilyrði, sem fullnægja þarf til að fá skilnað. Þarf e-a ástæðu til að fá skilnað? Skilnaður að borði og sæng er veittur í fyrsta lagi, ef hjón eru sammála um að leita skilnaðar að borði og sæng og ber þá að veita þeim leyfi til slíks skilnaðar, enda séu þau á eitt sátt um skipan for- ráða fyrir börnum, um fram- færslueyri með börnum og milli hjóna innbyrðis, og að annað- hvort sé samkomulag um fjár- skipti eða skiptaráðandi hafi tek- ið eigur bús til uppskriftar og skiptameðferðar, þ.e.a.s. að mál- inu hafi verið vísað til skiptarétt- ar. Ef hjón eru ekki sammála um að æskja eftir skilnaði að borði og sæng, á annað hjóna rétt á leyfi til skilnaðar að borði og sæng, ef hitt hjóna hefur sýnt af sér mikla vanrækslu á framfærsluskyldum sínum gagnvart hinu eða börn- unum, sem því er skylt að fram- færa, eða ef jjað brýtur a.ö.l. mjög í bága við skyldur sínar gagnvart þeim. Sama gildir, ef ósamlyndi hjóna er orðið svo magnað, að ekki þykir mega una frekari sam- vistum, enda skal þá veita skiln- að, nema ósamlyndi sé aðallega að kenna leyfisbeiðanda. Unnt er að fá lögskilnað strax án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng, ef ákveðnum skil- yrðum er fullnægt. Sú lagagrein, sem mest er notuð til þess að fá lögskilnað strax er 39. greinin í lögunum um stofnun og slit hjú- skapar, en þar segir, að hafi ann- að hjóna orðið bert að hjúskap- arbroti eða atferli, sem jafna megi til þess, þá geti hitt krafist lög- skilnaðar, nema það hafi sjálft lagt samþykki sitt á veknaðinn, eða stutt að framgangi hans. Oft kemur það fyrir, að spurt er um, hvort ekki sé hægt að fá lögskiln- að strax, þegar fólki finnst hjóna- band sitt vera komið í algjöra rúst, t.d. vegna drykkjuskapar eða misþyrminga makans. Því er til að svara, að heimild er til þess í 40. gr. fyrrnefndra laga, þar sem segir, að ef annað hjóna hefur sóst eftir lífi hins, eða orðið uppvíst að misþyrmingum á því eða börn- unum, þá geti hitt krafist lög- skilnaðar, enda hafi það ekki lagt samþykki á verknaðinn eða sjálf- viljugt stutt að framgangi hans. Hins vegar verður að segja það eins og er, að sjaldan eða aldrei mun hafa reynt á þessa grein og myndi sjálfsagt verða nokkuð erfitt í framkvæmd að fá lög- skilnað eftir henni. Dómsmála- ráðuneytið, sem veitir lögskilnað myndi gera mjög strangar kröfur um sannanir, það myndi fara fram á að fá læknisvottorð um misþyrmingar og barsmíð, að málsaðilar yrðu yfirheyrðir og ef viðkomandi aðili neitaði sekt sinni eindregið, væri mjög ólík- legt, að ráðuneytið myndi veita lögskilnað. Auk þess geta hjón fengið lög- skilnað, ef þau hafa ekki verið samvistum um ákveðið árabil. Þá er ástæða til að taka fram, að þó að lögskilnaðarástæðum sé til að dreifa t.d. hjúskaparbroti geta hjón að sjálfsögðu fengið skilnað að borði og sæng, ef þau kjósa það heldur. Skilnaður að borði og sæng/- lögskilnaður — hver er munur- inn? Við skilnað að borði og sæng Svala Thorlacius. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.