19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 48
konur, misstu öll völd við fall kaþólskunnar, svo á himnum réðu þeir einir, Guð faðir, sonur og heilagur andi, en þeir voru allir karlkyns. Á jörðu stóð kóngurinn næstur guði, undir honum embættismenn, en undir þeim húsbændur, og undir þeim eiginkonur þeirra. En neðst vinnufólk og börn, mikið flengd. Samkvæmt sömu kenningum áttu hjón að vera ein sál, einn líkami, þar sem hann var þó höfuðið. Verkaskiptingin var þannig, að hann átti að koma fram í öllum málum út á við fyrir beggja hönd, enda taldist hann konunni fremri að gáfum. Hann réð öllum fjármálum þeirra, en efnahagurinn átti að vera sam- bræddur eins og sálin. Séreign hjóna, sem algeng var á eldri tímum, breyttist í fulla sameign, sem hann stýrði. Hann einn gat gert fjárhagslegar skuldbindingar fyrir hönd félagsbús þeirra og stóð svo fram til 1923. Enn þann dag í dag kemur fyrir að bank- arnir hér í Reykjavík neita að taka gildar víxiláskriftir kvenna, sem eru giftar. Eiginmaðurinn átti að vernda þessa hrösulu veru, konuna, á sama hátt og kóngurinn þjóðina og guð kónginn, en það var ást sem byggðist á föðurlegri forsjá en ekki á jafnrétti. Og það er tvennt ólíkt. Enda virðist þetta ennþá speglast í viðhorfi kvenna til hjónabandsins. Þær sýnast líta á það sem hjálpræði er leysi allan vanda, svo það minnir á þegar fólk öðlast frelsun við trú á náðarfaðm Jesú Krists. Og enn eitt veitti körlum for- skot fram yfir konur. Þeir einir gengu í skóla. Þeir urðu læknar, lögfræðingar og prestar, meðan konur urðu að stelast til að læra að skrifa. Menntaskólarnir á ís- landi höfðu starfað i mörg hundruð ár uns þar var fyrst hleypt inn kvenmanni um síðustu aldamót. Svo karlar lærðu að hugsa 46 skynsamlega og þeir fóru út og reistu nýjan heim með blómlegu athafnalífi. Þeir áttu að vera svakalegir harðjaxlar. Á heimilunum, þegar þeir litu þar •inn, voru þeir einræðisherrar við matborðið, nautnaseggir í svefn- herberginu. En konur skiptu sér aldrei af neinu sem gerðist utan við þeirra eigin forstofudyr. Þær biðu heima, blíðar og fórnfúsar, og gættu barnanna. Þær báru hetjunum rjúkandi krásir og fundu þeim hreinar nærbuxur, en höfðu ekkert gaman af að sofa hjá. í sveitinni unnu bæði við að yrkja sömu jörð, en í borginni fjarlægðust veraldir þeirra æ meir hvor aðra. (Hið blíðu boðaföll frá tilfinningaheimi húsmóðurinnar biðu mörg skipbrot á hörðum út- skerjum hugarheims húsbónd- ans, þar sem önnur og rökfastari lögmál giltu.) Viðleitnin til að halda heimi karla og heimi kvenna algjörlega aðskildum hefur borið ríkulegan árangur, sem sjá má á öllum mannamótum. Þar koma stjórn- málamenn, atvinnurekendur og listamenn og halda gáfulegar ræður, en frúrnar standa hjá með þvottakonuhendur, en ný- komnar úr lagningu (annars hneykslast allir) við hlið þeirra og þegja eins og grjót. Því þeim er innprentað að blanda sér ekki i það sem þeim kemur ekki við. Konan á að fylgja manni sínum eins og skuggi, hugsa eins og hann, kjósa eins og hann, hverfa inn í hann. . . Eigum við ekki heldur að reyna að vera öll sjálfstæðar manneskj- ur og freista þess að brúa bilið þarna milli? Reyna að slá þessum tveimur veröldum saman og taka það bezta úr báðum. Konur í dag geta í raun og veru allt sem þær vilja. Ekki aðeins hafa þær flest lagaréttindi með sér, heldur geta þær lika menntað sig og ráðið hverjum þær giftast og hvað þær eiga af börnum. En flestum, og sérstaklega húsmæðrum háir minnimáttarkennd. Af því þær eru ekki í opinberu launakerfi þjóðfélagsins þá finnst mörgum þeirra þær vera betlarar, allt að því sníkjudýr á manni sínum. Mörgum finnst, eins og lög- fræðingum fyrri alda, að við inn- göngu í hjónaband nálgist það dónaskap að ræða fjármál fram- tíðarinnar. En fari svo að hjón skilji, þá gengur löggjafarvaldið ríkt eftir því að gengið sé frá öllum peningamálum þeirra upp á krónu, en skiptir sér ekkert af því hvert hún hvarf, ástin, sem í fyrstu batt þau saman. Og hjónaband er á margan hátt eins og lítið fyrirtæki, kannske hlutafélag, þar sem margt þarf að gera annað en elskast (því miður). Þetta er mötuneyti, uppeldis- stofnun fyrirbörn, ræstingafélag, hressingarskáli og oft húsbygg- ingarfélag. Og samkvæmt nú- gildandi hjúskaparlöggjöf, þá ber að meta vinnu konu á heimili sem framlag til félagsbús þeirra engu síður en vinnu eiginmannsins utan þess. Mörgum er þetta ekki fullljóst. En kona sem á hverjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.