19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 4

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 4
Frá ritstjóra Nú er svo komið jafnrétti kynjanna hér í landi, að ekki er lengur þörf á baráttu fyrir formlegum réttindum kvenna. Þau hafa verið tryggð með lagasetningu. Segja má, að takmarki hinnar upp- haflegu jafnréttisbaráttu hafi verið náð, þegar Jafnréttislögin svokölluðu öðluðust gildi árið 1976. Þrátt fyrir það fer því fjarri, að konur hafi náð jafnri stöðu á við karla á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, eins og allir vita. Af þessum sökum er langt frá því, að lokið sé hlutverki Kvenréttindafélags Islands, sem hefur verið í fararbroddi baráttunnar fyrir jafnri stöðu karla og kvenna allt frá stofnun þess árið 1907. Jafnframt liggur í augum uppi, að verkefnin hljóta að miðast við þær breyttu aðstæður, sem nútíminn hefur fært okkur. Að fengnu hinu formlega jafnrétti, þarf að þoka rótgrónum hug- myndum um hlutverkaskipti kynjanna úr vegi, uns þar kemur, að konur og karlar horfast í augu sem jafningjar á hvaða vettvangi sem er. I 19. júní hefur á liðnum árum skapast sú venja að helga hvert blað sérstöku efni, sem á einhvern hátt tengist þessu markmiði. Þannig hefur verið fjallað um sambúð og samskipti kynjanna á af- mörkuðum sviðum, t. d. í hjónabandi og innan fjölskyldunnar. Að þessu sinni hafa þjóðmálin ráðið meginefni blaðsins. Síðastliðin tvö ár hafa farið fram tvenn- ar alþingiskosningar og einar kosningar til bæjar- og sveitarstjórna. Úrslit kosninganna 1978 voru síður en svo uppörvandi fyrir þær konur, er höfðu hug á þátttöku í stjórnmálum. Þegar alþingiskosningar stóðu enn fyrir dyrum á síðastliðnum vetri, þótti KRFÍ full þörf á að vekja athygli á þessu og hvetja konur til að láta ekki bilbug á sér finna og sækja fram. Þess vegna stóð félagið ásamt Kvenfélagasambandi íslands að auglýsingaherferð í útvarpi, þar sem konur voru hvattar til að gefa kost á sér í prófkjörum og skipa sér á framboðslista stjórnmálaflokkanna. Greinilegt var, að þarna var hreyft við máli, sem brann á mörgum, því að umræðan sem fylgdi i kjölfarið, varð þegar í stað snörp og fjörug. Hins vegar varð árangur þeirrar umræðu harla rýr, þegar í kjörklefana kom. Nú sitja eftir sem áður þrjár konur á þingi. Ætlar sú tala að verða einhver heilög hámarkstala kjörinna kvenna á löggjafarsamkundu þjóðarinnar? Er ekki kominn tími til eftir 65 ára aðlögunartíma að gera hér bragarbót? Jónína Margrét Guðnadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.