19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 5

19. júní - 19.06.1980, Page 5
Áhrifa kvenna gætir alltof lítið í stjórnmálum Erna Ragnarsdóttir. Er þverpólitísk samstaða forsenda þess að árangur náist? Undanfarin misseri hafa verið viðburðarríkur tími hvað varðar stjórnmál landsins og þær um- byltingar sem kosningar með IV2 árs millibili hafa óhjákvæmilega haft í för með sér. Umræðuefnið >,konur í pólitík“ hefur verið mjög > brennidepli í kjölfar atburða ársins. Mörgum þykir lítið miða í þá átt að konur verði atkvæða- nieiri á sviði þjóðmála og er það að vonum. Á sama tíma og konur setja æ meira svip sinn á allt þjóð- líf, í atvinnu- og menningarlífi, í k skólum og fjölmiðlum og eiga þannig beinan þátt í mótun þjóð- félagsins, skoðanamyndun og um- ræðu eru flestar meiri háttar ákvarðanatökur sem varða heild- ina í höndum karlmanna. Undir þær flokkast stöður t. d. í fjármála- og viðskiptalífi, við stjórnvöl landsins, alls staðar þar sem fylgj- ast að völd og ábyrgð. Fjórar konur, hver af sínum væng stjórnmálanna sátu fagran vordag í sumarbústað í Grímsnesi og létu gamminn geysa. Erna Ragnarsdóttir var málshefjandi af hálfu 19. júní —aðrir þátttakend- ur voru Dagbjört Höskuldsdóttir úr Stykkishólmi, Rannveig Guð- mundsdóttir úr Kópavogi og Soffía Guðmundsdóttir frá Akur- eyri. Rædd var þjóðmálabaráttan, jafnréttismálin, konurnar, hvert væri stefnt í málum þeirra og leiðir að því marki, — kvenna og karla- samstaða. I upphafi var spurt hvert væri yfirleitt markmiðið með slíkum umræðum. 3

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.