19. júní


19. júní - 19.06.1980, Síða 6

19. júní - 19.06.1980, Síða 6
Dagbjört: Það hlýtur að vera nauðsynlegt að taka fyrir konur í pólitík meðan ástandið er eins og það er í dag. Ef við hefðum fleiri konur á þingi og í áhrifastöðum yfirleitt, þá þyrftum við ekkert að ræða það. Soffía: Mér finnst ærin ástæða til að ræða þetta. Nú þegar er kvennaáratugurinn hálfnaður, það er að segja frá kvennaárinu 1975, og ekki hefur orðið framför og það sem verra er, ég sé ekki betur en að það hafi verið stigið skref aftur á bak. Þessu finnst mér að öll kvennasamtök og kvennahreyfing- ar þurfi að velta fyrir sér. Og þar fyrir utan er þetta nánast fáránlegt ástand að kvenna gætir svona lítið í ákvarðanatöku, bæði á þingi og í sveitarstjórnum, já og víðar þar sem ráðum er ráðið. Rannveig: Eg er sammála þessu og hef ekki miklu við að bæta meira en því að konurnar eru einu sinni helmingur þjóðarinnar og þegar spurt er vegna hvers konur, þá finnst mér svarið einfalt, — vegna þess að þær eru helmingur- inn og vegna þess að það er ætlast til þess að þær séu jafngildar. En það er gjarnan slegið á þennan púnkt af hverju konurnar sem sér- stakan hóp. Við viljum ekki að konur séu sérstakur hópur heldur bara jafngildur og helmingur. Erna: Þá erum við komnar að því hvað konur eru fáar og áhrifa- litlar í stjórnmálum og hvers vegna? Dagbjört: Þetta lýðræðiskerfi sem við búum við er byggt upp á þessum stjórnmálaflokkum og þátttöku í þeim og lýðræðið verður aldrei virkt nema fólk taki almennt þátt í stjórnmálum og að hugsana- ganginum verði breytt í garð stjórnmálanna almennt. Ég hitti alltof margar konur sem að fussa og sveia þegar minnst er á pólitik ogstjórnmálaflokkana, þeim finnst þetta vera eitthvað sem er fyrir neðan þeirra virðingu. Soffía: Það er líka spurning hvort stjórnmálaflokkarnir eru nógu 4 sveigjanlegir að laga sig að vissri þróun sem hefur orðið. Það mynd- ast ákveðnir skoðanahópar sem vinna sínum sjónarmiðum fylgi fyrir utan stjórnmálaflokkana. Það virðist vera að fólk fælist dálítið frá beinni þátttöku í stjórnmálum. Rannveig: Eg held að konur séu of fáar vegna þess að þær þora ekki að fara af stað, þær þora ekki að gefa kost á sér. Þær hafa of mikið verið á öðrum vettvangi en karl- arnir. Þær eru hræddar við að þurfa að koma fram, að halda ræðu, standa fyrir máli sínu og frá aldaöðli hafa einhvern veginn haft það á tilfinningunni að þær viti ekki alveg eins mikið um málin og karlmennirnir. Dagbjört: Við þurfum að segja konunum að allt sem skipti máli í þjóðfélaginu sé í rauninni stjórn- mál. Þegar konurnar setjast niður og tala um barnauppeldi eru það stjórnmál og sama gegnir um þeg- ar þær stjórna heimilunum. Það er pólitískt mál hvernig heimilið er rekið. Soffía: Einu vil ég bæta við. Og það er þetta að konur gefi ekki kost á sér. Það er auðvitað laukrétt að þess eru mörg dæmi. Það er þó þrátt fyrir allt nokkur hluti kvenna sem gefur kost á sér og ég held að það sé gert alltof mikið úr þessu að þær séu ekki fáanlegar. En það er annað sem er líka dálítið athyglisvert, en það eru viðbrögð karlmanna í stjórnmálaflokkunum skulum viö segja þegar konur gefa kost á sér. Þá kemur nefnilega dá- lítið annað hljóð í strokkinn. Fyrst láta þeir eins og þeir séu að elta konurnar á röndum til þess að tosa þeim inn í flokksstarf og félags- starf. Síðan þegar þær eru komnar og orðnar ákveðnar í að gefa kost á sér og vinna að því sem liggur fyrir, þá breytist allt álit þeirra gagnvart þeim. Þetta held ég að sé hlutur sem við verðum bara að sjá eins og hann er. Dagbjört: Það er eins og ég hef alltaf sagt, þeir vilja hafa hæfilega margar í hæfilega háu sæti . . . Dagbjört. Soffía: og virkar á ákveðnum sviðum sem þeir skammta sjálfir. Rannveig: Vegna þess að það hefur orðið viss vakning í þá átt að fleiri konur komi til starfa, þá fyrst hafa þær fengið að koma aðeins ofar á listana til þess að sýna að það væru konur á þessum listum en það hefur gjarnan verið svo að jDær fengju ekki að fara nógu hátt. Dagbjört: Þegar hætta hefur ver- ið á joví að þær færu á venjulegan hátt á listana hefur verið passað að stía jaeim frá. Erna: Hvað finnst ykkur að konurnar hafi fram að færa i ákvarðanatökunni? Hafa konur að ykkar mati eitthvað alveg sérstakt sem karlmennirnir hafa ekki, sem við viljum að komi fram. Dagbjört: Mér finnst jætta eigin- lega röng spurning. Við gætum þá alveg eins spurt hvað hafa karl- menn fram að færa. Mér finnst að konur sem heild eigi ekki að hafa neitt sérstakt fram að færa, heldur skuli spurt hvað hver einstaklingur hafi fram að færa. Erna: En hvers vegna joá yfirleitt að tala um konur. Soffia: Jú, mér finnst að við eig- um að spyrja þessarar spurningar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.