19. júní


19. júní - 19.06.1980, Side 17

19. júní - 19.06.1980, Side 17
GUÐRÚN HELGA JÓNSDÓTTIR: Gagnrýni á stjórnmálastörf beinist ekki að konum 1. Mín fyrstu raunverulegu af- skipti af stjórnmálum voru þegar ég var beðin að taka sæti á fram- boðslista Alþýðuflokksins í bæjar- stjórnarkosningum í Kópavogi 1974. Þó hafði ég frá unglingsárum tekið þátt í starfi fyrir kosningar og haft áhuga á ýmsum málum, þó að ég starfaði ekkert milli kosninga. 2. Mér hefur ekki fundist það vera þröskuldur á vegi mínum. Mér þykir það líka athygli vert að í þeirri neikvæðu umræðu, sem átt hefur sér stað um þá er starfa að stjórnmálum, þá hefur sú gagnrýni aldrei beinst að konum. Það mun líka nokkuð almenn skoðun, að konur taki jafnan hlutverk sitt alvarlegar en karlmenn og má ef til vill leggja það út á þann veg, að konur þurfi helst að taka verulega meira á en karlmenn til að vera viðurkenndir jafnokar þeirra. 3. I félagsstarfi mínu innan Al- þýðuflokksins hef ég fyrst og fremst haft áhuga á málum er varða oln- bogabörn jrjóðfélagsins, jDroska- hefta, fatlaða, drykkjusjúka °g geðveila. Heilbrigðu fólki, seni býr við allsnægtir, er það til vansæmdar, hversu þessir varnar- lausu jrjóðfélagsþegnar eiga enn í dag litlum skilningi að mæta. Húsnæðismál eru mér einnig hug- leikin, enda eru þau rikur þáttur í farsæld eða ófarnaði fjölskyldunn- ar. 4. Nei, alls ekki, þar hefur ein- göngu ráðið minn eigin áhugi og vilji. Langmest hef ég starfað inn- an flokksins og auðvitað mest inn- an Sambands Alþýðuflokks- kvenna. Ég hef líka setið í bóka- safnsstjórn og er nú varamaður í félagsmálaráði. En til gamans má geta þess, að í þeirri nefnd, sem áður var talin til svokallaðra „kvennanefnda“, á nú aðeins ein kona sæti. Karlmenn segja gjarnan um okkur konur, að við getum vart talað um annað en börn og barna- uppeldi. Við konur þurfum ekki áð verða minni manneskjur fyrir þá sök, að við teljum börnin okkar og velferð þeirra verðugt viðfangsefni, síst af öllu þegar sleggjudómurinn er kveðinn upp af karlmönnum, sem virðast líta svo á að barna- uppeldi sé einkamál konunnar. 5. Á síðustu árum hefur vissu- lega orðið nokkur breyting í þá átt, að það er að minnsta kosti viður- kennt í orði, að eðlilegt sé að konur hafi afskipti af þjóðfélagsmálum til jafns við karlmenn og óneitanlega hefur jrátttaka kvenna í opinber- um málum aukist nokkuð síðari árin, þótt engan veginn sé hún enn nægileg. Ungar konur eiga þar sérstaklega jrungan róður. Þær eru gjarnan bundnar yfir ungum börnum sínum og eiga ekki heim- angengt til tímafrekra félagsstarfa. 6. Á íslandi er stór hópur af dugmiklum og áhugasömum, vel menntuðum konum, er standa karlmönnum síður en svo að baki. En vegna gamalla hefða eru þær enn um of hlédrægar og þar að auki oftast bundnar heimilisstörf- um, nema börn þeirra og makar standi við hlið þeirra og þau hjálpist að við heimilisstörfin. Mikilvægt er einnig að konum gefist kostur á félagsmálanám- skeiðum, sem veiti þeim þjálfun og sjálfsöryggi til að láta að sér kveða á opinberum vettvangi. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR: Hleypa í sig kjarki og demba sér í slaginn 1. — Eg fékk mikla hvatningu til þess fyrir alþingiskosningarnar 1978 að gefa kost á mér til fram- boðs. — Eg hafði lengi haft áhuga á þjóðmálabaráttunni, bæði ýmsum félagslegum umbótamál- um og verkalýðsbaráttunni, sem ég hef haft nokkur afskipti af gegnum árin, bæði sem formaður Flug- freyjufélags íslands og stjórnar- maður þess til nokkurra ára, — auk þess að vera stjórnarmaður í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur. Eg féll fyrir hvatningunni — lét slag standa — og gaf kost á mér til framboðs. — Eg hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun og tel mig reynsl- unni ríkari eftir þessi tvö ár — reynslu sem ég vildi ógjarnan vera án. 2. — Sjálfsagt hefur það haft áhrif í þá átt, — þar sem fáar konur hafa gefið sig að stjórnmálum og 15

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.