19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 24

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 24
Þórunn Sigurðardóttir. Konur verða að hafa kjark í mars síðastliðnum gerðist sá sögulegi atburður, að kona tók ákvörðun um að gefa kost á sér til framboðs við forsetakosningar þær, er fram fara hinn 29. júní næstkomandi. Var það Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri, sem þannig varð fyrst kvenna á norð- urhveli jarðar til að ryðja veginn inn á enn eitt svið sem karlar hafa einokað til þessa. Af þessum sökum mun árið 1980 verða skráð á spjöld sögunn- ar hér á landi sem annars staðar, hver svo sem niðurstaða kosning- anna kann að verða. Kvenréttindafélag íslands, sem frá upphafi hefur haft það mark- mið að beita sér fyrir sókn kvenna til jafnrar ábyrgðar í þjóðfélaginu, ekki síður en fyrir auknum rétt- indum þeim til handa, fagnaði þessum áfanga og því til áréttingar sendi formaður félagsins Vigdísi Finnbogadóttur heillaskeyti það sem birt er á næstu síðu. Sú hefð hefur skapast í 19. JÚNI að vekja athygli á því hverju sinni, þegar konur ganga fram fyrir skjöldu og fara nýjar slóðir. Því kom blaðamaður að máli við Vigdísi og lagði fyrir hana nokkrar spurningar í tilefni framboðsins. Hver var raun og veru ástæðan fyrir því, að þú ákvaðst að gefa kost á þér í forsetaframboð? „Ég hef nú margsagt söguna af skeytinu góða, sem sjómennirnir á Vestfjörðum sendu mér, en að sjálfsögðu lá meira að baki ákvörðun minni en þetta skeyti. Búið var að færa það í tal við mig löngu áður en að þessari ákvörðun kom, að ég kynni að eiga eitthvað það í fórum mínum, sem komið gæti embætti forseta íslands til góða. Ég hafði því haft nægan tíma til að hugsa málið. Þegar ég svo fékk í hendur lista þeirra, sem vildu hvetja mig til þátttöku í þessum kosningum, reyndust þar nöfn svo margra, sem ég met og dái fyrir að rækta menningargarðinn í þjóðfé- laginu, bæði til hugar og handar, að mér fannst ég verða að gefa já- kvætt svar.“ Áttir þú von á því, að þú fengir strax svo mikinn meðbyr, sem raun bar vitni? „Það kom mér ekki á óvart, því eins og ég hef þegar sagt, vissi ég, að þessi byr var farinn að blása hressilega, enda hefði ég ekki ráðist í þetta ella.“ Hljótir þú kosningu, telur þú þá, að það sé sigur fyrir breytt viðhorf? „A því leikur enginn vafi í mín- um huga. Það hlýtur að hafa mikil áhrif í þjóðfélaginu, ef til embættis forseta Islands verður valin kona, sem þar að auki er einhleyp, það er að segja hefur ekki „einka“karl- mann sér við hlið. Eg á nú engu að síður marga að mér til ráðgjafar, bæði karla og konur; þar á ég við vini mína. Konur og karlar eru nefnilega ekki endilega ein á báti, þótt þau séu ekki í hjónabandi. Sem betur fer eiga flestir vini, og ég er svo lánsöm að eiga fjölbreyttan hóp vina úr flestum þjóðfélags- stéttum, með mjög mismunandi skoðanir, og það er mér ómetan- legt. Þegar fengist er við störf af ýmsum toga, kynnist maður margvíslegu fólki, og ég er enn að eignast nýja vini. Auk þess tel ég, að það gæti brotið ríkjandi hefð varðandi skip- un embættismanna hér á landi og víðar, ef kona settist í forsetastól. Færi svo, að ég hlyti kosningu, Vigdís Finnbogadóttir. 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.