19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 27

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 27
Útií atvinnulífinu Ásdís Rafnar. Karlar og konur í starfi í okkar þjóðfélagi tíðkast ennþá að talað sé um hefðbundin karla- og kvennastörf. Þetta hefur sett sinn svip á samskipti kynjanna í starfi. Karlmenn hafa til skamms tíma verið yfirmenn i nær öllum fyrirtækjum og stofnunum á land- inu. Þetta er örlítið að breytast, en þó vekur það enn töluvert mikla athygli þegar konur reynast vera í fyrirsvari í greinum, sem karlmenn liafa alfarið stjórnað til þessa. Með aukinni sókn kvenna út í atvinnu- lífið hlýtur óhjákvæmilega að riðl- ast sú hefðbundna verkaskipting, sem ennþá rikir víða varðandi störf karla og kvenna. Til að kanna ör- lítið afstöðu fólks til þessara mála var leitað til karla og kvenna á ýmsum vinnustöðum. Reynt var að fá fram afstöðu þess til sam- skipta kynjanna á vinnustað. Aðil- ar voru m.a. spurðir að því hvort aldur og kyn skipti máli, hvort framamöguleikar i starfi væru hinir sömu fyrir bæði kynin o.s.frv. Þessi viðtöl eru ekki nægilega mörg til þess að unnt sé að draga neinar ályktanir af þeim, en þau lýsa fyrst og fremst ástandinu eins og það kemur fyrir augu starfsmanna á viðkomandi vinnustað. Viðtölin eru öll nafnlaus og er skýringin einfaldlega sú, að til- tölulega fáir aðilar voru reiðubúnir að tjá sig undir nafni um ástandið í jafnréttismálunum á sinum vinnustað. Það segir eðlilega sína sögu og ýmsir, sem leitað var til, vildu ekki svara spurningunum af ótta við að einhver kynni að geta lesið út úr viðtalinu hver viðmæl- andinn væri. Einn þeirra, sem ekki vildi tala við blaðið, var einstæð Berglind Hlédís Ásgeirsdóttir. Guðmundsdóttir. • Starfsveitingar • Samskipti á vinnustað • Ríkir jafnrétti í raun? móðir, sem hefur orðið að sæta því, að margoft hefur verið gengið fram hjá henni varðandi stöðuhækkun. Sjálf skýrir hún það þannig, að liklega áliti forstjóri fyrirtækisins alla karlmenn fyrirtækisins sér fremri. Hún var hins vegar ekki fáanleg í viðtal vegna þess að hún var hrædd við uppsögn, ef for- svarsmenn fyrirtækisins kæmust að því að hún væri að gagnrýna þá. í viðtölunum er rætt við fleiri konur en karla og eru aðallega tvær skýringar á því. f fyrsta lagi reyndust konur fúsari til að ræða við 19. júní og í öðru lagi er það skoðun ritnefndar að konur eigi fremur í vök að verjast á vinnu- markaðnum og því væri réttara að gefa fleiri konum en körlum tæki- færi til að tjá sig. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.