19. júní


19. júní - 19.06.1980, Side 30

19. júní - 19.06.1980, Side 30
tekið upp á því að eiga börn og þyrftu þá að hverfa úr starfinu um tíma og væru þar af leiðandi ekki eins áreiðanlegur starfskraftur og karlmenn. Hann ítrekaði hins veg- ar, að kona, sem þegar væri starf- andi innan stofnunarinnar hefði meiri möguleika á stöðuhækkun heldur en einhver utanaðkomandi. Stórmerkilegt, að ég fékk starfið 56 ára skrifstofustjóri (kvk) Sagði að engar yfirlýstar skoð- anir væru um mismunandi starfs- eiginleika kynjanna á sínum vinnustað, sem er opinber stofnun. Samt vildi örla á, að slíkar skoðanir kæmu fram. Það væri mismunandi að starfa með einstaklingum, en það færi eftir persónuleika hvers og eins en ekki kynferði. Hún kvaðst ekki finna fyrir þvi, að samstarfs- menn væru öðruvísi í framkomu gagnvart sér en starfsfólki af hinu kyninu. Það hefði hins vegar heyrst í gegnum árin frá karlkyninu að það „puntaði“ frekar upp á vinnustaðinn, ef kvenmenn, sem þar ynnu, væru laglegir. Hún hefði hins vegar aldrei heyrt á það minnst, að útlit karlmanna á vinnustað skipti máli. Samskipti við viðskiptamenn stofnunarinnar væru mestmegnis í gegnum síma og hún fyndi stundum, að fólki jjætti miður, að fá ekki að tala við karlmann. Yfirmaður hennar er karlmaður og kvaðst hún ekki geta séð, að kyn hans skipti máli, heldur fyrst og fremst afstaða viðkomandi. Hún kvaðst ekki sjá fram á, að kona yrði yfirmaður stofnunarinn- ar á meðan hún lifði. Frama- möguleikar væru engir á hennar vinnustað, og hún kvaðst telja, að betur launaðar stöður hjá hinu opinbera væru að öðru jöfnu veitt- ar karlmönnum. Sjálf hefði hún fengið sitt starf fyrir 5 árum, en 4 28

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.