19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 33

19. júní - 19.06.1980, Page 33
Getum ekki gert kröfur 50 ára hjúkrunarritari (kvk) Hún kvaðst þiggja laun samkvæmt sjötta launaflokki B.S.R.B. Launin væru afskaplega lág og sér væri ekki kunnugt um að hjúkrunarritarar gætu nokkurn tímann komist upp úr þessum flokki. Þessi starfsstétt væri líka eingöngu skipuð konum og frekar eldri konum en hitt. Er hún var spurð að því, hvernig konur fengj- ust til að starfa fyrir þessi lágu laun sagði hún, að i þessu starfi væri hvorki gerð krafa um vélritunar- kunnáttu eða sérstaka tungumála- kunnáttu. Fyrir konur sem hefðu litla skólagöngu að baki og hefðu helgað heimilunum krafta sína væri ekki um auðugan garð að gresja, er þær vildu hefja störf utan heimilis. Þessi vinna væri tiltölu- lega þægileg og konur á hennar aldri gerðu sér grein fyrir því að þær væru ekki eftirsóttur vinnu- kraftur, er þær kæmu út á vinnu- markaðinn eftir að hafa komið upp sínum börnum. Þær, sem litla menntun hefðu, sættu sig við að taka jafnlágt launuð störf og raun bæri vitni. Persónulegir eigin- leikar skipta máli Arkitekt (kk) Kvað starfseiginleika fyrst og fremst miðast við þekkingu, reynslu og getu á mismunandi starfssviðum. Framamöguleika kynjanna í starfi taldi hann full- komlega jafna á sínum vinnustað sem er Borgarskipulag Reykjavík- ur. Hann taldi vinnustaði sem ein- göngu væru skipaðir af öðru kyn- inu ieiðinlega og litlausa. Ekki Það væri mismunandi að starfa með ein- staklingum, en það færi eftir pcrsónulcika hvers og eins en ekki kyrfcrði. kvaðst hann hafa orðið var við, að kynferði, aldur eða útlit skipti máli í samskiptum starfsmanna á sínum vinnustað. Varðandi viðskipta- menn kvaðst hann ekki hafa orðið var við kynjamismun. Yfirmaður hans er kona og kvaðst hann hafa reynslu af því að starfa undir stjórn bæði karlmanns og kvenmanns. Hann taldi, að persónulegir eigin- leikar skiptu einir máli en ekki kynferði- sjálfur kvaðst hann una vel við hag sinn eins og hann væri í dag. 31

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.