19. júní


19. júní - 19.06.1980, Side 44

19. júní - 19.06.1980, Side 44
Sýslumaður Strandasýslu Þórunn Gestsdóttir. Hjördís Björk Hákonardóttir í embættisskrúða. Það er hæpið að veita konum rétt til lögreglustjóra- og dómara- starfa, a. m. k. þar til þær eru af fertugsaldri, taldi Jón Ólafsson í neðri deild alþingis, 1 marzmánuði árið 1911, er frumvarp Hannesar Hafstein um rétt kvenna til emb- ættisnáms, námsstyrks og embætta kom til umræðu. Væru margar sýslur hérlendis strjálbýlar og erf- iðar yfirsóknar, svo að hverri konu væri ofætlun að vera þar sýslu- maður. „Þar að auki,“ sagði Jón, „geta giftar konur og raunar ógift- ar líka, haft náttúrleg forföll, og mundi það t. d. í Austur-Skafta- fellssýslu þykja heldur óhagræði, ef sýslumaðurinn lægi á sæng, þegar hans væri vitjað til að rannsaka glæpamál eða kveða upp varð- haldsúrskurð, eða tæki léttasótt- ina, þegar hún væri á manntals- þingaferð.“ Ut af mótbáru Jóns Ólafssonar, sagði Björn Sigfússon á Kornsá, að karlmenn væru ekki frekar en kvenmenn vátryggðir fyrir sjúk- dómum, sýslumenn gætu fengið lungnabólgu og héraðslæknar gigt. Léttarsóttarforföll kæmu engum á óvart og gætu tæpast orðið eins b^galeg og skyndileg og fyrirvara- laus sjúkdómstilfelli karla, er eng- inn sæi fyrir. Umræðum lauk um síðir, ís- lenzkar konur fengu fullt mennt- unar- og embættisjafnrétti við karla og voru lögin staðfest af kon- 42

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.