19. júní


19. júní - 19.06.1980, Síða 45

19. júní - 19.06.1980, Síða 45
ungi 11. júlí 1911. Mörg eru árin liðin síðan þá, mörg orð hafa fallið og heitar um- ræður orðið um menntun, stöðu og störf kvenna í okkar ágæta þjóðfé- lagi. Breytt og jákvæð viðhorf hafa svift fordómahulu fortíðarinnar frá augum flestra. Nú á árinu 1980 hefur fyrsta íslenzka konan tekið við embætti sýslumanns, og þá hafði hún nýlega „haft náttúrleg forföll“, er hún eignaðist annað barn sitt. Hinn nýskipaði embætt- ismaður er Hjördís Björk Hákon- ardóttir, sýslumaður Stranda- manna. Blaðamaður 19. júni hringdi norður á Hólmavík á dögunum; ekki var um annað að ræða vegna fjarlægðar, en taka tæknina í sínar hendur og fara fram á viðtal við sýslumann í gegnum línur og tól. Að sjálfsögðu var fyrsta spurn- ingin um nýja starfið og hvernig það líkaði? „Mér líkar það alveg ljómandi vel,“ svaraði Hjördís, „þrátt fyrir slæma aðstöðu, sem hlýst af því að tækjabúnaður hér er lítill sem enginn, en hvað starfið sjálft varð- ar, hefur ekkert komið mér á óvart.“ — I hverju er starf sýslu- manns fólgið? „Starfið er margbrotið. Sýslu- maður fer með stjórn lögreglumála í sýslunni, og allt sem því viðkentur t. d. útgáfa öku- og byssuleyfa, jafnframt dómarastarf. Sakamálin eru mest áberandi, þar eð flest einkamál eru rekin í Reykjavík, uppboðsmál aftur fá, því fólk hér er skilvíst. í nafni embættisins er ég innheimtumaður ríkissjóðs, hef umboð fyrir sjúkrasamlag á staðn- um, sé um þinglýsingar, firma- skrár, bílaskrár og fleira mætti upp telja.“ — Þá er það spurningin um menntun og fyrri störf? „Ég lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla íslands haustið 1971, hélt þá utan og las réttar- heimspeki í Oxford og vann þar að ritgerð um fóstureyðingar. Eftir heimkomuna vann ég um skeið sem fulltrúi bæjarfógeta Kópavogs og síðar um eins árs skeið hjá bæj- arfógeta Hafnarfjarðar. Árið 1975 fór ég til starfa hjá Borgardómi Reykjavíkur, og vann þar í tvö ár, þar til ég fékk leyfi og hélt enn utan til náms, að þessu sinni til Banda- rikjanna. Þar tók ég upp þráðinn aftur með réttarheimspekina, þar sem frá var horfið í Oxford. Lauk síðan M. A prófi við Rutgers Uni- versity vorið 1979.“ — Hvers vegna sóttir þú um sýslumannsstarf í Strandasýslu? „Ég hef lengi haft áhuga á þessu starfi, tel að það verði góð reynsla, þar sem það er fjölbreytilegt. Þetta er mikil breyting frá fyrri vinnu í Borgardómi, sem var nokkuð ein- hæf. Mín skoðun er, að það sé hollara að skipta um atvinnu með vissu millibili, vegna þess að því lengur sem maður er í föstu starfi hættir viðkomandi til að sljóvgast gagn- vart viðfangsefnum — þó kostir séu einnig fyrir hendi að vera lengi í sama starfi og þjálfast betur á einu ákveðnu afmörkuðu sviði, en ég held nú samt að maður verði leiður á að vinna alltaf svipað verk og þá kemur J^að niður á viðfangs- efninu. Fyrir einstaklinginn er hollara að breyta til, þjálfa sig á fleiri sviðum, og oft, að nýtt fólk hristi upp í gamla skipulaginu, kippi í lag því sem aðrir hafa dofnað fyrir.“ — Hafa fleiri konur sótt um sýslumannsembætti, þér vitan- lega? „Ég veit aðeins til þess, að þegar ég sótti um þetta embætti var önnur kona meðal umsækjanda.“ — Hvað verður í framtíðinni? „Nú mér líður vel þessa dagana, enginn ferðahugur í mér, enda ný- komin hingað norður. Hér er fal- legt og friðsælt, sem ég borgar- barnið, kann vel að meta. Á þessari stundu kvíði ég ekki vistinni með Strandafólki. En þú gætir spurt aftur eftir tvö til þrjú ár.“ Orð þingmannsins í sölum al- Jningis forðum, að hverri konu væri ofætlun að vera sýslumaður heyra fortíðinni til — það hefur Hjördís Björk Hákonardóttir i hyggju að afsanna, fyrst kvenna á fslandi. Þórunn Gestsdóttir. Engir fordómar Framh. af bls. 39. væru karlmenn tiltölulega mun færri innan hjúkrunarfræðinga- stéttarinnar, en í nágrannalönd- unum, eins og til dæmis Noregi, SvíJ^jóð og Bretlandi. Hann kvaðst hins vegar ekki kunnugur Jwí hver launakjör Jteirra væru miðað við aðra launjtega í Jjessum löndum. Það hefur stundum verið bent á Jaað, að karlmenn sem kæmu inn í störf sem kvenmenn hefðu lengi setið einar að, væru mjög fljótlega valdir til forystu i samtökum innan viðkomandi starfsstéttar. Jón var Jtvi að lokum spurður að þvi hvort Jteir fáu karlmenn sem væru i Hjúkrunarfélagi Islands, væru J:>ar í fyrirsvari. Hann kvaðst ekki vita til þess, að neinn karlmaður væri nú í stjórn þess félags, en einhverjir heföu verið Jtað á umliðnum árum. Sjálfur kvaðst Jón taka virkan þátt í Hjúkrunarnemafélaginu. Það vildi nú svo til að stjórn félagsins væri nú mcðal annars skipuð helmingnum af þeim karlmönnum sem stunduðu nám við skólann þ. e. tveimur. Að sinum dómi væri stjórnin skipuð einstaklingum, sem hefðu sýnt áhuga á að starfa að málefnum hjúkrunarnema. Ein- staklingar væru því kjörnir í stjórnina með hliðsjón af þessu en ekki kynferði sínu. 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.