19. júní


19. júní - 19.06.1980, Síða 53

19. júní - 19.06.1980, Síða 53
þannig að ég þekkti hljómsveitar- fólkið mjög vel. Þegar ég var ráðin konsertmeistari árið 1974 heyrðist engin undrunarrödd innan hljóm- sveitarinnar, en aftur á móti varð maður var við, að ýmsum, sem stóðu utan hennar, kom þetta á óvart. Sjálfsagt hafa sumir haldið að ég væri reynslulítil stelpa, en sannleikurinn var sá, að ég hafði fengið mjög góðan undirbúning í námi, m. a. reynslu i konsertmeist- arastarfi við ágætar skólahljóm- sveitir í Bandaríkjunum. Eg gerði mér auðvitað grein fyrir því, að ég var að takast mikið ábyrgðarstarf á hendur, en viðtökurnar innan hljómsveitarinnar og sá undirbún- ingur sem ég hafði, varð hvort tveggja til þess að ég hóf störfin af mikilli bjartsýni. Skömmu áður en ég byrjaði, hitti ég mjög góðan sellóleikara úr Sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar. Hann kvaðst ekki vera í nokkrum vafa um að ég gæti valdið þessu starfi svo framarlega sem ég kynni það, sem ég væri að gera. Þessi ummæli hafa orðið mér mjög minnisstæð, og þau eiga lik- lega við um allt það, sem fólk tekur sér fyrir hendur. Ef fólk kann það sem það er að gera, er ekkert að óttast. Þá skiptir ekki máli, hvort það er ungt eða gamalt, karlkyns eða kvenkyns. Ef fólk kann það, sem það er að gera, þarf það ekki að beita brögðum við að ná athygli þeirra, sem það hefur forystu fyr- ir.“ — Nú segja sumar konur, að þeim gangi erfiðlega að stjórna karlmönnum í starfi og segja, að karlmenn viðurkenni hreinlega ekki yfirráð kvenna nema þær beiti hefðbundnum, kvenlegum vanmætti? „Þetta er ekki mín reynsla og mér mundi aldrei koma til hugar að nota einhvern vælutón gagn- vart karlmönnum i starfi, enda er ég viss um, að það hefði þveröfug áhrif. Eg verð ekki vör við neinn mismun á karlmönnum eða kven- fólki að þessu leyti og ég held að viðbrögðin fari að miklu leyti eftir þvi, hvernig maður stjórnar eða öllu heldur vinnur með hljóm- sveitinni. Gagnvart fullorðnu fólki er óþarft og leiðinlegt að sýna yfir- gang og frekju. Eg get á engan hátt sagt, að í starfi mínu með hljóm- sveitinni hafi það verið mér til trafala, að ég er kona. Á hinn bóg- inn verð ég að játa, að samstarf mitt við ýmsa aðila í yfirstjórn hljómsveitarinnar var nokkuð stormasamt fyrstu árin og er ég ekki í nokkrum vafa um að það var vegna kynferðis míns. Þá stóðu hljómsveitarmeðlimir á bak við mig eins og klettur og eru þessi mál nú gleymd og grafin vonandi. Eg hef orðið vör við, að ég og aðrar konur, sem hafa tekið að sér áber- andi störf i þjóðfélaginu, eru undir meiri smásjá en karlmenn sem gegna sambærilegum störfum, og það eru yfirleitt gerðar meiri kröfur til okkar en karlmanna út á við. Sjálfsagt stafar það af því, að til- tölulega skammt er síðan konur fóru að láta að sér kveða á ýmsum sviðum, og þessi hugsunarháttur á vonandi eftir að hverfa þegar frá líður.“ Kynhyggja? „Góðan daginn.“ Karlmaður svarar karlmanni í síma. „Þið hafið þarna lögfræðing til þjónustu við kjósendur vegna kjörskrárntála, ekki satt? Er hann viðlátinn?“ „Augnablik.“ ,Já, Ásdís heiti ég.“ „Góðan daginn, ég bað um lög- fræðinginn.“ , Já, sá er maðurinn.“ „Nú er þetta lögfræðingurinn? — má ég þá tala við einhvern karlmann þarna á skrifstofunni.“ ..Forfiðlarinn" í Sinfóníuhljómsveitinni. 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.