19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 54

19. júní - 19.06.1980, Page 54
Jóhanna Bogadóttir er fædd 1944 í Vestmannaeyjum. Hún stundaði listnám við Listaakademíurnar í Grenoble og París og framhaldsnám í grafík við Listaháskólann í Stokkhólmi. Jóhanna hefur haldið 11 einkasýningar á íslandi, einkasýningar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á fslandi og erlendis, þar á meðal mörgum alþjóðlegum grafíksýningum. Temma Bell býr á Ránargötunni ásamt eiginmanni, dóttur og tveim köttum. Hún er fædd 1945 í New York, dóttir listmálaranna Louisu Matthiasdóttur og Leland Bell. Temma stundaði í fyrstu nám í frönsku og frönskum bókmenntum við bandarískan háskóla en sneri sér síðan að listnámi eftir að hafa tekið þátt í sumarnámskeiði í listmálun hjá föður sínum og lauk hún B.F.A. prófi 1968 frá Háskólanum í Fíladel- fíu. Temma sýnir verk sín reglulega í New York þar sem hún hefur efnt til 5 einkasýninga, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.