19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 55

19. júní - 19.06.1980, Page 55
 1. RÓT II. 1978. Offset— lotógrafía. Með þessari rót sem berst við að halda velli túlkar Jó- hanna baráttu náttúrunnar á móti vélrænu þjóðfélagi sem svífst einskis þegar maðurinn og náttúran á í hlut. Rótin tekur á sig mannsmynd, því ef náttúr- unni er ógnað er einnig manninum ógnað. Þetta þarf ekki endilega að vera bölsýnismynd, rótin er sterk og þróttmikil, kannski sigr- ar hún með tímanum. 1. Sjálfsmynd með mömmu. 1972. Olíu- málverk. ,,Ég hef gaman af því að mála manneskjur, gjarnan fleiri í sömu mynd og reyna að fá fram tengsl og samspil milli þeirra innbyrðis og umhverfisins. Ég hef málað margar sjálfsmyndir, það er oft erfitt að fá fólk til að gefa sér tíma til að sitja fyrir. Sumum finnst ég sýna sjálfa mig full hörkulega og grimma í þessum sjálfsmyndum, en það er ákaflega Þreytandi að brosa lengi á móti sjálfum sér í speglinum. Hér hef ég málað okkur mömmu saman. Ég er oft spurð að því hvort það hafi háð mér í minni list að eiga foreldra sem éaeði eru listmálarar. Ég hef aldrei fundið *yrir því, þvert á móti hefur það verið mér oiikil örvun og styrkur." 2. Tómatar og eggaldin. 1974. Olíumálverk. „Ég mála allt sem vekur áhuga minn, hef gaman að því að mála stórar og flóknar uppstillingar með mörgum hlutum og glíma við að fá þessa hluti til að falla inn í sterka og samofna heild."

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.