19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 58

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 58
hverra, sem áttu hagsmuna að gæta í því að konur væru réttlausar og smáðar? Það er mín trú, að sú gamla hugmynd, að konur séu mun óæðri menn en karlar, eigi rót sína að rekja til þess, að þeir, sem völdin höfðu í hverju þjóðfélagi, kærðu sig ekkert um að launa eða viðurkenna alla þá vinnu, sem konurnar lögðu fram úti í þjóðfélaginu og inni á heimilunum. Þar sé að finna þá efnahagslegu hagsmuni, sem alltaf eru orsök að kúgandi hugmynda- fræði, sem notuð er til að halda þeim kúguðu niðri og telja þeim trú um, að það sé í raun og veru rétt og sanngjarnt, að á þeim sé níðst. Þetta beina samband milli efna- hagsástandsins í þjóðfélaginu og hagsmuna valdsmannanna annars vegar og hugmyndanna, sem beitt er til að viðhalda óbreyttu ástandi, finnst mér ekki koma nógu sterkt fram í bók Gerðar. Ef þetta efna- hagslega jarðsamband vantar, er ósköp mikil hætta á að fræðimað- urinn skoppi eins og korktappi í ölduróti hugmynda, sem eru þver- sagnakenndar og fáránlegar — en þjóna allar alveg ákveðnum til- gangi. Mér finnst þannig vanta ákveðna kjölfestu í ritgerðina og það kemur helst fram í því, að inngangs- og niðurstöðukaflarnir verða svolitið ruglingslegir og sundurlausir og mörgum spurn- ingum ósvarað að mínu mati. Sex sögur Besti hluti ritgerðarinnar og meginhluti hennar er greining Gerðar á þeim sex skáldsögum, sem hún valdi til umfjöllunar. Nú eru það í sjálfu sér engar fréttir, þó að karlremba og kvenfyrirlitning speglist í bókum, sem sprottnar eru upp úr þjóðfélagi, sem gegnsýrt er af hvoru tveggja. Hitt er mun at- hyglisverðara, hvernig þessi við- horf koma fram — meðvitað eða ómeðvitað. 1 greiningu sagnanna finnst mér Gerður oft fara á kost- um í skerpu og afskaplega skemmtilegri fundvísi. Það er til dæmis alveg hræðilegt að lesa út- tekt hennar á Sóleyjarsögu Elíasar Mar. Elías var sósíalisti og þeirrar skoðunar, að þjóðfélagið mótaði ekki aðeins fólkið, heldur bæri fólkinu að breyta því í sína þágu, svo að það mætti vel við una. Þessi sósíalismi nær þó ekki til kvenna eins og Gerður sýnir fram á — konur eru óbreytanlegar „. . . inn- antómar, viljalausar, auðsveipar, varnarlausar . . .“ o. s. frv.(117) Og þannig eiga þær að vera — öðru vísi konum lýsir höfundur af megnustu andúð. Líka finnst mér greiningin á meira og minna ómeðvituðum karlveldissjónarmiðum í verkum kvenrithöfundanna mjög merkileg lesning. Hitt er svo annað mál, að ég held ekki að við getum gert kröfu til þess að rithöfundar yfir- leitt lýsi konum sem stoltum, frjálsum, fullum af trausti á sér og kynsystrum sínum o. s. frv. Slíkar kröfur væru ekki beiðni um neitt raunsæi, vegna þess að konur eru kúgaðar og fullar af hvers konar ranghugmyndum hér í þessu þjóð- félagi. Að lýsa þeim öðru vísi væri veruleikafölsun og óskamynd og ég held að við höfum lítið við slíkt að gera. Ég held hins vegar, að við getum og eigum að gera þá kröfu til höfunda, að þeir skoði kúgun kvenna ekki sem sjálfsagðan hlut — og þaðan af síður sem æskileg- an. Við getum beðið um, að kúgun kvenna sé lýst á gagnrýninn hátt, svo að við getum betur skilið og skýrt fyrir okkur hvernig í málun- um liggur. Ritgerð Gerðar sýnir ákaflega vel hve óskaplega langt jafnvel sú krafa á í land. Dagný Kristjánsdóttir. Jónína M. Guðnadóttir. Á útmánuðum þessa árs hefur tvívegis borið hingað til lands mik- inn hvalreka fyrir íslenska bók- menntaunnendur, sem jafnframt mátti teljast gleðiefni þeim, er vilja hlut kynjanna sem jafnastan. Sá fyrri var,er Sara Lidmann kom til Reykjavíkur til að veita viðtöku bókmenntaverðlaunum Norður- landaráðs, en skömmu eftir páska var hér á ferð hinn þekkti ensk-írski rithöfundur Iris Murdoch. Hún kom hingað í boði heimspekideildar Háskóla Islands og breska sendiráðsins ásamt eiginmanni sínum John Bayley, bókmenntagagnrýnanda og pró- fessor. Iris Murdoch hóf rithöfundar- feril sinn árið 1954 með skáldsög- unni Under the Net, sem hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda, en síðan hafa komið út eftir hana um tutt- ugu skáldsögur auk nokkurra leik- rita og heimspekirita. Skáldsaga hennar The Sea, the Sea, er kom út í fyrra, hlaut meira lof en nokkur hinna fyrri, svo að sýnt þykir, að 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.