19. júní


19. júní - 19.06.1980, Side 61

19. júní - 19.06.1980, Side 61
Um afbrotið nauðgun — kandidatsritgerð í lögfræði vorið 1979 Ásdís Rafnar. inna vandamanna hennar og enn- fremur ef kvenmaður er sviptur sjálfræði sínu í þeim tilgangi að ná fram samræði. Afbrotið felst í því að hafa samfarir við kvenmann gegn hennar viljia. Það má skil- greina brotið á þann veg, að það felist í misnotkun karlmanns á líkama konu, í þeim tilgangi að fullnægja kynferðislegum vilja brotafremjanda, — einstaklingur er gerður að andlagi kynmaka brotamanns. Þetta brot er beinlínis röskun á rétti einstaklings til þess að lifa í friði fyrir árásum á líkama sinn og persónu af hálfu annarra manna — gróf líkamsáras. Brotið getur valdið tjóni á líkama þess sem fyrir því verður (ofbeldi er beitt etc.) en það sálræna tjón, sem brotið getur orsakað, sér enginn fyrir á þeirri stundu sem afbrotið er framið (brotið er á sjálfstæði nauðgunarþola, athafnafrelsi, kynfrelsi, líkama- og persónu yfir- leitt). Arásarþáttur þessa afbrots ætti að vera áherzlupunkturinn, frem- ur en að um kynferðisbrot sé þar „aðeins“ að ræða, en brotið er flokkað í kafla í hegningarlögun- um með svokölluðum skírlífisbrot- um. Islenzka nauðgunarákvæðið er kynbundið (kona er beitt nauðgun af hálfu karlmanns) en Norðmenn og fl. ríki orða nauðgunarákvæðið ókynbundið. B.t.v. væri eðlilegast að orða nauðgunarafbrotið í ákvæði um líkamsárásir, — í ritgerðinni reyni ég að rökstyðja þessa skoðun, að i i'aun sé um gróft líkamsárásarbrot að ræða og að meðferð þessara niála megi í það minnsta ekki verða síðri en líkamsmeiðinga- málabrot á 217. og 218. gr. alm. hgl. en samanburður þar á er meðferð nauðgunarmála í óhag. íslenzkir dómstólar ganga óeðli- lega langt, áður en þeir dæma fyrir fullframið nauðgunarbrot og þeg- ar þeir dómar, sem dæmdir hafa verið hér á landi frá 1940 í nauðgunarmálum eru skoðaðir, vaknar sú spurning hvort ekki séu gerðar ítrustu kröfur um sönnun áður en 194.gr. alm. hgl. verður beitt. Um málmeðferð og sönnunaraðstöðuna i nauðgunarmálum skrifa ég nokk- uð langt mál, en það er sérstakt hvað þessi mál varðar, hversu náið er farið ofan í málefni brotaþola, — getur það verið að áhrifa gæti enn frá hegningarlögum frá 1869, en skv. þeim var gerður greinar- munur á réttarstöðu þolenda nauðgunar eftir því hvort viðkom- andi brotaþoli hafði á sér óorð eða ekki. Siðræn viðhorf koma inn i myndina og menn virðast i raun hafa fyrirfram hugmyndir um hverjir geti verið nauðgarar og hverjir geta orðið fyrir þessu broti. Er hægt að sjá fyrir um slíkt? Nauðgunarkæra er alvarleg fyrir þann sem kærður er, sönnun er oft erfið i þessum málum og vitni eru sjaldan að atburðum. Akveðnir jDættir eru taldir styðja kæru konu um nauðgun hvað sönnun varðar og ákveðin atriði eru talin vera henni í óhag, — t.d. hvernig eru föt hennar leikin við kæru verknaðar og hvort hún hafi verið lengi sam- vistum við kærða áður en ætlað brot var frarnið Læknisrannsókn- ir, myndatökur, sálræn aðstoð — um þessi og fleiri atriði ættu að gilda sérstakar reglur. Um refsimatið í nauðgunarmál- um á íslandi sem öðrum löndum væri áhugavert að gera sérstaka könnun, — hér má geta einnar niðurstöðu, sem ekki er einsdæmi hér á landi. í undirrétti var kveðinn upp skilorðsbundinn dómur fyrir fullframda nauðgun en Hæstiréttur dæmdi brotamann í tveggja ára óskilorðsbundið fang- elsi. Ekki er öllum málum áfrýjað til Hæstaréttar. En hagsmuna brotaþola verður að gæta, máls- meðferðin má ekki vera síðri en meðferð líkamsmeiðingamála og refsimat í nauðgunarmálum má ekki vera annað en í líkams- meiðingamálum. Aðstæður við brotið geta verið mismunandi, en verða karlmenn afsakaðir með því, að þeir „hafi ekki getað hamið sig“ eftir að eitthvað ákveðið „tilefni“ að þeirra „eigin mati“ hefur verið gefið af konu í heimahúsi? I einum dómi hér á landi þótti það m.a. hafa áhrif á sönnunaraðstöðu konu að hún hafði verið í einrúmi í við- ræðum við karlmann í tvo klukku- tíma áður en hann gerði tilraun til þess að nauðga henni. Bótareglur eru ein tegund re'ttar- vörzlu. Þær verka bæði til varnaðar og til þess að bæta tjónþola tjón sitt, þ.e. veita honum ákveðna uppreist. Erfitt er að meta þau sér- stöku réttargæði til fjár sem raskað er með afbrotinu nauðgun, ef brotaþoli ber ekki sjáanlegar líkamlegar ákomur eða verður t.d. fyrir atvinnumissi vegna afleiðinga brotsins (andlegt áfall). Sálrænt tjón, varanlegt andlegt áfall eða skammvinn geðshræring, niður- læging o.s.frv. Erfitt er að meta andlegar þjáningar sem þessar til fjár, en í Köbenhavns Byret var í apríllok s.l. kveðinn upp dómur í Framh. á bls. 61. 59

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.