19. júní - 19.06.1980, Síða 71
lögin út um landið. Er það von
stjórnar að landsfundurinn verði
fjölmennur og árangursríkur.
Ráðstefna með konum í sveitar-
stjórnum verður haldin í beinu
framhaldi af landsfundi, 25. 26.
október og gefst landsfundarfull-
trúum kostur á að taka þátt í
henni.
I stjórn Kvenréttindafélagsins
eiga nú sæti eftirtaldir félagsmenn:
Sólveig Ólafsdóttir, formaður.
Berglind Asgeirsdóttir, varafor-
maður, Esther Guðmundsdóttir,
Guðrún Sigr. Vilhjálmsdóttir,
Jónína M. Guðnadóttir og vara-
menn eru Ásthildur Ketilsdóttir,
Gestur Ólafsson og Júlíana Signý
Gunnarsdóttir. Auk þess eiga sæti í
stjórninni kosnar á Landsfundi til
fjögurra ára: Brynhildur
Kjartansdóttir, Gerður Steinþórs-
dóttir, Guðrún Gísladóttir og
Kristín Guðmundsdóttir auk
varamanna.
Maí 1980, S.Ó.
Svava
Framh. af bls. 17.
margvíslegustu málum, ekki ein-
göngu sínum eigin heldur annarra,
og svo auðvitað ríkisstjórnarfrum-
vörpum. Þingmaður kemst því
ekki hjá því að afla sér margvís-
legrar þekkingar.
4. — Óhjákvæmilega fannst mér
stundum að ég sæti ekki þarna sem
einstaklingur, heldur sem fulltrúi
„kvenþjóðarinnar“ í landinu. Þessi
hugsunarháttur gerir það að
verkum að það kemur í hlut
kvenna að vinna að svokölluðum
„kvennamálum“ eða svo að ég noti
orðalag Vilborgar Harðardóttur:
„málum sem karlmenn vanrækja“.
Hins vegar vil ég taka skýrt fram
að ég hef aldrei fyllst leiða eða
minnimáttarkennd yfir að eiga
frumkvæði að eða vinna að svo-
kölluðum „kvennamálum“. Eg hef
orðið vör við að sumar ungar konur
nú til dags vilja ekki heyra minnst
á orðið „kvenfrelsi“ og vilja helst
trúa því að ein þjóð búi í þessu
landi. Slíkur hugsunarháttur er ef
til vill eðlilegur meðan félagslega
vitund skortir. Hinir kúguðu vilja
jú samsama sig herraþjóðinni, en
það kemur að því að hinir kúguðu
reka sig á vegg og uppgötva að
tvær þjóðir búa í þessu landi,
karlar og konur. Þá kemur í ljós að
það hefnir sin að hafa ekki háð
samfellda kvenfrelsisbaráttu.
5. — Eg vildi óska að ég gæti
svarað þessari spurningu hiklaust
játandi, því með starfi mínu að
svokölluðum kvennamálum á
þingi, hef ég þóst vera að greiða
leiðina fyrir fleiri konur til starfa.
En því miður er enn litið svo á að
kona eigi að koma í staðinn fyrir
konu, en að fjölga þeim, nei, guð
hjálpi mér!
Þó held ég að flestar konur séu
áræðnari og öruggari nú en fyrir
10—15 árum og óhræddari við að
berjast fyrir sjálfar sig.
6. — Hugsanlega með breyttum
kosningalögum t.d. persónu-
bundnari, skyldu stjórnmálaflokka
til að bjóða konur fram og svo síð-
ast en ekki síst, auðvitað með því
að kjósa þær sem í framboði eru.
Frá Kvenréttindafélagi Islands
Dagana 30. 8. — 2. 9. sl. var haldinn í Kaup-
mannahöfn fundur Sambands norrænna kvenrétt-
indafélaga (NKS). Slíkir fundir eru haldnir á 3ja ára
fresti til skiptis á Norðurlöndunum. Fulltrúar að
þessu sinni voru frá Finnlandi, Sviþjóð, Noregi,
Danmörku, Færeyjum, Islandi og Grænlandi.
Aðalumræðuefni fundarins var: „Hlutdeild
kvenna í stjórnun þjóðfélagsins." Flutt voru erindi
og af ræðumönnum má t. d. nefna Ritt Bjerregaard
fyrrverandi menntamálaráðherra, Bente Hansen
rithöfund og Else Marie Kjerkegaard fram-
kvæmdastjóra Jafnréttisráðs, sem allar eru frá Dan-
mörku. Voru málin síðan rædd í starfshópum og
almennum umræðum. I lok fundarins var samþykkt
svohljóðandi ályktun:
„Norrænu kvenréttindafélögin telja það vaxandi
ógnun við frelsi og lýðræði hversu ójafn hlutur karla
og kvenna er við ákvarðanatöku alls staðar á Norð-
urlöndum.
Ekki verður lengur þolað, að karlar einir taki allar
mikilvægar ákvarðanir í þjóðfélaginu, heldur skulu
þær teknar jafnt af konum sem körlum.“
Vegna kosninga, sem nú fara í hönd hér á landi,
þykir stjórn KRFÍ sérstök ástæða til að koma á
framfæri upplýsingum um hlut kvenna á þjóðþing-
um og i ríkisstjórnum á Norðurlöndum:
Land Þjóðþing Ríkisstjórn
Svíþjóð 26.4% 25.0%
Finnland 26.0% 11.8%
Noregur 23.9% 12.5%
Danniörk 17.1% 14.3%
Færeyjar 6.2% 0.0%
Island 5.0% 0.0%
Ofangreindar tölur sýna hve hlutur kvenna á Al-
þingi Islendinga er smánarlega 1 till miðað við hin
Norðurlöndin.
KRFl skorar á kjósendur og stjórnmálaflokka að
velja konur i örugg sæti á framboðslistana í komandi
kosningum.
Stjórn Kvenréttindafélags íslands.
69