19. júní - 19.06.2000, Síða 5
Feður í fæðingarorlof
Eitt af stóru skrefunum
Þingheimur samþykkti ein-
róma ný lög um fæðingaror-
lof rétt fyrir þinglok í vor.
Ingólfur V. Gíslason telur
róttækar breytingar í lögun-
um fela í sér eitt stærsta
skrefið sem stigið hafi verið í
þá átt að jafna stöðu og
möguleika kynjanna á íslandi.
Nýju lögin eigi eftir að skila
sér með afgerandi jákvæðum
hætti til foreldra, barna og
þar með samfélagsins í heild.
Alþingi hefur samþykkt ný lög
sem fela í sér róttækar breytingar
á fæðingarorlofi auk þess að
kynna til sögunnar nýtt fyrirbæri
á Islandi, foreldraorlof. Akaflega
margt er þar fært til betri vegar
en meginþættir þessara laga
munu flestum kunnir:
Orlofið er lengt (í áföngum) úr
sex mánuðum í níu.Tekin er upp
ákveðin binding við einstaklinga
þannig að þrír mánuðir eru
bundnir föður; þrír móður og
þremur geta foreldrar skipt að
vild. Bundnu mánuðirnir eru ekki
millifæranlegir nema í algerum
undantekningartilfellum.Tekinn er
upp sveigjanleiki við töku orlofs-
ins þannig að þessum níu mán-
uðum má dreifa á 18 mánuði.
Þátttakendum á vinnumarkaðin-
um eru tryggðar greiðslur sem
nema 80% af meðallaunum 12
mánaða tímabils sem lýkur
tveimur mánuðum áður en
orlofstaka byrjar Akveðið gólf er
á greiðslum en ekkert þak. Þeir
sem eru utan vinnumarkaðar
eða vinna minna en 25% af fullri
vinnu fá ákveðnar bætun Stofn-
aður er sérstakur fæðingarorlofs-
sjóður sem fær tekjur sínar með
ákveðnum hluta tryggingagjalds
atvinnurekenda. Auk fæðingaror-
lofsins hafa foreldrar, hvort um
sig, rétt til þriggja mánaða for-
eldraorlofs sem taka má þar til
barnið hefur náð átta ára aldri.
Enn eru þessir mánuðir án bóta.
Að mínu viti er hér um að
ræða eitt stærsta skref sem stigið
hefur verið í þá átt að jafna stöðu
og möguleika kynjanna á íslandi.
Má líkja þessu við afnám kyn-
bundinna launataxta og raunar
hafa sumir viljað ganga lengra og
jafna þessu við kosningarétt
kvenna. Ljóst virðist að þingheim-
ur hafi einnig verið þeirrar skoð-
unar að hér væri um mikið og
gott mál að ræða, því enginn vildi
þar vera á móti.
Mæður annars flokks vinnu-
afl
Á síðustu áratugum 20. aldar hafa
meginvandamálin varðandi jafn-
rétti kynjanna verið þrjú: Kyn-
bundinn launamunur kynjaskiptur
vinnumarkaður og staða karla
gagnvart heimili og börnum. Lykil-
þáttur lausnar allra þessara atriða
felst í fæðingarorlofinu. Við skul-
um taka kynbundinn launamun
sem dæmi. Þegar við ræðum
orsakir kynbundins launamunar
og hugsanlegar lausnir þá held ég
að það sé skynsamlegt að hlusta
á þá sem ráða þessu, þá sem
greiða launin, þá sem úthluta
sporslunum. Hvernig meta þeir
karla og konur; hvaða lóð eru á
vogarskálunum?
Árið 1995 gaf Skrifstofa jafn-
réttismála út ritið Launamyndun
og kynbundinn launamunur þar
sem í fýrsta sinn hérlendis var
farið yfir þá þætti sem ákvörð-
uðu laun og kynjabreytan ein-
angruð.Tvær tilvitnanir:
,,Kona, sem sér um ráðningar í
einkafyrirtæki, staðhæfði að karl-
ar og konur ættu alveg jafna
möguleika á starfsframa innan
fýrirtækisins en sagði jafnframt
að auðvitað væri mjög slæmt
fyrir konur að detta út af vinnu-
markaði í 6-8 mánuði. Því ýtti
hún til hliðar umsóknum kvenna
með smábörn." [Bls. 59]
„Enginn stjórnandi taldi það
hafa neikvæð áhrif á möguleika
karlmanns til starfsframa að eiga
börn yngri en 6 ára. 27% þessara
sömu stjómenda taldi hins vegar
að það hefði neikvæð áhrif á
starfsframa kvenna. Hér breytti
engu um svör hvort stjórnend-
urnir sjálfir voru karlar eða
konur" [Bls. 75]
Eða með öðrum orðum og
það sem kemur skýrt fram í
þessari athugun og öðrum sem
ég þekki til hérlendra og
erlendra er þetta viðhorf stjórn-
enda og atvinnurekenda; konur
eru annars flokks vinnuafl. Og
ástæðan fyrir því að þær eru
annars flokks vinnuafl er að það
eru þær sem eru ábyrgar fyrir
börnunum. Það eru þær sem eru
heima í fæðingarorlofi, það eru
þær sem eru heima þegar börn-
in eru veik, það eru þær sem fara
í foreldraviðtölin, það eru þær
sem fara með börnin í læknis-
skoðun, píanótímana og ballett-
inn. Konur eru annars flokks
vinnuafl af því að annað en vinn-
an er í fýrsta sæti.
Grafið undan feðrum
Hvað gerist með vinnutíma karla
og kvenna þegar þau eignast sitt
fyrsta barn? Samkvæmt vinnu-
markaðskönnunum Hagstofunn-
ar gerist það að konurnar minnka
vinnu sína um sex stundir á viku,
karlarnir auka hana um átta
stundir á viku. Auðvitað hefur
þetta áhrif á atvinnurekendur og
stjórnendur og að sjálfsögðu
hefur þetta feikileg áhrif á tengsl
karla við heimilið og börnin.
Ekki er svo sem að undra þótt
karlar og konur séu í þeirri stöðu
að konan sjái fyrst og fremst um
heimili og börn en karlinn sé
vinnudýr Alls staðar í samfélaginu
finnur maður tilhneigingu til að
grafa undan feðrum sem fullgóð-
um foreldrum og ýta undir
mæðrahyggj'una. Á baksíðu
Morgunblaðsins 17. október síð-
astliðinn var verið að fjalla um
mannekluna á leikskólum í
Reykjavík. Þar birtist mynd af
tveimur feðrum sem voru að
sækja börnin sín. Og myndatext-
inn var: „Foreldrar sumra barna á
Ægisborg þurftu í gær að sækja
börn sín fyrr en venjulega og feð-
urnir bera sig fagmannlega að við
að klæða börnin í útifötin." Það
eru meiri tíðindin að feður geti
klætt börnin sín! Auðvitað eru
þessir karlar búnir að gera það í
tugi eða hundruð skipta. En samt
telst það til tíðinda að þeir beri
sig almennilega að við klæðnað-
inn. Og einu skiptin sem Morgun-
blaðið telur sér heimilt að víkja
frá þeirri reglu að í atvinnu-
auglýsingum sé ekki sérstaklega
óskað eftir öðru kyninu, er þegar
auglýst er eftir manneskju til að
sinna börnum. Þá er í lagi að skýrt
komi fram að óskað sé eftir konu.
Umtalsverð áhrif virkra feðra
Þetta er þeim mun undarlegra
þegar haft er í huga að rannsókn-
ir sýna aftur og aftur það sem
menn auðveldlega sjá í umhverfi
sínu. Feður eru engu síðri for-
eldrar en mæður Nýlega var gef-
inn út í þriðja sinn mikill doðrant-
ur um hlutverk föðurins í þroska
barnsins (Michael Lamb (ritstj.):
The Role of the Father in Child
Development). Þegar þar eru
dregnar saman í inngangi niður-
stöður samanburðar á börnum
þar sem feður eru í hefðbundnu
aðstoðarmannshlutverki og
síðan þar sem feður eru mjög
virkir þátttakendur í umönnun og
uppeldi er niðurstaðan þessi:
„Börn virkra feðra sýna aukna
vitsmunalega hæfileika, aukna
samkennd með öðrum, eru síður ►
5