19. júní


19. júní - 19.06.2000, Page 6

19. júní - 19.06.2000, Page 6
bundin af hefðbundnum kyn- ímyndum og eru í mun betra innra jafnvægi." Tilhneigingin til að gera Irtið úr uppeldis- og umönnunarhæfileik- um karla gegnsýrir þjóðarsálina. Þegar Gallup kannaði það alþjóðlega fyrir nokkrum árum hvaða eiginleika fólk teldi hæfa kynjunum, þá komu Islendingar þjóða best út hvað það varðar að líta svo á að eiginleikar væru ekki kynbundnir heldur einstak- lingsbundnir Þeir eiginleikar sem erlendis voru tengdír karl- mennsku t.d. voru hér taldir kyn- hlutlausir En það voru þrír eigin- leikar sem skáru sig úr hvað það varðar að meira en helmingur svarenda taldi þá hæfa öðru kyn- inu frekar en hinu. Eiginleikarnir voru þolinmæði, tilfinningasemi og umhyggjusemi. Og það var alveg klárt í hugum Islendinga að þetta eru fyrst og fremst kvenlegir eiginleikar. Umhyggjusemi hæfir ekki körlum. Samfara stórsókn kvenna inn á vinnumarkaðinn, í menntun, í stjórnmál og félagslíf hafa þeir eiginleikar sem áður voru bundn- ir körlum (metnaðargirni t.d.) orðið kynhlutlausir Efnislegar for- sendur þess að líta svo á að körl- um væri metnaðargirnin eðlis- lægari en konum voru brostnar Menn sáu metnaðargjarnar konur og þær hættu ekkert að vera konur En alls staðar þar sem tilfinningasemin býr þar sem þol- inmæðin og umhyggjusemin ríkja, þar eru konur en ekki karlar Karlar eru ekki heima í fæðing- arorlofi. Þeir eru ekki vinnandi á leikskólunum, þeim fækkar í hópi kennara og þeim fækkar í hópi þeirra sem læra hjúkrunarfræði í Háskólanum, svo dæmi séu tekin. Þess vegna hef ég ákaflega litla trú á að hér verði einhverju breytt með tilvísunum til gamal- dags viðhorfa og nauðsynjar við- horfsbreytinga. Það er að vísu alveg rétt að gömul viðhorf og gamlar hugmyndir geta lifað lengi eftir að efnislegar forsendur þeirra og uppsprettur eru gjör- breyttar Þannig er það bara ekki í þessu tilfelli. Þetta er bara alveg rétt hjá atvinnurekendum og stjórnendum, konur eru óörugg- ari starfskraftur Hér má til dæmis nefna að í Lífskjarakönnun 1988 kom fram að 226 konur en aðeins 3 karlar sögðu starfshlé hafa orðið vegna umönnunar eða uppeldis eigin barna, ríflega 50% kvenna sem áttu barn yngra en 12 ára tóku sér frí þegar barnið veiktist en vel innan við 10% karla, (um 26% skiptast á) og loks má nefna að þeir sem sögðust vilja vinna leng- ur en þeir gerðu voru spurðir um ástæðu þess að þeir gerðu það ekki. 22% kvenna sögðu það vera vegna barna, 2,4% karla nefndu þá ástæðu. Svo lengi sem atvinnurekendur geta með réttu litið svo á að kona sé óöruggari starfskraftur en karl munum við búa við kyn- bundinn launamun. Eina leiðin út er að breyta þessum efnislegu forsendum. Tvær leiðir voru hugsanlegar að því markmiði. Annars vegar sú leið sem konurtil dæmis íaustur- hluta Þýskalands hafa unnvörp- um „valið" til þess að fá vinnu. Þær láta taka sig úr sambandi og sýna væntanlegum atvinnurek- endum vottorð um að þær geti ekki átt börn. I sumum hlutum Austur-Þýskalands er það um þriðjungur kvenna á aldrinum 20-30 ára sem til þessa ráðs hefur gripið. Þetta hefði alveg getað gerst hérlendis. En til allrar hamingju fórum við aðra leið, þá leið að auka og bæta tengsl karla við börn og heimili með nýjum lögum um fæðingar- og foreldr- aorlof. Meðal þess sem með því vinnst er: 1) Börnin verða nánari tveimur einstaklingum sem eykur traust þeirra og sjálfsöryggi 2) Feðurkynnast nýjum hliðum á sjálfum sér og breikka mögu- leika sína 3) Kynin kynnast betur aðstæð- um hvors annars 4) Karlar verða jafn óöruggt vinnuafl og konur Karlar nýta fæöingarorlof En auðvitað vaknar spumingin hvort þetta muni í raun verða svo jákvætt. Munu karlar í alvöru nýta sér möguleika sína og mun þetta hafa þau áhrif að staða kynjanna á vinnumarkaði og á heimilum jafnist? Eg held það. Ef sérstaklega er tekið upp hvort karlar muni nýta sér möguleikann, þá held ég að það sé ekki vafamál að þeir muni gera það. Fyrir þrem árum kannaði Gallup fyrir tíma- ritið Heimsmynd hver væri afstaða karla til þess að taka þriggja mánaða fæðingarorlof sem ekki skerti möguleika móður 87,5% karlanna sögðust myndu nýta sér það að hluta eða öllu leyti. Norðmenn tóku upp sérstak- an feðramánuð árið 1993. Tveimur árum síðar var reynsla þeirra þessi: 1) 78% þeirra sem höfðu rétt til töku orlofsins nýttu sér það. Tveimur árum fyrir setningu laga um feðramánuð nýttu 2% norskra feðra sér ein- hvern hluta sameiginlegs orlofs, 2) Svo til allir feður eru ánægðir með þessa reynslu og sama gildir um maka þeirra og vini. 3) Svo til enginn karl lítur á þetta sem þvingun, 97% þeirra sem nýttu sér möguleikann sögðu mikilvæga ástæðu fyrir því vera þá að þeir vildu sjálfir vera heima. 4) Fleiri og fleiri feður nýta sér einhvern hluta þess orlofs sem má skipta milli foreldra. Árið 1987 nýttu 3,6% feðra sér einhvern hluta sameigin- legs orlofs. Árið 1997 var hlutfall þeirra komið í 12,7%. 5) Helmingur þeirra sem nýtt hafa sér feðramánuðinn segj- ast stefna að því að taka jafn langan tíma næst en 47% stefna að því að taka lengri tíma. 6) Þeir sem hafa nýtt sér pabba- mánuðinn eru virkari við heimilisstörfin en þeir sem ekki hafa gert það. Raunar er það þannig að allar athuganir sem ég þekki til á reynslu, viðhorfum og hegðun karla sem af einhverjum ástæð- um hafa verið virkir við uppeldi og umönnun eigin barna benda í sömu átt. Þeim Ifkar þetta vel og vilja halda áfram. Hér má til dæmis nefna athug- anir Hollendingsins Vincent Duindams á feðrum sem höfðu minnkað verulega vinnu sína eftir fæðinguna til að geta verið virkir þátttakendur Þegar hann sneri aftur til þeirra fimm árum síðar kom í Ijós að enn voru langflest- ir þeirra í sömu stöðu, þeir unnu minna en kynbræður þeirra flestir til að geta verið meira með börnum sínum. Styrkir fjölskyldubönd I allri þeirri umræðu sem verið hefur um áfengis- og eiturlyfja- neyslu unglinga, afbrot þeirra og óheppilega hegðun, hafa þeir sem rannsakað hafa málin aftur og aftur bent á að mikilvægasti þátt- urinn til að koma í veg fýrir að unglingar lendi á glapstigum sé að fjölskylduböndin séu traust. Eg held að það séu allar ástæður til að halda að nýju lögin um fæð- ingar- og foreldraorlof muni mjög styrkja þau bönd. Bæði munu þau Ijóslega auka og efla tengsl karla við börn og heimili og þau munu að öllum Ii1<indum einnig bæta tengsl og samskipti foreldranna. Ein ástæðan er sú að kona með eiginmann sem tekur fullan þátt er einfaldlega ánægðari en sú sem býr við það að álitið sé eðli- legt og sjálfsagt að hún taki megnið af heimilisstörfunum. Konur munu líka deila þeirri reynslu með körlum að vera ekki fyrst til að sjá alla merkisatburði í lífi barnsins, þegar farið er að brosa, skríða, ganga og svo fram- vegis. Þær munu lika upplifa það (stundum) að vera foreldri númer tvö þegar þarf að hjálpa og hugga. Og karlar munu raun- verulega átta sig á að heimilis- og umhyggjustörf eru tímafrek og oft á tíðum bæði erfið og leiðin- leg. En það þarf samt að vinna verkin. Þannig mun þetta hafa í för með sér aukinn skilning kynj- anna á aðstæðum hvors annars. Og auknum skilningi fylgir aukin samkennd. Ég held að það hafi verulega birt yfir íslensku samfélagi þegar þessi lög voru samþykkt. ■ 6

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.