19. júní


19. júní - 19.06.2000, Page 7

19. júní - 19.06.2000, Page 7
ÞórólfurJónsson, lögfræðingur, telur að lögin feli í sér risaskref íjafnréttisbaráttunni. Karlar fúsir til að jafna stöðu kynjanna Þórólfur Jónsson lögfræðing- ur er nýorðinn faðir fyrsta sinni. Þau Brynhildur Ólafs- dóttir fréttamaður eignuðust dóttur 16. apríl síðastliðinn; hann nýtur því reyndar ekki góðs af nýju lögunum um fæðingarorlof að þessu sinni, þar sem þau hafa enn ekki tekið gildi. Þórólfur sagði Skapta Hallgrímssyni að sér litist afskaplega vel á lögin. ,,Eg horfi glaður til framtíðar; ef sagan endurtekur sig hjá okkur;'' segir Þórólfur þegar Skapti leit við í lok maf. Þórólfur tók sér frí úr vinnu í tvær vikur eftir að dóttirin fæddist. Segist reyndar fúslega geta viðurkennt að hann hefði viljað taka sér ívið lengra frí, en ekki hefði verið möguleiki á því að þessu sinni. „En þetta var tími sem ég hefði alls ekki viljað missa af. Eg held hreinlega að fátt sé eins mikilvægt í uppeldinu og að fá að vera með barninu fyrstu vikurnar og mánuðina; ég held það sé afar brýnt að feðun alveg eins og mæður, fái tækifæri til þess." Það er ótrúlega stutt síðan algengt var, og sjálfsagt þótti, að feður kæmu mjög lítið nálægt upp- eldi barna sinna, að minnsta kosti framan af. Er hugarfar þinnar kyn- slóðar ekki allt annað? „Maður þekkir auðvitað hvernig þetta var áður fyrr; til dæmís þegar ég var sjálfur að alast upp. Það má segja að þá hafi þótt mjög eðlilegt að konur bæru hitann og þungann af þessu öllu saman. Eg finn að þetta er töluvert öðruvísi núna vegna þess að feður eru í meira mæli farnir að áskilja sér rétt til þess að vera með í uppeldinu af fullum krafti. Það kann að vera að hér áður fyrr hafi mönnum þótt eitt- hvað verra að þurfa að grípa í ryksuguna eða moppuna - fund- ist það kvenmannsstörf- en það er breytt, og ef sömu lögmál hafa gilt um barnauppeldi, þá eru þau líka breytt." Þórólfur telur karl- menn almennt nefnilega hafa mikinn áhuga á að sinna uppeldi barna sinna. „Það vill stundum verða þannig með jafnrétti að manni finnst konur eiga þar undir högg að sækja og verði að sækja rétt sinn með einhverjum að- gerðum. En hvað uppeldi barna varðar held ég að karlar séu mjög viljugir og fúsir til þess að jafna stöðu kynjanna." Er það ekki einmitt jafnréttismál þeim til handa - að þeir fái tæki- færi til að taka miklu meiri þátt I uppeldi barnanna en áður? „Jú, ég Ift þannig á málin að hér sé fyrst og fremst um að ræða rétt karlmanna, sem þeir hafa farið á mis við hingað til." Þannig að þú telur að þessi nýju lög falli almennt í góðan jarðveg hjá þínum aldurshópi?Að fólk telji svona nokkuð nauðsynlegt og sjálfsagt? „Já, og í sjálfu sér held ég að þetta sé í grunninn mjög jákvætt. Fyrir fólk sem er í sambandi er verið að lengja þann heildartíma sem hægt er að verja með barn- ► 7

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.