19. júní - 19.06.2000, Page 8
inu - og þar af gæti faðirinn
verið í frfi í sex mánuði. Honum
eru að minnsta kosti skammtað-
ir þrfr Það má segja að óheppi-
legt sé að njörva þetta svona
niður; fólk hefur sett fram
ákveðna gagnrýni þess efnis að
þetta sé ekki endilega ísamræmi
við hagsmuni barnsins en ég
held að þau rök séu ofmetin.
Það má segja að rökréttast væri
að fólk hefði fullt val; það ætti
auðvitað að treysta fólki til að
velja þá leíð sem því hentar en
reynslan sýnir að það gengur
ekki nógu vel. Það er hálf öfug-
snúið og leiðinlegt að það þurfi
hálfpartinn að þvinga jafnréttinu
upp á fólk, en ég hef trú á að
þetta verði mikið framfaraspor
og eigi eftir að styrkja fjölskyld-
urnar í landinu. Með þessu - og
það má segja þessu kerfi til varn-
ar - er verið að senda þau skila-
boð inn í þjóðfélagið að vinnu-
veitendur sem ráða karlmenn
mega ganga út frá því að ef sá
karlmaður eignast barn muni
þeír missa hann tímabundið úr
vinnu rétt eins og konur. Þessi
skilaboð held ég einmitt að séu
risaskref í jafnréttisbaráttunni."
Líka fyrir konuna, ekki satt?
„Algjörlega. Ég held að það
verði gríðarlegur ávinningur af
þessu fyrir konur á vinnumark-
aði; að þær muni standa nánast
jafnfætis körlum að þessu leyti
og vinnuveitendur geti því hrist
af sér þessa hræðslu um að
konur séu verri starfskraftur
vegna þessa. Það verður ekki
síður ástæða til að „hræðast"
það að ráða karla."
Talandi um tíðarandann eins og
hann var: það er líka ótrúlega stutt
síðan feður fór að vera viðstaddir
fæðinguna. Eg þykist viss um að þú
hefðir ekki viljað missa af henni.
,,Nei, það er alveg Ijóst. Maður
hefur auðvitað heyrt sögur af því
að feðurnir voru heima meðan
konan var að fæða og fengu svo
fréttirnar í gegnum síma. Þá var
farið á fæðingardeildina, og jafn-
vel ekki alltaf strax. Ég er nýbúinn
að heyra af manni sem sá konu
sína og barn ekki fyrr en viku
eftir fæðingu! Þetta var úti á
landi, konan þurfti að fara í
annað byggðarlag til að fæða og
hann sá ekki barnið fyrr en hann
fór til að sækja það og konuna!
Hjá þeim sem ég þekki er það
regla að feður séu viðstaddir
fæðingar Þeir telja það ekki bara
rétt, heldur sjálfsagt og eðlilegt.
Og ég verð að segja fyrir mig að
fæðing dóttur minnar er magn-
aðasta stund sem ég hef upplif-
að. Þess vegna finnst mér skelfi-
legt að hugsa til þess að menn
fari á mis við þetta og að suma
skuli jafnvel ekki langa til þess að
vera viðstaddir Svo held ég líka
að konum hljóti að vera stuðn-
ingur í því að hafa manninn hjá
sér. Hjá okkur var það að
minnsta kosti þannig; þó gleðin
væri mikil og stundin stór var
þetta náttúrlega gríðarlega erfitt
og reyndi mikið á, og ég held að
samvinnan sem við stóðum í þar
hafi lagt mjög góðan grunn að
þeim dögum og vikum sem
fylgdu í kjölfarið. Ég held að það
sé mjög mikilvægt upp á fram-
haldið að faðir og móðir séu
samstiga og samstillt í uppeldinu
í byrjun. Að þetta verði ekki eins
manns verkefni; að fólk geti stað-
ið i' þessu saman og deilt bæði
því jákvæða og neikvæða sem
kann að koma upp; ég held að
það styrki mjög sambandið."
Og þá er hægt að hugsa lengra
til baka í þessu sambandi; að
menn taki í raun þátt í með-
göngunni líka, ekki satt?
„Jú, það er alveg rétt. Við
vorum svo lánsöm að ég gat
farið til Ijósmóðurinnar og við
sóttum námskeið saman. Og
þótt það dæmist á konuna að
ganga með barnið - sem við
breytum hvorki með lögum né
öðru - þá var þetta að öðru
leyti mjög sameiginleg reynsla."
Hlutir sem þykja sjálfsagðir í dag
voru það ekki áður, eins og dæmin
sanna. Heldurðu að þróunin verði
sú að þessi lög verði jafnvel óþörf í
framtíðinni, að því leyti að það þyki
svo sjálfsagt að faðirinn sé heima
hjá barninu í nokkra mánuði að
hægt verði að fella lögin úr gildi?
„Segja má að lögin þurfi að
vera til staðar varðandi réttindin
sjálf en ég sé það alveg fyrir mér
að þær aðstæður kunni að skap-
ast í framhaldinu að það verði
sjálfsagður hlutur að feðurnir séu
heima. Og mér finnst líklegt að
það verði engin rök lengur fyrir
því að hafa þessar skyldur"
Að það þyki jafn sjálfsagt að
faðirinn verði heima, til dæmis í þrjá
mánuði, og að hann skipti um
bleyju á barninu?
„Já. Ég get ímyndað mér að
einhverjum vinnuveitendum finn-
ist það einkennilegt að karlmað-
urinn ætli að fara úr vinnu í þrjá
mánuði af því að hann var að
eignast barn, en með þessum
lögum breytist það. Allir verða að
gera sér grein fyrir því að karl-
menn muni taka þátt í þessu ferli
líka. Það hættir að koma fólki á
óvart og vonandi verða það bara
ákveðin skilaboð til karla að þeir
taki enn meiri þátt í uppeldinu;
ekki bara strax eftir fæðinguna
heldur líka þegar fram í sækir"
Þórólfur telur það ákveðinn
galla á lögunum að réttur ein-
stæðra foreldra sé að vissu leyti
fyrir borð borinn. „Þessu hefur
verið haldið fram og taka má
undir að það er ekki nógu gott.
Einstæðir foreldrar fá áfram sex
mánaða fæðingarorlof, ekki níu
eins og aðrir, og ástæðan er sú,
skilst mér, að óttast hafi verið að
fólk gæti farið framhjá kerfinu: að
fólk gæti skráð sig úr sambúð,
konan fengi níu mánaða orlof og
karlinn gæti haldið áfram að
vinna.
Ég tel samt að ríkisvaldið eigi
að hafa traust á þegnunum og
svona rök falli um sjálf sig. Það er
ákveðinn galli á lögunum, að
réttur einstæðra foreldra sé ekki
tryggður betun og ég treysti því
að þessu verði kippt í liðinn.Til-
gangur laganna er að miklu leyti
að auka jafnrétti og því sorglegt
ef misrétti eykst að þessu leyti í
leiðinni. Einstæðir foreldrar eiga
að fá að njóta þessa til jafns við
aðra." ■
Hinir nýbökuðu foreldrar, Þórólfur og 8rynhildur, með frumburðinn.
8