19. júní


19. júní - 19.06.2000, Page 13

19. júní - 19.06.2000, Page 13
og umhyggjustörf. Hver hefur áhuga á að ráða ótalandi, eitur- sjúkan smáglæpamann til að sinna börnum eða sjúklingum? En í æ ríkari mæli er það mynd- in sem dregin er upp af körlum. Og svo eiga þeir að sjálfsögðu að vera tilfinningalegir rembi- hnútar. Strákar standa hallari fæti Þetta er líka áhyggjuefni vegna þess að það gerir strákum sem af einhverjum ástæðum eiga undir högg að sækja í tilverunni enn erfiðara fyrir. Islenskar og erlendar athuganir sýna okkur að eiginleikar sem áður voru taldir bundnir karlmönnum eru nú kynhlutlausir. Eiginleikar sem bundnir hafa verið konum eru það enn. Þetta merkir að strák- ar hafa um margt ekki sömu möguleika og stelpur.Viðbrögð þeirra sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti (t.d. í jaðarbyggðum eða afkomendur feðra í mjög hefð- bundnum karlastörfum) verða oft á tíðum svipuð viðbrögðum ungra einstaklinga úr samfélög- um sem verst hafa verið leikin af nýlendustefnu, s.s. Grænlend- ingar og frumbyggjar Nýja Sjá- lands. Viðbrögðin einkennast af öfgakenndu afturhvarfi til rit- úala, útlits og hegðunar sem talið er hafa einkennt (for)feð- urna. Snoðinkollar og fótbolta- bullur eiga margir slíkan bak- grunn. Sjálfsagt munum við lengi enn sitja uppi með að hávaða- fólk í opinberri „umræðu" telur flest á fallanda fæti vegna breyt- inga á stöðu kynjanna. Það er hins vegar augljóst að langflest- ir eru mjög sáttir við þær breytingar sem orðið hafa. Ný kynslóð spjarar sig ágætlega í breyttum heimi þó að hinum eldri finnist að þetta hljóti allt að vera að fara til andskotans af því það er ekki eins og það var En það þýðir ekki að menn eigi að láta hvað sem er þegj- andi yfir sig ganga.Til að mynda er full ástæða til að andæfa þegar viðhlæjendur leifa karla- veldisins „skemmta" landslýð með fordómafullum skrifum og myndum af körlum og karl- mennsku. I mig hringdi um dag- inn stúlka sem var að fara að taka þátt í mælskukeppni og vantaði upplýsingar. Og umræðuefni kvöldsins var: „Af hverju eru karlar svona miklir aumingjar?" Það gengur treglega að losa okkur við þá hugsun að allir karlar séu eins og allar konur eins, þó svo við vitum á grund- velli eigin reynslu að líkami kvenna ræður vel við mikla menntun og að karlar eru engu síðri til að veita umönnun og umhyggju en konur Það virðist of flókið fyrir þá sem fyrst og fremst vilja öryggi þess að hafa fólk í básum. ■ 13

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.