19. júní


19. júní - 19.06.2000, Síða 15

19. júní - 19.06.2000, Síða 15
5 | Gígja Þórðardóttir og Unnur Guðrún Pálsdóttir útskrifast sem sjúkraþjálfarar frá Háskóla íslands síðar á þessu ári. Lokaverkefni þeirra byggist á rannsókn á því hvort samband er á milli bætts líkamlegs ástands og upplifaðra heilsutengdra lífsgæða. í þessu tilviki standa lífsgæði fyrir almenna líðan, lífsfyllingu og andlega heilsu. Niðurstaða rannsóknarinnar var í stuttu máli sú að ræktun líkamans skilar sér í bættri andlegri heilsu. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti þessar kraftmiklu konur og forvitnaðist um rannsóknarverkefnið. I hverju fólst framkvæmd rann- sóknarinnar? Við héldum þriggja mánaða fjölbreytt líkamsræktamámskeið fyrir 34 konur á aldrinum 17-57 ára og lögðum mikla áherslu á fræðslu. Konurnar svöruðu spurningalistanum ,,Heilsutengd lífsgæði" í upphafi námskeiðs og eftir að því lauk. Auk þess fóru þær í þrekpróf, fitumælingu og voru vigtaðar, bæði fyrir og eftir Hvernig kom það til að þið ákváðuð að gera slíka rannsókn að lokaverkefni ykkar? Okkur fannst að hugtakið heilsurækt ætti að skoða í vfðara samhengi en bara sem aðferð til að losna við kíló eða líta vel út. Heilsa snýst líka um almenna andlega vellíðan. Og þó við heyr- um fólk auðvitað oft tala um að því líði svo vel eftir að það byrjar að sinna likamanum, þá hefur aldrei verið beitt mælistiku á það hérlendis. I skólanum heyrðum við af stöðluðum spurningalista sem mældi persónubundin lífs- gæði og notaður hefur verið á sjúklinga í meðferð og þá datt okkur í hug hvort ekki væri hægt að nota þennan sama lista á heil- brigt fólk sem tæki sig á í að bæta líkamlegt ástand sitt. Það voru hæg heimatökin fyrir okkur að framkvæma slíka rannsókn, því ► 15

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.