19. júní


19. júní - 19.06.2000, Page 24

19. júní - 19.06.2000, Page 24
hefur k/nið í hinum aðskiljanleg- ustu táknkerfum sem nútímasam- félag er samsett úr? Ahugi á kynjafræðilegu sjónarhorni fer vaxandi. Akveðin lægð hefur verið í kvennabaráttu síðastliðin ár en Soffía Auður telur að fem- inískur hugsunarháttur sé aftur á uppleið sem skýri að vissu leyti vaxandi áhuga fyrir faginu. Rannsóknastofa í kvennafræð- um við Háskóla íslands hefur komið að uppbyggingu og skipu- lagningu námsins. Rannsóknastof- an er hugsuð sem miðstöð til að efla rannsóknir í kvennafræðum. Ymsar kynjafræðilegar bækur hafa verið gefnar út á vegum Rann- sóknastofunnar, núna síðast greinasafn tileinkað fræðum frönsku skáldkonunnar og heim- spekingsins Simone de Beauvoir Rannsóknastofan heldur ráð- stefnur og fundi og á meðan háskólaárið stenduryfireru reglu- legir fundir í hádeginu á fimmtu- dögum, sem eru opnir öllum og hafa verið mjög vinsælir I vetur var stigið mikilvægt skref innan Háskóla Islands þegar ráðið var í fyrstu lektorsstöðuna sem skilgreind er sem kynja- eða kvennafræðileg staða. Þetta var í guðfræðideildinni, en þar var dr Arnfríður Guðmundsdóttir ráðin lektor í kvennaguðfræði og kennir hún næsta vetur fjögur námskeið innan guðfræðideildar sem einnig eru í boði sem val- námskeið í kynjafræðí. „Þetta er fyrsta staðan sem var sérstaklega auglýst sem kynjafræðileg staða. Það er merkilegt að það skuli vera staða innan guðfræðinnar og hefur verið haft á orði að kraftaverk hafi gerst í guðfræði- deildinni," segir Soffía Auðun Hún telur að tilurð kynjafræð- innar sem sérstaks fags innan vébanda Háskóla Islands hafi verið liður í mjög eðlilegri þróun hér á landi og í raun hefði slíkt nám átt að vera valkostur fyrir nemendur Háskólans miklu fyrn Kynjafræði er orðin umfangsmik- ið rannsóknarsvið og er fræða- Ný kynjasýn Sóley Stefánsdóttir útskrifast í vor frá Háskóla íslands með BA-gráðu í guðfræði með kynjafræði sem aukagrein. Sóley hóf nám í kynjafræðum skóla- árið 1998-1999 og stund- aði námið samhliða guð- fræðináminu. Af hverju valdir þú nám í kynjafræðum? Eg tók námskeið í guðfræðinni sem bar yfirskriftina Kristin siðfræði og kvennagagnrýnin, en það kveikti áhuga minn á frekara námi í kynjafræðilega átt. Námið er aðeins hægt að taka sem valfag en ég hefði viljað taka það sem aðalfag ef sá kostur hefði verið í boði. Hvað fékkst þú út úr því að stunda nám í kynjafræðum? Mér fannst námið í kynjafræðum mjög ferskt og skemmtilegt, það er þverfaglegt svo um töluvert val er að ræða. Ég tel þverfagleika námsins mjög jákvæðan því víðsýnin eykst þegar komið er víða við. Það sem ég fékk sérstaklega út úr þessu námi má kalla kynja- fræðilega meðvitund. Þá á ég við að með því að skoða hin ýmsu svið mannlífsins með augum kynjafræðinnar er óhjákvæmilegt að sjá hvernig öll svið samfélagsins hafa þessa vídd, hvort sem litið er til stjórnmála, barnauppeldis, bókmennta, menningar, sögu eða hugmynda um mannsli1<amann, svo eitthvað sé nefnt. Stutt er síðan kynjamyndir samfélagsins fóru að riðlast og eru hugmyndir okkar um hlutverk og eðli kynjanna ennþá að mörgu leyti í úrelt- um skorðum, sem leiðir oftar en ekki til ójafnréttis og misréttis. Ef við viljum búa í samfélagi sem býður öllum þegnum sínum jafnan rétt, hvort sem er í launum, námi, heimilisaðstæðum eða fæðingar- orlofi tel ég að þessi kynjasýn verði að vera til staðar Getur þú í stuttu máll sagt frá einhverju spennandi verkefni/ritgerð sem þú gerðir á meðan þú varst við nám í kynjafræðum? Ég hef gert ýmiskonar skemmtileg verkefni og ritgerðir í þessu námi. Það skemmtilegasta og viðamesta sem ég hef unnið í kynjafræðum er rannsókn sem ég fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að framkvæma.Yfirskrift ritgerðarinnar er „Fram- setning kynferðis í barnabókum og áhrif hennar á mótun barna." Þar var lykilspurningin þessi: Að hvaða leyti mótar framsetning kynjanna börnin? Þar fjallaði ég um félagslega mótun kynjanna út frá hugmyndum Judith Butlen en hún heldur því fram að kyngerv- ið verði til í sífelldri klifun á orðræðu hins gagnkynhneigða norms, þar sem hin eina rétta lausn er hefðbundin fjölskyldumyndun með föstum kynjamyndum. Þessa klifun eða ítrekun má finna f allri okkar menningarframleiðslu, þar sem ímyndir kynjanna eru sterkar Ég innihaldsgreindi barnabækur til að greina þær kynja- myndir sem þar var að finna, og má segja að ímyndirnar hafi verið mjög kyn-staðlaðar En ég gekk út frá þvi' að gagnvirkni ætti sér stað á milli bókarinnar og lesandans, þ.e. að bókin mótar lesand- ann en lesandinn er ekki óvirkur heldur mótar einnig lesturinn.Til að fá vísbendingar um lestur og skynjun barnanna á kynjamynd- um bókanna átti ég viðtöl við fimm ára börn. Greinilegt var að börnin eru mótuð af hugmyndum samfélagsins um kynin en einnig var að finna hjá þeim andstöðu við efnið. Hefur námið nýst þér vel v/ð það sem þú ert að fást við? Eins og ég sagði áðan gefur námið vissa kynjafræðilega meðvit- und sem kemur sér vel í öllu starfi og er að mínu mati nauðsyn- leg, sérstaklega ef manni er annt um að réttlæti viðgangist í sam- félaginu. Mælir þú með námi í kynjafræðum? Já, tvímælalaust, og ég held að þessi sýn gefi því aðalfagi sem fólk tekur nýja vídd. ■ 24

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.