19. júní - 19.06.2000, Side 25
svið í örri þróun. Kvenna- og
kynjafræðilegt sjónarhorn hefur
verið áberandi innan bók-
menntafræði, sagnfræði, heim-
speki og félagsvísindagreina und-
anfarna áratugi.Við flesta háskóla
í Bandaríkjunum og í Vestur-
Evrópu hafa fyrir löngu síðan
verið stofnaðar kvenna- og
kynjafræðilegar deildir; fag sem
hét „womens studies" en heitir
nú „gender studies".
Kynjafræðin hér á landi á sér
enga sérstaka fyrirmynd en
umsjónarmenn námsins hafa þó
kynnt sér hvernig nám af þessu
tagi er uppbyggt erlendis og þá
sérstaklega í Bandari1<junum og á
Norðurlöndunum. Þær konur
sem hafa helst mótað þetta nám
eru Dagný Kristjánsdóttir og
Helga Kress við heimspekideild
Háskóla Islands og Rannveig
Traustadóttir og Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir við félagsvís-
indadeild.
Soffía Auður telur nám í
kynjafræðum vera í grundvallar-
atriðum svipað um allan heim.
Það sem skiptir mestu máli er
hið kynjafræðilega sjónarhorn
og hin þverfaglega nálgun. Mark-
miðið er að kenna nemendum
að líta á samfélagið og tilveruna
frá gagnrýnu sjónarhorni og að
vera vakandi fyrir því kynja-
fræðilega sem eðlilega er alls
staðar að verki í þjóðfélaginu.
Jafnréttishugsjónin í náminu er
sterk, feminísk sjónarhorn hafa
verið ráðandi en sjónarhorn
karlafræða kemur æ meira inn í
þessi vísindi með breyttum
áherslum og meiri umræðu um
stöðu karla.
Framtíðin björt
Framtíð kynjafræðinnar er án efa
björt. Nýlega hefur verið auglýst
eftir lektor í kynjafræðum en
námið hefur hingað til verið
grundvallað á kennslu stunda-
kennara. Það er því mjög mikil-
vægt og stórt skref fyrir kynja-
fræðina að fá loksins lektors-
stöðu að loknum fjögurra ára
reynslutíma fagsins. Lektorsstað-
an í kynjafræðum verður þá
önnur kynjafræðilega staðan við
Háskóla Islands.
Framtíðarsýn Soffíu Auðar er
að fagið muni vaxa og fastráðnir
lektorar við deildina verði fleiri.
Fyrsti lektorinn mun kenna Inn-
gang að kynjafræðum, en þar er
markmiðið að gefa yfirlit yfir
stöðu kvenna í mismunandi sam-
félögum og menningarsamfélög-
um. Ahersla er lögð á þann fjöl-
breytileika sem er að finna í lífi
kvenna og þverfaglegu feminísku
sjónarhorni er beitt. I þessu nám-
skeiði er einnig fjallað um upphaf
og þróun kvennabaráttu og
kynjafræða. A herðum komandi
lektors mun hvíla mikil þróunar-
vinna og uppbygging í faginu og
vonandi verður hægt að bjóða
upp á mastersstig innan fárra
ára.
Fram til þessa hefur umsjón
kynjafræðinnar færst á milli
kennara, ofan á fullt starf þeirra.
Rannveig Traustadóttir dósent
byrjaði, síðan tók Dagný Krist-
jánsdóttir dósent við og síðast-
liðinn vetur hafði Soffía Auður
Birgisdóttir, fastráðinn stunda-
kennari, umsjón með náminu.
Uppbyggingu kynjafræðinámsins
og umsjón með kennslunni hefur
því verið sinnt í hjáverkum og
þess vegna er mjög mikilvægt að
fá lektorsstöðu í greininni. „Það
er mikill ávinningur að fá lektors-
stöðu við kynjafræðina því ætíð
hefur verið borið við fjárskorti
þegar sú krafa var orðuð. I vetur
hefur Rannveig Traustadóttir
unnið ötullega að því að fá lekt-
orsstöðuna og fyrir hennar
frumkvæði hefur Páll Skúlason
gefið samþykki sitt og kostað
stöðuna. Það er líka fyrir hans til-
stuðlan að kvennaguðfræðistað-
an fékkst í gegn fyrr í vetur og
við erum að sjálfsögðu mjög
ánægðar með Pál," segir Soffía
Auður
Þegar kennsla hefst í Háskóla
Islands í haust munu starfa þar
tveir lektorar í stöðum sem skil-
greindar eru sem kynjafræðileg-
ar; innan hinnar þverfaglegu
kynjafræði og innan guðfræði-
deildar. Væntanlega mun kynja-
fræðilegum stöðum fjölga innan
Háskólans á næstu árum. ■
I
Bríet á
Netinu
Loksins er Bríet - félag
ungra femínista komið
með heimasíðu. Slóðin er
http://www.simnet.is/tba/.
Síðan er enn í smíðum og
þvi' ekki hægt skyggnast inn
í hvern krók og kima
ennþá. I framtíðinni verður
hægt að skoða síðuna á
þrem tungumálum,
dönsku, ensku og að sjálf-
sögðu íslensku. Nú er
aðeins íslenska útgáfan
starfhæf.Á heimasíðunni er
kynning á félaginu, því sem
það hefur áorkað og stutt
kynning á hinni einu sönnu
Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
Þar fyrir utan er hægt að
finna stefnuskrá Bríetar og
tvær myndir af nokkrum
félagsmönnum.
Á síðunni er m.a. hægt
að finna greinasafn Hildar
Fjólu Antonsdóttur um
klámiðnaðinn á íslandi.
Greinarnar hrundu af stað
mikilli umræðu um nektar-
staði í Reykjavík og á Akur-
eyri í vetur. Enn er ekki
hægt að hafa samband við
félagið í gegnum heimasíð-
una en einsog áður er
hægt að senda tölvupóst á
brietfem@hotmail.com eða
hafa samband símleiðis til
að ná í stelpurnar. ■
25