19. júní - 19.06.2000, Page 28
Ris og hnignun kvenna-
framboða í Reykjavík
Kvennaframboðin í Reykjavík
hafa lengi verið hugðarefni Dr.
Auðar Styrkársdóttur stjórn-
málafræðings, en í samtali við
Örnu Schram greinir hún frá
niðurstöðu doktorsritgerðar
sinnar um framgang og áhrif
kvennaframboða í Reykjavík í
byrjun 20. aldarinnar.
Doktorsritgerð Dr. Auðar
Styrkársdóttur stjórnmálafræð-
ings, sem hún varði við Háskólann
í Umeá í Svíþjóð í byrjun síðasta
árs, ber yfirskriftina Frá feminisma
til stéttarstjórnmála og undirtitill-
inn er Ris og hnignun kvenna-
hreyfingarinnar í Reykjavík á árun-
um 1908-1922. Eins og mörgum
er eflaust kunnugt um er þetta
ekki f fyrsta sinn sem Auður gerir
starf kvennahreyfingarinnar á
Islandi að viðfangsefni í rannsókn-
um sínum því B.A.- ritgerð Auðar
frá Háskóla Islands vorið 1977,
sem stuttu síðar var gefin út af
félagsvísindadeild Háskóla Islands,
er um kvennaframboðin á Islandi
á árunum 1908-1922. Auður
segir sjálf svo frá í inngangi dokt-
orsritgerðar sinnar að þetta við-
fangsefni, kvennahreyfingin á
Islandi á fýrstu áratugum tuttug-
ustu aldarinnar hafi fylgt sér allar
götur sfðan hún sem ungur rann-
sakandi skrifaði fýrrgreinda loka-
ritgerð sína við Hl. „Hugmyndin
að verkefninu tók á sig mynd vet-
urinn 1976-1977 í Reykjavík,
Islandi, og lýkur því nú í Umeá í
Svíþjóð," segir hún í inngangi
doktorsritgerðarinnan sem gefin
var út af stjórnmálafræðideild
Umeá Háskóla árið 1998. Varla
þarf þó að taka fram að ritgerð-
irnar tvær eru afar ólíkar að upp-
byggingu og vexti enda langur
vegur milli B.A.-ritgerðar á átt-
unda áratug 20. aldar til doktors-
ritgerðar í lok þess tíunda.
Konur buðu fyrst fram kvenna-
lista í bæjarstjórnarkosningum í
Reykjavík árið 1908 og fengu
27,6% greiddra atkvæða en þá
voru 26 ár liðin frá því konur um
allt land hlutu kosningarétt til
sveitarstjórna og sex ár frá því
þær hlutu kjörgengi á sveitar-
stjórnarstiginu. Eftir þann tíma
buðu konur fram lista í bæjar-
stjórnarkosningum í Reykjavik
fram til ársins 1918 og á þeim
tíma komu einnig fram sérfram-
boð frá konum á Akureyri og
Seyðisfirði. Þá buðu konur fram
sérlista í landskjöri til Alþingis árið
1922 og hlutu 22,4% greiddra
atkvæða en kosningarétt og kjör-
gengi til Alþingis höfðu þær hlot-
ið, til jafns við karlmenn, hinn 19.
júnf árið 1915. Eftir það buðu
konur ekki fram sérlista til Alþing-
is fyrr en árið 1983 er Samtök
um kvennalista voru komin til
sögunnar
Auður fjallar m.a. um upphaf og
endi þessarar kvennahreyfingar á
Islandi á árunum 1908-1922 og
leggur út frá þremur spurningum
sem hún varpar fram í byrjun rit-
gerðarinnar I fyrsta lagí spyr hún
hvers vegna það hafi tekið svo
miklu lengri tíma fyrir konur en
karla að öðlast kosningarétt til
Alþingis. I öðru lagi spyr hún
hvaða áhrif konur hafi haft í
stjórnmálum á umræddum tíma
og í þriðja lagi hvers vegna svo
langur tími hafi liðið frá því konur
fengu kosningarétt og kjörgengi til
Alþingis þar til hlutur kvenna hafi
orðið verulegur i' stjórnmálum á
landsvísu. Auður segist f samtali
við blaðamann hafa geta svarað
öllum þessum spurningum með
því að skoða stjórnmálaþátttöku
kvenna á umræddu tímabíli í
Reykjavík, en á þeim tíma voru
konur afar virkar í stjórnmálum.
Einnig hafði hún hliðsjón af rann-
sóknum í þessum efnum í öðrum
löndum, einkum í Evrópu og
Bandan1<junum.
Konur utan stjórnmálaflokk-
anna
Þegar litið er á fyrstu spurningu
Auðar í doktorsverkefni hennar
ber að hafa í huga að allir karl-
menn á Islandi eldri en 25 ára, að
undanskildum vinnumönnum,
voru komnir með kosningarétt til
Alþingis og sveitastjórna árið
1903. Að sögn Auðar þurftu karl-
mennirnir vissulega að berjast
fyrir þessum réttindum sínum en
það tók konur mun lengri tíma að
ná þessum sömu réttindum og
þar að auki miklu „harðari bar-
áttu". Ástæðuna rekur Auður til
þess að á þessum tíma hafi sam-
félagið verið að breytast, m.a.
vegna flutninga fólks úr dreifbýli í
þéttbýli, og til varð sérstakt svið i'
þjóðfélaginu sem kallað er stjórn-
mál með þjóðþingum og stjórn-
málaflokkum innanborðs. „Nítján-
da aldar fólk var mjög meðvitað
um að það var að skapa nýtt
samfélag og að það dygði ekki að
láta það byltast stjórnlaust fram
heldur yrði að setja einhvers
konar bönd á það," útskýrir
Auður og bendir á að þeir sem
hafi verið við völd hafi séð þetta
og í þeim tilgangi tekið þátt í
stofnun stjórnmálaflokka, flokka
sem fyrst og fremst voru stofnað-
ir af karlmönnum fyrir karlmenn.
Á sama tíma, bætir hún við,
spruttu upp alls kyns félög í kring-
um drengi og karla, til að mynda
íþróttafélög, skátarnir og kristileg
félög ungra drengja. „I gegnum
stjórnmálaflokkana tengdust karl-
menn af öllum sviðum samfélag-
ins, bæði háum og lágum og í
gegnum þá og önnur karlafélög
gátu þeir talað saman um sameig-
inleg málefni," segir hún og tekur
fram að konum hafi verið haldið
fýrir utan stjórnmálaflokkana þar
til þær hafi hlotið kosningarétt.
Og þar sem aðgangur að
stjórnmálaflokkum og stofnunum
á borð við þjóðþing var konum
ekki heimill gekk þeim verr að ná
kosningarétti en karlmönnum.
„Þess vegna verður barátta
kvenna miklu harðari og erfiðari
en karlmanna," útskýrir hún.
„Stjórnmálin verða heimur karl-
mannanna og konur eiga þangað
lítið erindi að þeirra mati."
Auður segir að uppkoma
kvennahreyfinganna megi að ein-
hverju leyti rekja til þess að konur
hafi verið útilokaðarfrá þátttöku í
stjórnmálum. „Þær voru svo
sannarlega ekki kúgaðar þessar
konur á nítjándu öld en ef maður
athugar lagalega stöðu þeirra
mætti halda að þær ættu sér
engrar viðreisnar von. Samkvæmt
laganna bókstaf höfðu þær nánast
engin réttindi heldur áttu allt
undir bónda sínum í þeim
efnum." Auður rtrekar að nrtj-
ándu aldar konur hafi síður en svo
verið kúgaðar heldur farið sinna
ferða hvað sem á dundi. „Þær
tóku hugmyndir heimspekingsins
Rousseau, um að konur væru sið-
vekjandi afl í samfélaginu og bæru
þess vegna að styðja eiginmenn
sína, sneru þeim við og sögðu: úr
því við erum afl í þjóðfélaginu
eigum við að fá kosningarétt. Þær
berjast því fyrir réttindum sínum á
grundvelli ákveðinna hugmynda
sem eru rikjandi í samfélaginu;
snúa við þeim vopnum sem beitt
er gegn þeim og nota í sína eigin
baráttu. Það var auðvitað mjög
snjallt."
Bæöi bein og óbein áhrif
I umfjöllun sinni um aðra
spurningu verkefnis síns segir
Auður að konur hafi í byrjun 20.
aldarinnar haft bæði bein og
óbein áhrif í stjórnmálum, annars
vegar í gegnum fulltrúa sína i' bæj-
28