19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 33

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 33
Netjómfrúr rætt við hina og þessa út um allan heim sem eru á Netinu í sama tilgangi og Bob „stinni" *hehe* Eg hef verið að re/na að fá botn í það hvernig það getur æst ykkur karlpeninginn upp að einhver kona úti í heimi segist vera með Pameluvöxt og íklædd dýrindis rauðu leðri þegar við- komandi gæti verið hvernig sem er Þeir gætu eins verið að tala við sveitta þriggja barna móður með applsínuhúð og í hvítum bómullarnærum af stærstu gerð. Skiptir víst ekki máli... svo lengi sem þeir halda í fantasíuna :-) Strákunum fannst reyndar ekk- ert mjög gaman að ég væri að minna þá á þetta og urðu frekar argir ef ég minntist á að viðmæl- endurnir gætu allt eins verið karlmenn :-P (ull). Það er nefnilega mjög algengt að fólk skipti um kyn í Netheimi. Vissirðu það? Eg er sko að lesa um þetta í áðurnefndum kúrsi. Sálfræðingar um allan heim hafa um nokkurt skeið rannsakað hversu algengt er að fólk skipti um kyn í Netheimi og hvers vegna.Talið er að algengara sé að karlmenn þykist vera konur en öfugt. En náttúrulega eru líka miklu fleiri karlmenn á Netinu enn sem komið er John Suler doktor í sálfræði við Rider háskóla í Bandaríkjunum, segir að ástæður fyrir því að fólk skipti um kyn í Netheimi séu fjölmarg- ar og ólíkar Algengt er að hér sé hreint og beint um forvitni og ævintýragirni að ræða, marga langar til að prófa hvort það sé eitthvað öðruvísi að vera af hinu kyninu eða eru spenntir að vita hvort þeir komast upp með það. Stelpur þykjast vera strákar til að losna við kynferðislega áreitni á spjallrásum en strákar þykjast oft vera stelpur til að fá meiri athygli eða hjálp með einhver tölvu- verkefni. Strákar hjálpa nefnilega stelpum miklu frekar Svo eru það þeir sem eru að kynnast ,,konunni" í sér :-) Auðvitað eru miklu fleiri og flóknari ástæður sem hann talar um en þú verður bara að kíkja í bókina ef þú hefur áhuga, hún er á Netinu: http://www.rider.edu/users/suler /psycyber/psyq/ber.html Ég skal segja þér það að síðan ég kynntist þessum nýja heimi hef ég nokkrum sinnum skipt um kyn á spjallrásum sjálf. Það hefur verið til að komast í alvarlegar samræður um eitt og annað sem tengist Netinu eða kvikmynda- fræði. Ef ég heiti Siggi þá losna ég við allar leiðindaathugasemdirn- ar sem ég fæ sem Sigga. Otrúlegt en satt! Hins vegar ef mig vantar hjálp þegar ég er að vinna með myndir eða grafík þá er ég sko alltaf Sigga og fæ hjálp um leið :) Sumir segja að í Netheimi séu allir jafnir; engin stéttaskipting, en það er sko ekki rétt. Hefurðu tekið eftir því? í Netheimi er ekki stéttaskipting á sama hátt og við eigum að venjast, en það er ekki þar með sagt að ekki fyrirfmnist neinn aðall eða lágstétt. Ensk- umælandi, háskólagenginn forrit- ari með mikla reynslu af bæði innviðum tölvu og forritum og með húmorinn í lagi væri dæmi- gerður aðalsmaður i' Netheimi. Ég var að spjalla um þetta við vinkonu mína um daginn, hún heitir Christi og býr í Bretlandi. Christi er kerfisstjóri hjá lögregl- unni í Nottingham, búin að vera lengi á Netinu og er eldklár í sambandi við allt sem við kemur tölvum... eiginlega dæmigerð aðalskona í Netheimum. Christi segir að útlitið skemmi oft fyrir henni í vinnunni. Hún er há, grönn og falleg Ijóska sem neitar að hætta að ganga í stuttum pils- um til að vera tekin alvarlega. Christi segir að því miður komi það of oft fyrir að ekki sé hlust- að á hvað hún hefur að segja vegna þess hvernig hún lítur út. Um daginn var ekki hlustað á til- lögu hennar að úrbótum í vinn- unni en svo þegar hún fékk karl- kyns vinnufélaga til að leggja fram sömu tillögu nokkru síðar fékk tillagan góðan hljómgrunn. Christi segist eiga auðveldara með að koma sérfræðiþekkingu sinni og skoðunum á framfæri í Netheimi þar sem þeir sem hún hefur samskipti við sjá hana ekki. Þá er hún tekin alvarlega. Finnst þér þetta ekki fáránlegt... en lífið er líka oft skrýtið... það er ekkert nýtt. Þar sem ég er að skrifa um myndir pólska leikstjórans Kieslowskis í kvikmyndafræði heimsæki ég oft vefsíðu þar sem fólk skiptist á skoðunum um myndir meistarans. Við erum öll einlægir aðdáendur og mörg okkar að vinna að rannsóknum á verkum Kieslowskis. Þarna er fólk að velta fýrir sér smáatrið- um eins og notkun glers í mynd- unum eða litanotkun, við gleym- um okkur í smáatriðum sem við elskum að velta okkur upp úr Ef ekki væri fyrir Netið er ég ansi hrædd um að ég myndi einangr- ast í rannsóknum mi'num á þess- um merkilega kvikmyndaleik- stjóra. En í þessu tilfelli gerir Netið það að verkum að Iftill áhugahópur skipaður fólki af ótal þjóðernum, báðum kynjum og á öllum aldri nær saman. Ef þig langar að kikja á spjallþræðina þá er slóðin: http://www.petey.com/kklist/pjk chalhtm Eftir því sem ég kemst lengra inn í Netheiminn sé ég betur og betur að rétt eins og „kjötheim- urinn" hefur Netheimurinn að geyma allt litrófið. Hann er ekk- ert öðruvísi en „kjötheimurinn" að því leyti. Mér leiðist þegar fólk lætur eins og á Netinu sé ekkert nema klám og ósómi og mér leiðist jafn mikið þegar fólk telur að Netið sé heilagt fyrirbæri sem allir græði botnlaust á. Netheim- urinn hefur sínar góðu og slæmu hliðan og það tekur mann sjálf- sagt smáti'ma að læra á samskipti í Netheimum :o) Jæja gamli minn... segðu mér nú fréttir af sjálfum þér fljótlega. Ertu eitthvað að þvælast á Net- inu? *púkalegt glott* Kær kveðja, Sigga ■ 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.