19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 36
sig. Þegar yngsti sonurinn fæddist
1992 endurtóku þau svo leikinn.
Hvort sem er útlendingur og
þar með hálfgert viðundur!
Enn varð nokkurt hlé á sauma-
skapnum eða þangað til á síðast-
liðnum vetri. Þá lagði Bjarni einn
síns liðs land undir fót, alla leið til
Marokkó. ,,Eg gerði svolftið af því
þegar ég var yngri að þvælast um
fjarlæg lönd aleinn og með öll
skilningarvit opin. Það er ákveðin
reynsla sem maður öðlast ekki á
ferðalögum með öðrum," segir
Bjarni, sem hafði lengi látið sig
dreyma um að fara í enn eina
slika ferð. ,,A ferðalögum hef ég
oft saknað þess að hafa eitthvað
í höndunum, td. þegar maður
situr mjög lengi í lestum, flugvél-
um eða rútum. Þegar ég fór af
stað og kunningi minn frá Hellu
keyrði mig á flugvöllinn, þá bað
ég hann að stoppa fyrir utan einu
hannyrðabúðina sem er hér á
Selfossi - og ég skaust inn og
keypti þar þetta fína krosssaums-
stykki með fiðlu og nótum sem
ég hafði með mér i' ferðalagið. Eg
hugsaði með mér að einhvern
tíma í fyllingu tímans þegar ég lyki
því, þá gæti það orðið voða sæt
gjöf handa tónlistarkonunni sem
ég bý með," segir hann.
,,Auðvítað vekur það athygli í
lestum í Marokkó að karlmaður
skuli sitja og bródera - en það
skiptir engu máli, því maður er
hvort sem er útlendingur með
bakpoka og þar með hálfgert
viðundur! Fólki er eiginlega alveg
sama - og ég er ekkert spé-
hræddur Hins vegar myndi ég
ekki nenna að sitja t.d. á íslensk-
um fundum og sauma, þvf ég veit
að ég myndi verða fyrir stöðugu
áreiti. Hér vekur þetta svo mikla
athygli að það er óþægilegt."
Bjarni, sem þarf helst alltaf að
hafa eitthvað í höndunum, segist
slaka vel á við að sauma. ,,Það er
mjög gott fyrir svona ofvirkar
strákatýpur eins og mig, því það
er svo róandi. Það þýðir ekkert
að segja við mig: „Slakaðu nú á
og sittu kjurr" - ég er löngu
búinn að átta mig á að það er
einhver misskilningur að ég geti
það. Aftur á móti get ég slakað á
með þessum aðferðum og þá
geri ég það." ■
Tekur varla að setjast niður
fyrir minna en klukkutíma
Sigríður Þorfmnsdóttir vinnur að langtímaverkefni, heilum rokokóstól.
Dóttir hennar, Helga Elíasdóttir, er að sauma lítinn svan en enn sem
komið er ber lítið á hannyrðaáhuganum hjá Vilhjálmi, litla bróður
hennar.
Hún er veik fyrir rokokóstólum
og er að koma sér upp einum
slíkum sjálf. Er meira að segja að
hugsa um að byrja strax á
öðrum þegar hún er búin með
þann sem hún er núna í miðju
kafi að sauma. Hún heitir Sigríð-
ur Þorfinnsdóttir, er líffræðingur
og býr ásamt eiginmanni sínum
og tveimur börnum í raðhúsi í
Grafarvoginum.
Borðstofuborðið er undirlagt
af garni í ótal litum og munstur-
teikningum með jafnmörgum
litanúmerum - en sjálfan stólinn
á hún enn eftir að útvega. Hún er
þegar búin með annan arminn
og komin vel af stað með setuna
- segist raunar hafa gert skurk
eftir að blaðamaðurinn boðaði
komu sína! Annars segist hún
gera sér grein fyrir því að hér sé
um að ræða langtímaverkefni
sem ekki verði tekið með
áhlaupi. „Mér finnst samt varla
taka því að setjast niður fyrir
minna en klukkutíma," segir Sig-
ríður og bætir við að drýgsti tím-
inn sé oft á milli klukkan tíu og
ellefu á morgnana, þá setjist hún
gjarnan við sauma og börnin leiki
sér í kringum hana. Reyndar er
Helga, sex ára dóttir hennan
aðeins farin að sauma móður
sinni til samlætis en sonurinnVil-
hjálmun þriggja ára, hefur enn
ekki sýnt saumaskapnum áhuga
en burrar þess í stað í bílaleik
meðan mæðgurnar sauma.
Eftir hádegi tekur svo vinnan
við. Sigríður kímir þegar hún
upplýsir að hún vinni á rann-
sóknastofu, þar sem nákvæmnin
sé í hávegum höfð og smásjá
komi oft við sögu. Reyndar liggur
við að það þurfi smásjá - eða
öllu heldurstækkunargler-til að
sjá sporin í forláta klukkustreng
með fíngerðum gulum og rauð-
um rósum, sem hangir uppi á
vegg í stofunni og er frumraun
Sigríðar á hannyrðasviðinu.
Dýrgripirnir í klukkustrengn-
um
„Það var árið 1997 að ég var að
hjálpa Sigríði ömmu minni að
flytja, þá fann ég klukkustrenginn
og spurði hana hvort ég mætti
eiga hann. Það var nú lítið mál.
Hún hafði keypt efnið ístrengínn
í Danmörku fyrir um tuttugu
árum, bytjað á honum og var
búin með tvær eða þrjár rósir
þegar hún lagði hann til hliðar
Þegar ég kom heim og fór að
skoða þetta, þá kom í Ijós allt
gullíð úr upphlutnum hennar
ömmu innan í saumadótinu. Hún
var búin að leita lengi að gullinu
en gat hvergi fundið það, svo
hún varð auðvitað mjög fegin
þegar ég tók saumadótið og út
úr því duttu dýrgripirnir," segir
Sigríður; sem tók til óspilltra mál-
anna með útsauminn og lauk
verkinu tveimur árum síðar. Á
þessum tíma var hún heimavinn-
andi með son sinn lítinn. „Hann
svaf á daginn og mér fannst mig
vanta eitthvað að gera. Svo
fannst mér þetta bara svo
gaman," segir hún.
Það var svo síðastliðið haust
sem hún byrjaði á rokokóstóln-
um. Þá hafði hún hitt konu á
Akureyri sem var að byrja á stól
númer tvö og átti mikið úrval af
munstrum, sem voru keypt í
Danmörku. Sigríður hafði
skömmu áður verið að leita að
munstrum í hannyrðabúðum í
Reykjavík en ekki fundið neitt
sem hún var hrifin af. Á Akureyri
fann hún munstur sem hún féll
fyrir, fór svo og keypti garnið í
það og hófst handa. Af og til
bera þær saman bækur sínar, hún
og kunningjakonan norðan
heiða. „Og nú er 17 ára dóttir
hennar líka byrjuð á stól," segir
Sigríður og dáist að myndar-
skapnum í stelpunni en sjálf var
Sigríður að eigin sögn ekkert
sérstaklega gefin fyrir handavinnu
þegar hún var yngri. „Mamma
var heldur ekkert mikið fyrir að
sauma," bætir hún við.
Staðfesting á því hvað ég er
orðin skrýtin!
Sigríður segist vera sú eina i' vin-
kvennahópnum sem bróderar
en hins vegar leggi mjög margar
vinkonur hennar stund á ein-
hverskonar föndur, bútasaum,
tröllaleir eða að saga hluti út í
tré og mála. Ekki vill hún meina
að hún sé litin hornauga af vin-
konunum vegna þessa áhuga-
máls síns en Elías eiginmaður
hennar á það þó til að stríða
henni ofurlítið. „Hann sagði það
til dæmis vera staðfestingu á því
hvað ég væri orðin skrýtin að
það væri að koma hingað blaða-
maður að tala við mig!" segir
hún og hlær. ■
36