19. júní


19. júní - 19.06.2000, Page 42

19. júní - 19.06.2000, Page 42
(--------\ kPfh/ KROSSINN Skínandi fögur tœkifœrisgjöf Tákn heilagrar þrenningar A'íÍ fáanlegur sem bindisnœla. Til styrktar blindum Fœst um allt land. Dreifingaraðili: BLINDRAFÉLAGIÐ SAMTÓK BUNDRA OG SJÓNSKERTRA Á ÍSLANDI llamrahlít) 1 7, Reykjavtk S. 525-0000 hræra upp í samfélagi sem flestir telja að sé fullkomið. Sumar gamlar vinkonur mínar virðast halda að ég sé hættuleg og eru hættar að hafa samband. Ef stelpurnar hitta mig af tilviljun er ekki óalgengt að ráðist sé á mig með skömmum fyrir að vera að standa í óþarfa vitleysu. Þetta er því miður mjög algengt hugarfar meðal yngri kynslóðarinnar. Hulda Dóra: Hugarfarið er alls ekki komið. Bryndís: Já, grundvöllurinn felst í þvi' hvort þú áttir þig á raunveruleikanum og sjáir tæki- færin eða haldir bara að allt sé í lagi. Mér finnst ekkert allt vera í lagi og langt í frá. Brynhildur: Ég var að hlusta á útvarpsþátt á einni af nýju útvarpsstöðvunum fyrir ungt fólk í bílnum um daginn.Tveir algjör- lega fáránlegir ungir menn voru að tala um réttindi kvenna. Annar átti að færa fram rök fyrir því að konur ættu rétt á fullum réttindum til jafns við karla og hinn hélt því fram að best væri að konur færu aftur inn á heimil- in. Hann sagði að konur ætti ekki skilið að fá sömu laun og karlar því að karlar hefðu verið að vinna úti í 2000 ár en konur ekki (hinar geta ekki varist hlátrí). já, eiginlega var dálftið fyndið að hlusta á framhaldið, því hinn vissi eiginlega ekki hverju hann ætti að svara þessum óneitan- lega sönnu rökum! Tvímenning- arnir fóru að taka við símtölum frá hlustendum og fyrstu við- mælendurnir voru allt ungir strákar Strákarnir ósköpuðust allir yfir því hversu lág laun væri á vinnumarkaðnum. Eina leiðin til að hækka launin væri að konur færu aftur inn á heimilin. Af hverju hringdir þú ekki inn? Brynhildur: Batteríið var því miður búið í símanum mínum. A eftir hringdu inn tvær stelpur. Fyrri stelpan var nokkurn veginn sammála strákunum og tók fram að af því konur hefðu ekki verið svo lengi úti á vinnumarkaðnum væri ekki hægt að búast við svo miklu strax. Seinni stelpan tók fram að hún vildi að karlar og konur fengju sömu laun fyrir sömu vinnu. Aftur á móti sagðist hún ætla að vera heima eftir að hún eignaðist börn því að hún vissi að maðurinn hennar myndi fá hærri laun. Þessi þverskurður er því miður dæmigerður fyrir hugsunarleysi krakka í dag. Hulda Dóra: FBA tók að sér að vinna verkefni í tengslum við jafnrétti í kjölfar ráðstefnunnar um konur og lýðræði í haust. Spurningin var bara hvar ætti að bera niður og umræður spunn- ust um af hverju jafn fáar konur ynnu á okkar hluta af fjármála- markaðinum og raun bæri vitni. Ein ástæðan er að konur leita í minni mæli en karlar eftir störf- um í þessum geira. Það er slæmt, því konur eiga ekki síður erindi inn í hann, Það er ekki ólíklegt að hefðbundin viðhorf um hlutverk karla og kvenna heimavið og á vinnumarkaðnum hafi þarna áhrif. Þessi viðhorf mótast snemma - á heimilum og í skól- um. Þarna kviknaði hugmynd um að búa til námsefni í jafnréttis- málum fýrir grunnskóla, en mjög lítið er til af svoleiðis efni. Náms- gagnastofnun tók að sér að sjá um ritstjórn og útgáfu efnisins og FBA, Hans Petersen og Sjóvá-AI- mennar styrkja það. Námsefnið er komið mjög vel á veg og því er ætlað að vera umræðugrund- völlur svo að krakkar fari að velta jafnréttismálum eitthvað fyrir sér. Sigríður: Já, nýtt viðhorf um að nýta krafta kvenna er auðvit- að góðra gjalda vert og á eflaust eftir að skila töluverðu inn í framtíðina.Við megum samt ekki gleyma því að viðhorfið er alltaf talsvert á eftin Ekki aðeins hjá unga fólkinu, heldur almennt. Brynhildur: Þekkingarfyrirtæki eru orðin eins konar mýþólógía í þjóðfélaginu en starfsmenn þeirra eru aðeins lítill hluti af vinnuafli Islendinga. Fæstir Islend- ingar hafa menntun til að vinna við þekkingarfyrirtækin. Gleym- um því ekki. Nú er verið að tala um að í þekkingarfyrirtækjunum búi tækifæri kvenna og að aðeins heilinn skipti máli í þekkingar- samfélaginu. Samt er bara talað við karla í FBA í fréttunum. Nú hef ég starfað á þremur láglauna kvennavinnustöðum á minni Jóhanna. stuttu starfsævi. Á láglauna karla- vinnustöðum vinna karlar fyrir aðeins hærri laun. Það er þetta sem ég tel brýnast að breyta.Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er á vinnumarkaðnum í dag, ekki dreyma um glæsta framtíð í þekkingarfyrirtækjum. Sigríður: Afsakið - hvað er átt við með þekkingarfyrirtæki? Hulda Dóra: Þekkingarfyrir- tæki geta verið hugbúnaðarfyrir- tæki, Islensk erfðagreining... Bryndís: Fyrirtæki sem byggja á mannauði. Jóhanna: Hvaða fyrirtæki byggja ekki á mannauði? Hulda Dóra: Já, ef maður hugsar út í það er t.d. ISAL líka þekkingarfyrirtæki, því það þarf mikla þekkingu og reynslu til að framleiða ál svo vel sé. Á endan- um býst ég við að hægt sé að segja að flest fyrirtæki séu þekk- ingarfyrirtæki, t.d. sjúkrahús. Hvað geta stjórnvöld gert til að styðja við jafnréttisbaráttuna, Bryndis ? Bryndís: Það sem snýr að stjórnvöldum í dag er fyrst og fremst að skapa fólki tækifæri til að sinna betur ábyrgð sinni á fjölskyldu og samræma þá ábyrgð atvinnuþátttöku. Núna hafa verið lagðar til breytingar á reglum um fæðingarorlof, bæði til samræmingar á milli hópa og til lengingar á fæðingarorlofstím- anum. Hvort tveggja var orðið mjög brýnt að gera og enn er^ 42

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.