19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 47

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 47
Þetta var ti'mi blótsyrða og upphrópana. Leikendum var raðað í þjóð- ernislega einfaldaða og hreins- aða hópa. Sagt var: „Arabarnir og Frakkarnir" og líka „gyðing- arnir og kaþólskir" (og ekki ber- bar) - (og ekki mótmælendur). [...] Hughrif, spor, speglar Það hefði verið hægt að sjá ekki, að sjá ekki eymdina, sjá ekki kon- urnar; sjá ekki hina sjúku, þá berklaveiku, gröftinn og hrákana. I huga mínum var þetta land augna: Við höfðum auga hvert með öðru, menn sáu, menn hefðu ekki, ekki getað séð, menn vissu og menn vissu að menn vissu að menn vissu, við vorum nakin, við vorum útskúfuð, okkur var ógnað, við ögruðum, við vorum litin hornauga. Þetta var land hinna, ekki land jafningja. [...] Ég var nærsýn, en mig skorti blindu. Ég hefði viljað ekki sjá. Það var ómögulegt. Angist með- bræðra minna nístir mig. Ég var slegin, særð, merkt, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, mörkuð. Ég hefði gjarnan ekki viljað sjá betlarana, börnin í lörfunum, hina blindu, hina fótalausu en ég sá og ásýnd þeirra ásótti mig. Beiskt bragðið af nestinu sem ungur arabadrengur heimtaði af mér. Að borða það útivið án þess að deila því var ómögulegt. En sannleikurinn er sá að ég deildi ekki: Ég reiddi af hendi án afláts vaxtagreiðslur fyrir gríðar- lega og óendanlega skuld, gjöf var ekki til í dæminu, aðeins smánarlegur vanmáttur barns sem á hús og skólatösku. [...] Þegar ég var þriggja ára vissi ég að mér var ætlað að fara. Vitaskuld ekki í bráð en eins fljótt og auðið yrði. Þessi stefna, þetta hlutskipti, þessi ákvörðun var svo afgerandi að ég hef getað sagt: Þegar ég var þriggja ára fór ég. Þetta var hrein brottför Ég hafði ekki áfangastað í huga, engan ákveðinn tilgang. [...] Farandvera Ég trúði því alls ekki að land með sál gæti gengið undir óbærilegu oki til eilífðarnóns. Við fyrsta tækifæri, þegar hún yrði 18 eða 19 ára, eins og móðir mín þegar hún yfirgaf Þýskaland nasismans, mundi Alsír taka örlögin í sínar hendur Ég efaðist aldrei um það. Svo einkennilega vildi til að þetta rættist á sama tíma í sögu Alsír og í lífi mínu. Árið 1954, ýttum við úr vör Alsfr og ég. Ég bjóst við því, ég vissi það, þetta var hreyfing sjálfs lífsins. Ég upplifði brottförina eins og fæðingu, alger hamskipti: Ég sagði skilið við sýndarmyndina, villurn- an erfiðleikana og refsinguna. Og allt þetta kynti undir ástríðu minni. [...] Lengi vel hélt ég að tilviljunar- kennd tilvera mín í Alsír hefði gert úr mér farandkonu. Ég veit ekki hvernig og hvar þetta byrj- aði en það var þegar ég ,,kom“ til Frakklands án þess að koma til sjálfrar mín að ég uppgötvaði eftirfarandi: Allar ættfræðilegu og sögulegu hendingarnar í lífi mínu eru þannig skipaðar að ég á þann kost vænstan að vera far- andi [...]. Að fara, að koma ekki til Alsi'r jafngildir því einnig, á skringilegan hátt, að hafa ekki slitið tengslin við Alsír. Ég hef alltaf glaðst yfir því að hafa komist undan „kornurn". Ég vil komanda, hreyf- inguna, hið ólokna í lífi mínu. Hreyfingin er aflvaki skrifa minna. Ég hrífst af setningunni: ,,Ég kem" - og óendanlegu og hárfínu spá- dómsgildi hennar Boðun þess sem koma skal kemur til mín frá Alsít [...] Alsír kemur aftur... Mér til mikillar undrunar kom hún til mín aftur en hingað, til hins útlenda í Frakklandi; sú Alsír sem að ég þráði þegar ég var tíu ára. Hún kom mín i'fangi kvenna, Messoudu, Hamidu, Kassíu og Jamílu. Hún kom til mín sveipuð sorginni. Þessu hafði ég alls ekki átt von á. Hún sneri sér að mér í fyrsta sinn síðan ég fæddist, líkt og við hefðum aldrei skilið, sýndi mér viðurkenningu og þakklæti sem ég hafði ekki einu sinni látið mig dreyma um. Það var eins og það væri eitt- hvað til sem væri sterkara en stríð, sterkara en gleymskan, gremjan, eitthvað mýkra, fornara, bráðara, holdlegra, frjálsara, eins og til væri afl óháð öllum stríðs- rekstri og sem gerir hetjudýrkun, ásakanir og hefndir hjákátlegar; afl sem ég mundi nefna Algeirs- hviðu. Þessar nýju systur mínar og ég gáfum hver annarri Alsír og fortíð okkar er framtíð án ofbeldis sem okkur dreymir í sameiningu. ■ * Nýynðið Algériance er þýtt með Algeirshviða til að ná fram hreyfing- unni og (fæðingar)hviðunni sem onöið vísartil. Á einum stað talar hún um Algériade eða Algeirskviðu og vísar með þeirri orðmynd til kvið- unnar sbr kviður Hómers þar sem stn'ð og hetjuskapur er mærður 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.