19. júní


19. júní - 19.06.2000, Síða 51

19. júní - 19.06.2000, Síða 51
Bergmál lífsins Sólarlagið kallar á nóttina. En dögun fylgir öllum nóttum. Ljósið kastar skugga á tilveruna. Tilveran er Ijós og myrkur. Ellin er nýr dagur. Dagurinn þjónar lifinu. Dauðinn er bergmál lífsins. Sr. Bragi Skúlason Er munur á sorgarviðbrögðum karla og kvenna? Eða er þetta kannski röng spurning? Ættum við kannski frekar að spyrja:Er munur á þeim farvegi, sem karl- ar annars vegar og konur hins vegar velja sér, eða fara í, þegar sorgin kveður dyra? Samanburður á sorgarferli kynjanna er ekki alltaf hjálplegur, því hætt er við að hann leiði til ásakana („Þótti þér ekki eins vænt um hana og mér?“), mis- skilnings („Hvers konar maður segir svona lagað?") og jafnvel höfnunarupplifunar (,,Eg kemst ekki nálægt þér lengur"). Sorgin er að sjálfsögðu persónubundin og ekki er raunhæft að segja, að konur syrgi á einn veg, en karl- menn á annan veg. Langtum fleira er sameiginlegt. Tómið, söknuðurinn, doðinn, reiðin, sektarkenndin, vanmáttar- kenndin, „hvað ef?"- hugsanir, grátköst, hjartsláttarköst, höfuð- kvalir, ofheyrnir, einmanaleiki, endurskoðun á markmiðum í lífinu. Sorgarferlið er fjölbreytt, en fólk upplifir margt af hinu sama. I starfi sorgarsamtaka kemur í Ijós, að almennt talað nýta ekklar sér síður möguleika í formi fræðslu og stuðningshóp- astarfs en ekkjur. Segir þetta að konur séu opnari í úrvinnslu sinni á sorginni? Ekki endilega, en þær eru a.m.k. duglegri við að nýta sér fræðslu- og stuðn- ingstilboð og þau virðast höfða til þeirra umfram karla. Hafa karlar ekki þörf fyrir fræðslu um sorgina? Jú, en kannski þarf að nálgast þeirra sorg, eða sorgar- úrvinnslu út frá öðrum forsend- um. Er ekki æskilegt, að kynin eigi aðgang að sameiginlegri umræðu, þar sem allir tala saman? Jú, en það hentar bara ekki öllum. Staðreyndin er sú, að lengst af hafa sorgarrannsóknir haft meiri hliðsjón af sorgarreynslu kvenna en karla. Þegar helminginn vantar Það er algeng upplifun í hópi ekkla að finnast eins og þá vanti hluta af sér þegar konan þeirra deyr. Margir þeirra finna líka óþyrmilega fyrir því að verkefni konunnar í lífi þeirra, sérstaklega í því sem víkur að tilfinningaleg- um þáttum, barnauppeldi, fjöl- skyldutengslum og heimilishaldi, eru víðtækari en þeir gerðu sér grein fyrir Þetta á sérstaklega við um ekkla, sem hafa mikið verið fjarri heimilinu vegna mikillar vinnu. Fyrir marga þeirra sem eru með ung börn er þetta eitt erfiðasta verkefnið. Margir ekklar standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að konan þeirra hafi líka verið besti vinur þeirra. Einmanaleiki er algeng upplifun. Margir finna fyrir sterkri upplifun endurminningabrota. Breytt tengsl við fjölskyldu, vinnufélaga og vini, fylgja í kjöl- farið. Hverjir eru eiginlega vinir í raun? Allt of margir ekklar flýja inn í heim vímunnar. Þaðan eru þung spor til baka. Sumir hefja konuna í dýrlingatölu. Sorgarferl- ið og dýpt þess skelfir marga ekkla og þeir óttast að missa stjórn á lífi sínu og finnst að þeir séu að missa geðheilsuna. Ekkill- inn þarf að læra að taka á verk- efnum lífsins „einn". Feður sem uppalendur I samfélagi okkar bera mæður ríkari ábyrgð á uppeldi barna en feður og því eiga sér stað tölu- verð umskipti þegar faðirinn tekur einn við ábyrgðinni og fær, a.m.k. fyrstu mánuðina eða árin á eftir (margir syrgja þó mun lengur), það erfiða verkefni að sinna eigin sorg og hugga jafn- framt börnin sfn. Ekklar virðast þó að einu leyti fá meiri stuðn- ing en ekkjur; þeim er oftar boðið í mat. Það er eins og sam- félagið í kringum þá reikni ekki með að þeir kunni að elda mat. En matarboðin eru líka tækifæri til að halda tengslum og kanna hvort allt sé í lagi. I þeim hluta sem snýr að rekstri heimilisins kemur í Ijós að ekklar í okkar samfélagi hafa afgerandi meiri tekjur en ekkjur I þeim hluta sem snýr að tilfinn- ingalegum þáttum og félagsleg- um þurfa feður að hafa meira fyrir því að skapa sér ákveðinn sess sem uppalendur og fyrir ekkla er það verkefni enn stærra. Nýja fjölskyldan Hverjir eiga sorgina? Við eigum hana öll, en stundum látum við eins og það séu bara hinir nán- ustu, mér liggur við að segja kjarnafjölskyldan, sem fær stuðninginn til sín, en aðrir gleymast. Oft gleymist sorg barna. Oft gleymist Ifka sorg eldri foreldra, sem missa full- orðna dóttur frá ungum börn- um. I Margir í þeim hópi vilja veita stuðning, en vita vart hvernig. Ekkillinn fær að segja sitt og halda sinni stefnu, en hvort hann fær leiðsögn er annað mál. Ef ekkillinn stofnar hins vegar til nýs sambands, þá verða til margs konar flækjur. Fyrrverandi tengdaforeldrar hans líta auðvitað ekki á sig sem fyrrverandi afa og ömmu barna- barnanna og nýja fjölskyldan, sem verður til við nýja hjóna- band ekkilsins, þarf að hafa í huga margvi'slegar skyldun sem blasa ekki við fyrr en grannt er skoðað. „Það er erfitt að vera „fyrrverandi". „Það er svo oft þannig að það sem var einu sinni svo einfalt, er það ekki lengur. Nú er maður gervi- þetta eða gervi- hitt og fyrrver- andi þetta og fyrrverandi hitt. Eg er gerviafi fyrir barnabörn konunnar minnar og fjölskylda fyrri konu minnar, sem ég missti, vill hafa samband við börnin okkar; en ekki mig, Það er eins og að þau hafi verið eingetin." Þeir ekklar sem fara of fljótt í annað samband lenda margir í miklum hremmingum. Nýja sambandið rúmar illa saman- burð síðari maka við hina fyrri, sérstaklega ef hin fyrri er í dýrlingatölu. „Hann er giftur mér núna, en hann getur ekki hætt að hugsa um fyrri konuna sem hann missti. Hann sagði mér aldrei að þetta væri svona erfitt. Mér finnst hann hafa svik- ið rrnig." Hvernig á mér að líða? Sorgin er einkamál á Islandi og þess vegna eru sýnilegar fyrir- myndir fáar og jafnvel ekki fyrir hendi innan fjölskyldnanna. Margir eru tilbúnir að veita leið- beiningar um hvernig manni á að líða. Færri eru tilbúnir að hlusta, gefa sér tíma, gefa af nærveru sinni. Ég einn veit hvernig mér líður. Og ég er sjálfum mér samkvæmur; þá er það rétt líðan fyrir mig, sama hvað aðrir segja. En það er erf- itt að vera öðru vísi en aðrir Mér myndi aldrei koma til hugar að fara að segja nokkrum hvernig mér líður Hver gæti svo sem höndlað það? Þegar ein- hver spyr mig: „Ertu ekki hress?" þá svara ég ævinlega: „Jú, heldur betur." Dauðinn er bergmál lífsins. Viðhorf okkar til lífsins berg- mála líka í viðhorfunum til dauðans. ■ 51

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.