19. júní


19. júní - 19.06.2000, Síða 54

19. júní - 19.06.2000, Síða 54
Mín kona á 20. öldinni Ef litið er um öxl á árþúsundamótum verður fljótt Ijóst hve gífurlegar breytingar hafa orðið á lífinu í landinu á 20. öldinni. Við hugsum með aðdáun um hvernig gengnar kynslóðir lögðu grundvöllinn að velmegunarsamfélagi nútímans. Konur unnu braut- ryðjendastarf í mörgum greinum og mörkuðu djúp spor í sögu samtíðar sinnar við ótrúlega erfiðar aðstæður. Gunnhildur Hrólfsdóttir leitaði svara við spurningunni „Hver er þín kona á 20. öldinni og á hvern hátt hefur hún mótað þig og samtíð sína?" Björg Andrésdóttir húsmóöir frá Eskifirði „Ég minnist margra kvenna sem voru merkilegar á sinni tíð en ég held ég nefni Halldóru Bjarnadóttur. Hún stofnaði kvennablaðið Hlín sem var í hennar umsjón í 43 ár Valgerður móðir mín keypti blaðið og allir í fjölskyldunni höfðu gaman af.‘‘ Halldóra var fædd árið 1873. Hún stundaði nám í Noregi á árunum 1896-1899 og varð síðar skólastjóri á Akureyri. Um Halldóru er sagt að hún hafði lagt grundvöll að skólamálum þjóðarinnar og átt mikinn þátt í að gera Akureyri að menntasetri. Hún beitti sér fyrir stofnun Sambands norðlenskra kvenna og var tilgangurinn að efla samúð og samvinnu meðal kvenna á félagssvæð- inu. Konur í sambandinu beittu sér fyrir leiðbeiningum í garðyrkju heimila. Halldóra helgaði sig kennslu, heimilisiðnaði og félagsmálum kvenna. I 33 ár ferðaðist hún um land- ið og kenndí bæði vefnað og hannyrð- ir Björg minnist þessarar merku konu er hún fór um landið og kenndi konum að prjóna svonefndan „Hall- dóruhæl". A þessum tíma var hart í ári og rann Halldóru til rifja innflutningur á grófum leistum til sjómanna. Hún rakti upp skoska leista og lærði þannig hælinn, sem seinna breiddist út um landið ásamt leistunum. Settar voru fastar, ákveðnar reglur um þyngd, lag, númer og verð. Framleiðslan gekk ágætlega og salan greiðlega. ,,A þeim tíma þótti fínt að ganga í lopa- leistum með Halldóruhæl og uppreimuðum klossum," segir Björg um konuna sem með Guðs hjálp og aðstoð góðra manna helgaði starfskrafta sína kennslu og leiðbeiningum í þeim efnum sem hún áleit holl og heilsusamleg fyrir þjóðina. ■ Ásbjörg Una nemi í bókmenntafræði í Háskóla íslands og félagi í Bríeti-Félagi ungra feminista aðrar Svo að ég legg til að allar kvenréttindakonur fái titillinn þvf að þær eiga það allar skilið. Ég vil krýna allar þessar konur ...þessa fyrir- rennara mína sem hafa gert mig það sem ég er í dag og ég vona að ég eigi eftir að hjálpa einhverjum í framtíðinni," segir Ásbjörg Una en hún er í félagi kvenna sem kenna sig við baráttukonuna Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist 27. september 1856 í Húnavatnssýslu og gekk í kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Ritgerð hennar „Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna, eftir unga stúlku í Reykjavík" birtist í Fjall- konunni 1885. Þetta var fyrsta ritgerð sem komið hafði út hér á landi eftir konu og var mörgum getum að því leitt hver höfundur hennar væri. Hún var einnig fyrsta konan sem hélt fyrir- lestur á Islandi. Bar hann nafnið „Kjör og réttindi kvenna". Briét gaf út Kvennablaðið 1895-1920, blað um réttindi kvenna til sömu starfa og launa og karlar Einnig ferðaðist hún um landið og hélt fyrírlestra um réttindabaráttu kvenna. Briét stofnaði Kvenréttindafélag Islands 27. janúar árið 1907. Verkefni félagsins hefur verið að vinna að fullu jafnrétti kvenna og karla. Kven- réttindafélagið beitti sér einkum fyrir því að ná fram stjórnmálaleg- um réttindum, kjörgengi og kosningaréttí, sem íslenskar konur síðan öðluðust með stjórnarskrárbreytingu 19. júní 1915. ■ „Mín kona á 20. öldinni er allt í senn, hugrökk, sterk, og réttsýnn frumkvöð- ull. Ekkert gat stöðvað hana og hún hafði ótrúlegt úthald íbaráttu sinni fyrir réttindum kvenna til sömu starfa og launa og karlar Ég tel að allar konur sem hafa staðið í kvenréttindabarátt- unni eigi það vel skilið að vera kallaðar kona aldarinnar Þær hafa allar lagt bar- áttunni mikið lið og mér finnst það ósanngjarnt að nefna einhverja eina bara því að hún hefur verið sýnilegri en 1 54

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.