19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 56

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 56
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands á árunum 1980 til 1996 „Mfn kona 20. aldarinnar var móðir mín, Sigríður Eiríksdóttir hjúkrun- arkona," segir Vigdís. „Lífsafstaða hennar hefur mótað mig meir en mig nokkru sinni óraði fyrir á yngri árum. Sigríður Eiríksdóttir var afar sterkur persónuleiki, mikill brautryðjandi í hjúkrunar- og heilsuverndarmálum á Islandi, lét til sín taka í ótal velferðar- málum þjóðfélagsins og dró hvergi af sér þegar um hugðarefni hennar var að ræða. Hún var meðal þeirra sem ýttu úr vör félagi hjúkrunarfræðinga á Islandi, var snemma kjörin for- maður þeirra og gegndi því starfi um langt árabil. Hún fylgdi fast eftir viðgangi félagsins í launa- og lífeyrismálum og hvatti til aukinnar menntunar á öllum sviðum." Vigdís heldur áfram að rifja upp minningar úr æsku sinni. „Stúlkur utan af landi, sem hjá okkur bjuggu í svonefndri vist við að létta undir á stóru heimili, voru áður en þær vissu af komnar í Hjúkrunarskól- ann. Mamma rak heima hjá sér Hjúkrunarfélagið Líkn, sem m.a. var undanfari Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík, en útvegaði þar að auki hjúkrunarkonur til að sinna sjúklingum í heimahúsum. Hún hafði víðtæk áhrif í hreinlætismálum landsmanna með ótal útvarpserind- um og blaðagreinum. Heima hjá mér stóð alltaf ritvél á borðstofu- borðinu á milli mála, þar sem mamma sat og skrifaði innan um pappíra í stöflum," segir hún. „Mér fannst það hallærislegt þegar ég var krakki en seinna komst ég að þvf að vinkonum mfnum hafði fundist til þessa koma. Það var svo óvenjulegt. Mamma var félagsvera út í fingur- góma," heldurVigdís áfram, „hún lét sér fátt mannlegt óviðkomandi, kom auga á spaugilegu hliðarnar í lífinu og hafði gaman af því að segja frá þeim, orðheppin og fyndin. Hún hafði óbil- andi kjark þegar hún var að koma baráttumálum sfnum í höfn. Hún fór á fundi og þing á ýmsa staði í heiminum, kjörin víða til forystu svo okkur fannst stundum nóg um. Störf hennar voru metin að verðleikum. Hún var heiðursfélagi í öllum hjúkrunarfélögum Norð- urlanda og hlaut æðsta heiðursmerki Rauða krossins, Florence Nightingale-orðuna. Heima var hún börnum sínum góð mamma og bónda sfnum sæmdarhúsfreyja. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og þá um leið til okkar sem fyrirmynd. Hún tamdi okkur börnunum sjálfsaga og sjálfsvirðingu án þess að nokkuð væri sérstaklega um það talað. A heimilinu var svo sannarlega félagsmálalíf og fjör; með stjórnar- fundum og kaffiuppáhellingum, en þar ríkti einnig mikil ástúð og væntumþykjan lá allar stundir í loftinu Hún átti afar fallegan garð og safnaði þar fslenskum jurtum. Það var hún sem kenndi mér að gróð- ursetja," segir Vigdfs Finnbogadóttir um móður sfna, Sigríði Eiríks- dóttur hjúkrunarkonu. ■ Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur og fyrrverandi formaður Rithöfundasambands íslands „Mfn kona á 20. öldinni er Simone de Beauvoir. Verk hennar, bæði skáldsögurnar og fræðiritið Hitt kynið, höfðu mikil áhrif á mig á menntaskóla- árunum og vöktu mig til vitundar um stöðu konunnar og mikilvægi kven- réttindahreyfingan" segir Ingibjörg. „Þótt langt sé um liðið minnist ég þess að hafa heillast af kvenlýsingun- um í skáldsögum eins og Mandarín- arnir og Blóð annarra, og einnig af stílnum, sem mér fannst mjög flottur Eg man ekki nákvæmlega hvers vegna ég fór að lesa Simone de Beauvoir en ég er ekki frá þvf að tilvistarstefnan hafi verið í tísku á þessum árum, um og eftir 1960, gott ef ekki var haldið „existensía- listaball" i' Iþöku þegar ég var f MR,“ segir Ingibjörg. „Þegar ég las Hitt kynið fannst mér að þessa bók ættu allar konur að lesa, og reyndi að koma þeirri skoðun minni á framfæri en því miður við dræmar undirtektin" bætir hún við. „Löngu seinna starfaði ég f Rauð- sokkahreyfingunni og þar komu fræðin sem ég lærði hjá þessum uppáhalds- höfundi mínum mér að góðu gagni. Eg er enn þeirrar skoðunar að Hitt kynið sé merkasta bók um konur sem ég hef lesið. I henni rekur höfundurinn sögu kvenna, hvernig þær urðu „hitt kynið" f stað þess að bæði kynin væru manneskjur sem stæðu jafnfætis og nytu jafnréttis. Hvernig hugtök eins og „hlutverk kvenna", „kvenleiki" og „staða konunnar" voru notuð til að binda þær fastar á sinn bás. Kannski var það Simone að kenna að mér stóð alltaf stuggur af hugtakinu „reynsluheimur kvenna" þegar það var á allra vörum fyrir nokkrum árum. Auðvitað hefur mjög margt breyst á undanförnum áratugum, sem betur fer," heldur Ingibjörg áfram, „en við eigum þó enn ýmislegt ólært f kvennabaráttunni og ég er ekki í nokkrum vafa um að Hitt kynið getur enn opnað augu ungra kvenna og vakið þær til vitundar um að frelsið og jafnréttið koma ekki til okkar á silfurfati, við þurfum stöðugt að vera á verði. Ef ein- hver efast um það ætti sá hinn sami að hugleiða klámbylgjuna sem flæðir nú yfir okkar ágæta föðurland." ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.