19. júní


19. júní - 19.06.2000, Page 71

19. júní - 19.06.2000, Page 71
undan hugmyndum sem maður hélt að væru hjálplegar en eru það alls ekki þegar betur er að gáð." Hvernig gekk þér að lesa Freud? „Eg byrjaði að lesa hann með drjúgan skammt af fordómum, en það kom mér skemmtilega á óvart hvað var gaman að lesa hann. Freud skrifar mjög skýran og aðgengilegan texta, það er svolftið eins og hann sé að hugsa upphátt og útskýra jafn- óðum kenningar sínar fyrir les- andanum. Það sem hann skrifar er þó misjafnlega áhugavert og einna helst hefur hann hefur verið gagnrýndur fyrir kenningar sínar um mótun kvenna. Hann viðurkenndi fúslega sjálfur að hann áttaði sig illa á konum, þ.e.a.s. hvað það væri sem gerði konur að konum. Hann var lit- aður af þeim hugsunarhætti að karlmaðurinn væri æðra kynið og taldi konur upplifa sig síðri karlmanninum. Freud tengir þetta við líffræðilegan mun kynj- anna, að örlög konunnar ráðist af því að hana vanti getnaðarlim og því sé kjarninn í sjálfsmynd hennar vöntun og öfund í garð karlmanna. Þetta telur hann varpa Ijósi á vanmáttarkennd kvenna og undirokun þeirra, en hvort tveggja rekur Freud til þess að þær vanti þetta merki- lega líffæri." Ýmislegt orkar tvímælis Eftir að hafa lesið Freud , skil- ur þú það sem hann segir um konur? ,,Eg skil og skil ekki. Mérfinnst ýmislegt orka tvímælis, sérstak- lega eftir að hafa lesið gagnrýni á kenningar hans og kynnt mér fleiri hugmyndir; og er auðvitað ekki ein um að telja Freud hafa verið á villigötum þegar kom að útskýringum hans á mótun kvenna." Getur þú sagt okkur aðeins um það þegar farið var að end- urskoða og endurmeta kenningar Freuds? „Það hefur í raun farið fram endurskoðun og endurmat á kenningum hans frá fyrstu tíð. Það sem er óbreytt frá kenning- um Freuds er áherslan á mikil- vægi barnæskunnar og áhrif undirmeðvitundarinnan því sál- greiningin gengur út frá því að forritið að persónuleikanum sé að miklu leyti búið til á fyrstu árum ævinnar Fókusinn hefur hins vegar færst frá bernskunni til frumbernskunnar og frá föður til móður. Eins og við komum inn á áðan þá var Freud mjög upptekinn af mikilvægi karlmannsins og þá ekki síst mikilvægi föðurins, en eftir hans daga hefur móðurinni verið gefið mun meira vægi. Inn í þá umræðu hafa komið kenningar femim'skra sálgreina, en þeim fannst mikið vanta upp á eigin skilning og annars fagfólks á konum sem eiga í stríði við lík- ama sinn eða eru háðar karl- mönnum sem misbjóða þeim andlega og líkamlega. Þær ótt- uðust að sálgreiningu væri beitt sem aðlögunaraðferð til að fá konur til að sætta sig við hlut- skipti sitt á grundvelli með- fæddra eiginleika í samræmi við kenningar Freuds um að konan væri fædd síðri karlinum. Þessu höfnuðu þær og horfðu þess í stað til áhrifa tengslamyndunar. Til þess að skilja hvernig við öðlumst vitund um okkur sjálf sem karl eða konu fannst þeim lykilatriði að skoða hvaða áhrif það hefur að bæði kynin kynn- ast heiminum í tengslum við sterka og máttuga konu. Þessi fyrstu tengsl hafa ólík áhrif á sjálfsmynd drengja og stúlkna og ekki síst, á ómeðvitaða afstöðu þeirra til kvenna." „Hættu nú að leika sál- greini mamma!" Var erfitt að fara út! nám með fjölskylduna og breyta algjörlega um lífsstíl? „Við fórum öll saman, maður- inn minn, börnin og ég, og þetta var ómetanleg lífsreynsla. Fyrsta árið var ansi erfitt, en þegar á heildina er litið er þetta einhver besti tími sem ég hef lifað. Við bjuggum í litlum bæ í norður af London og vorum eins og hverj- ir aðrir námsmenn. Ég var þrítug og á alveg réttum tímapunkti til að fara í svona erfitt nám. Þetta var mjög krefjandi en ánægju- legur tfmi og í dag hugsum við fjölskyldan um þennan tíma með góðri tilfinningu." Kemur fjölskyldan þín stundum og leggst á bekkinn? „Nei," segir Sæunn og hlær, „ekki nema til að hvíla sig! Nei, maður getur Iftið gert fyrir fjöl- skyldu sína í svona málum." Það yrði kannski of erfitt? „Já, krakkarnir mfnir segja nú stundum: „Æ, góða mamma, hættu nú að leika sálgreini við okkur,” þegar þeim finnst ég ganga of langt í sálfræðilegum útskýringum. En auðvitað er ég mótuð af þessum kenningum og þeirri þekkingu sem mér finnst ég hafa, líka þegar ég er að tala við bömin mfn, en maður verður auðvitað að passa sig, ég get ekki og á ekki að vera með- ferðar aðili þeirra." Nýtir hugmyndir feminískra sálgreina Hefur þú nóg að gera? „Já, ég hef það, fólk er yfirleitt í langtfmameðferð hjá mér. Það vill vita meira um sjálft sig, og það tekur langan tíma að byggja upp traust og finna sig það öruggan að hægt sé að slaka á hömlunum. I sálgreiningarmeð- ferð ertu að reyna að nálgast það ómeðvitaða og það gerist ekki með þvf að bretta upp ermarnar og einsetja sér að komast til botns í hlutunum í einhverjum flýti. Svona meðferð byggist þvf ekki á spurningum og svörum. Við erum öll með sterkar varnir; partur af okkur vill fá að vita hlutina og komast lengra og breytast en það er annar partur sem vill það alls ekki og streitist á móti. I viðtöl- unum mælist ég til þess að fólk tali um hvaðeina sem kemur upp f hugann, sé ekkert sérstak- lega undirbúið, tali um fantasíur; dagdrauma og um okkar sam- skipti. Með þvf móti sneiðir maður fram hjá ritskoðuninni og skynseminni og fær vísbend- ingar um það sem er ómeðvit- að, en mitt hlutverk er einmitt að hlusta eftir þeim. Hvernig líður þér þegar með- ferðinni er lokið, þú kveður við- komandi og veist að meðferðin hefur tekist vel? „Fólki sem kemur til mfn Ifður oft mjög illa, margir eiga að baki sára lífsreynslu og eru að takast á við erfiða hluti, en það eru mörg augnablik sem gefa þessari vínnu gildi. Til dæmis þegar ég finn að það hefur orðið einhver tenging og breyting sem verður til þess að fólk fær nýja sýn. Það eru forréttindin við þetta starf, að fá að vera þátttakandi í breytingum sem skipta fólk verulegu máli." Sæunn, lítur þú á þig sem femin- ískan sálgreini? „Eg hef alltaf verið svolítið hik- andi við að setja á mig merki- miða, en ég nýti mér hugmyndir feminfskra sálgreina og finnst þær mjög gagnlegar t.d. við að skoða hvernig konur upplifa sjálfar sig, en þá horfi ég m.a. til tengsla þeirra við mæður sfnar. Mér finnst mikilvægt að sanka að mér allskonar kenningum, þær eru gagnabankinn minn, og svo tfni ég út það sem ég tel vera nýtilegt fyrir hvern og einn." ■ 71

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.