19. júní


19. júní - 19.06.2001, Page 11

19. júní - 19.06.2001, Page 11
Auglýsingaherferðin mbl.is - Fylgstu með því nýjasta. Höfundar: Gott fólk/McCann-Erickson Mig langar því til að gagnrýna hér auglýsingar sem hafa verið áberandi á fyrsta hálfa ári aldarinnar. Annarsvegar mbl.is - Fylgstu með því nýjasta, sem hófst í febrúar, og hinsvegar VISA - Á morgun kemur nýr dagur, í aprfl og maí. Endurkoma gálunnar Ástæða þessarar löngunar minnar á rætur að rekja til 1988 en þá kynntist ég auglýsingagerð og auglýsingasálfræði, sem ég kenndi svo í framhaldsskólum í nokkur ár. Ég lærði að lesa myndir á þessu tímabili. Það sem vakti mig til umhugsunar núna var endurkoma mynda frá sjöunda áratugnum eða auglýsinga sem við hlógum að fyrir 10 árum, eins og af konunni sem var aðgerðalaus, gála, húsmóðir eða ástmey sem ævinlega studdi sig við ástmann- inn og dytti ef hann yfirgæfi hana. Einnig skemmtum við okkur yfir auglýsingum sem sýndu glaumgosann sem vafði konum um fingur sér eða fót. Staða kynjanna í auglýsingum virðist vera gengin aftur: Karlinn treystir á sjálfan sig. Konan treystir á karlinn, og notar útlitið til að heilla eða tæla hann til að gefa sér það sem hún vill. Fullyrðingar (klisjur) eins og „auglýsingar spegla samfélagið" eða „auglýsingar endurspegla þjóðfélagið" eru víðkunnar, en ákveðnar Ifkur eru á að auglýsingar eigi Ifka sterkan þátt í að skapa samfélagið. Einnig geta þær varpað Ijósi á hversu erfitt sé að uppræta fordóma og breyta stöðluðum (úr- eltum) myndum kynjanna. Þess vegna er mikilvægt að fjalla um þær, skoða myndmálið, og spyrja hvers vegna? Ég hef valiö tvær myndir úr hvorri nefndri auglýsingaherferö til að greina og túlka, enda voru þær höfuömyndir herferðanna. Markhópur auglýsinganna er líklega 18-24 ára, líkt og aldur fyrirsætanna á myndunum virðist vera. Varan er annars vegar (frétta)vefurinn mbl.is og hins vegar greiðslukort á vegum VISA. Auglýsingarnar einkennast af snöggum texta: „Fylgstu með því nýjasta", „Á morgun er nýr dagur" eða „ný framtíð" en orðið „nýtt" er algengasta orðið í sögu auglýsinganna ásamt orðinu „betra". Tíðarandinn í herferðunum er eitt- hvað sem sennilega flokkast undir hugtakið „kúl" (cool, svalt) og er svartur litur áberandi. Hefst nú greiningin. (Ég minni á að fyrirsæturnar eru líkt og leikarar í hlutverkum, og engin setning eða fullyrðing hefur merkingu fyrir þær persónulega). Fylgstu með því nýjasta: Karlinn Ungur karlmaður (18-24) í forgrunni svífur inn í myndina og horfir í augu les- anda. Hann er í gráum (einkennis)jakka með maósniði. Hann er með litaö Ijóst hár (aríi) og kinnarnar eru innfallnar en einbeittur svipurinn sýnir ákveöinn vilja eða ætlun. En hvað vill hann? í myndum Errós vekja jakkar með þessu sniði hugrenningar um vald, og bakgrunnurinn í þessari mynd staðfestir þann grun, og veitir mikilvægar upplýsingar um viljann. Yfir kaldri Tjörninni sem merkir (kalda) skynsemina fljúga hvítir svanir, en þessir fuglar eru þekktir I myndum sem fallísk tákn (langur hálsinn) um girndina til að fá vilja sínum framgengt. Ráðhúsið afhjúpar vilja unga mannsins, enda er það tákn, og raunveruleg heimkynni, valda í borginni. Girndin krefst yfirráða og karlinn beitir skynseminni til að öðlast þessi eftirsóttu völd. Gleði er ekki að finna í andlitinu enda er hún ekki kúl, og blár himininn hörfar undan myrkri tíðarandans sem ungi maðurinn er fulltrúi fyrir. Karlinn er samt „sólin" eins og táknfræðin gerir ráð fyrir og er hún táknuð með Ijósinu vinstra megin í jaðrinum. Ekkert (og allra síst konan) þrífst án sólarinnar. Texti auglýsingarinnar er mbl.is - fylgstu með því nýjasta. Tvíræðni og helst margræðni er eitt megineinkenni auglýsinga sem eitthvað er spunníð í, og nánast móðgun við textagerðafólk að gera ráð fyrir að orðin merki einungis það eitt. Texti og mynd eiga einnig að kallast á og hér vísar textinn bæði á vefinn mbl.is og á form og útlit fyrirsætunnar. Fréttamennirnir birta nýjustu atburðina og fyrirsætan sýnir nýjasta útlitið; líkamsformið og fötin. Skilaboð auglýsingarinnar eru að þessi karl sé vaxinn og klæddur samkvæmt nýjustu tísku. Hann er ekki hamingjusamur heldur tilfinningalaus (kúl), en veit hvað hann vill (völd) og hvernig best er að líta út (föt, likami) til að ná athygli. Hann þekkir einnig aðferðina (skynsemi, rökræða) til að ná völdum, og til þess þarf sennilega að lesa stjórnmála- og viðskiptafréttirnar á mbl.is. 9

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.