19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 55

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 55
óþekkt fyrirbæri. En tískuiðnaöurinn, auglýsingabransinn og tískublöð hafa áratugum saman stuðlað að þeirri ímynd sem hófst með Twiggy - af vannærðum stúlkum og nú síðustu ár - með sílíkon í brjóstunum. Það þarf sterk bein til að láta þessa afskræmingu á kvenlegri reisn ekki beygja sig, þessa stöðluðu kvenímynd - fyrirsætur á Ijósmynd með tóman svip og áhugalaus augu - grindhoraðar á valdi Ijósmyndarans. Ekki liklegar til að hafa áhuga á stjórnmálum - eða umheiminum. Þetta eru viðmiö ungra kvenna í dag - það er ef marka má fjölmiðla. Og ef marka má fréttaskýringu þá ætti ástæðan að vera sú að konur eru helst að fást við eitthvað svona - í megrun eða brjóstastækkun - til að ná lengra í heimi karlanna! Og ef þær ná að segja eitthvað fréttnæmt á skjánum - þá eru þær nær undantekningarlaust undir 35 ára samkvæmt fyrrgreindri skýrslu nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins. Konur eru úti í kuldanum þegar kemur að því ræða alvarlegu málin og taka ákvarðanir sem skipta sköpum - líka fyrir hag kvenna. Það er vettvangur karlana. Þetta er sú mynd sem blasir við, á skjánum og í bankanum. Karlarnir tróna efst og ráða - konurnar eru sætar að flytja fréttir eða sitja í afgreiðslunni - búið að setja þær „gömlu" til hliöar - og áhrifin eru þau að sjálfsmynd kvenna er önnur. Enda heyrist oft talað um „súperkonur" - og „karrferkonur" og þá átt við einhverjar sem hafa náð að komast inn f „heim" karlanna - en þá þær eru sagðar vera „kjarnorkukonur" - „valkyrjur", „frekar" - í besta falli „duglegar" - en ekki „bráðgáfaðar" og „skarpgreindar" eins og karlarnir. Það er einna líkast að þær hafi náð að brjótast upp úr hinu ósýnilega „glerþaki" sakir líkamlegs atgervis en ekki vegna vitsmuna. Hver man ekki eftir Járnfrúnni? Eins og fjöl- miðlar kölluðu Margaret Thatcher. Duglegar - eins og þær séu að skúra sig áfram í heimi sem þær annars eiga ekkert tilkall til. „Ofboðsleg læti eru í þér" sagði karlrembulegur menningarviti viö konu sem var að tjá sig um alvarleg mál á opinberum vettvangi - án nokkurrar háreysti. Borubrattur karl í heita pottinum hreytir til kvenna sem ræða jafnréttismál: Það eru þið sem alið þessa drengi upp! Hvarflar ekki að honum að feðurnir komi þar nálægt? Það er svolítið tragikómískt að fjölmiölar hér skuli banda frá hendi og segjast vera endurspegla eitthvað á meðan Evrópuráðið viðrar þungar áhyggjur af því hvernig stöðu kvenna sé háttað - á þjóðþingum - f ríkisstjórnum - og víðar. Það er engin kona í forsvari fyrir rfkisstjórn í Evrópu. Sú staðreynd í bland við þá fmynd sem er dregin upp af konum þaggar niöur í þeim, að mati Frank Michelmans, prófessors í lögum við Harvard. Hann segir að óheft tjáningarfrelsi, þar með klám, hafi þau áhrif að hefta tjáningarfrelsi annarra. Það er ekki þaggað niður í konum með háreysti heldur með röksemdum og áróðurs- kenndri kvenfmynd sem sfðan hefur áhrif á sjálf- smynd kvenna, langanir, þarfir, væntingar og stöðu. Þeim finnst fyrir vikið þær hafi lítið til málanna að leggja. Tjáningarfrelsiö sem verndað er í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum nær yfir vítt svið. Undir það heyra frelsið til að tjá sig, frelsið til að hafa og móta skoðun og frelsið til að taka við og miðla áfram upplýsingum. Þetta grundvallarfrelsi þjónar þeim tilgangi að vernda lýðræðið og einstaklinginn til að ná þroska í sam- félagi við aðra með reisn. Það er ekki mikil reisn yfir fslenskum fjölmiðlum þegar hlutur kvenna er skoðaður. Þar af leiðir að það er heldur ekki mikil reisn yfir fslensku samfélagi þegar hlutur kvenna er skoðaður. Þögul hógværð, sagði Aristóteles að væri aðalsmerki konunnar en óæskilegur eiginleiki í fari karla. Það er ekki þögul hógværð sem heldur aftur af konum nú. Það er miklu fremur minnimáttarkennd sem stafar af því hvernig komið er fram við þær. Þeim er haldið niðri - rétt eins og blökkumönnum var haldið aðskild- um frá hvíta manninum heilli öld eftir að bókin um kofa Tómasar frænda dró bandarlsku þjóðina til ábyrgðar fyrir þrælahald. Eða svo sagði Lincoln við höfundinn Harriet Beecher Stowe, „ert þú litla konan sem hrundir þessu stríði af stað"? (Kona sem hafði áhrif og var smávaxin f ofanálag!) Og hvað einkennir helst vandamál blökkumanna ístórborgum Bandaríkjanna nú? Skorturá sjálfs- trausti og þar af leiðandi samstöðu. Martin Luther King sagði í frægri ræðu árið 1963 að hann ætti sér draum um að börnin hans fjögur yrðu aldrei dæmd vegna litarhaftsins heldur vegna persónulegra eiginleika. Hann gerði sér grein fyrir því að það var ekki nóg að lögfesta bann við mismunun ef ekkert var gert til að leiðrétta þann ójöfnuð sem hafði þrifist í skjóli mismununar og héldi áfram að viögangast ef ekki væri gripið til aðgerða. Margar konur segjast ekki vilja sjá jákvæða mismunun - jákvæðar aðgerðir til að leiörétta þann ójöfnuð sem ríkir. „Ég vil ekki fá starfið (bara) af því að ég er kona." Hin fleygu orð Martins Luther? Kings hafa verið notuð gegn málstaðnum sem hann baröist fyrir (líkt og frelsi Mills); ekki síst af þeim sem vilja alls ekki að stjórnvöld grípi til jákvæðra aðgerða til að rétta hlut blökkumanna. Réttvísin er blind (það eru til lög í Frakklandi sem banna bæði ríkum og fátækum að sofa undir brúm)" segja þeir helst sem kæra sig ekkert um að breyta valdahlut- föllunum í samfélaginu - vilja að minnihlutahópar séu áfram minnihlutahópar og konur haldi sig á mottunni. „Jafnrétti fyrir alla" - segja þessar raddir - eins og mannkyn sé á byrjunarreit, „enga kvóta, engar aðgerðir" (dulmál yfir status quo). Ég á mér líka þann draum að börnin mín fjögur njóti sannmælis vegna persónu- leika og siöferöisþreks en verðí ekki útilokuö á einhverjum annarlegum fors- endum - sem þar að auki strlða gegn jafnræðisreglu stjónarskrárinnar. Sumir segja að eina leiðin til að berjast gegn mismunun sé með mismunun. En er það endilega mismunun að skerast í leikinn og aðstoða þá sem eru órétti beittir? Frelsi til að gera það sem manni sýnist svo fremi að maður skaöi ekki aðra - er ekki frelsi ef að einstaklingurinn er neyddur til þess athæfis, tældur eða blekktur, eins og Mill benti á. Hann var einlægur málsvari skoðanafrelsis og benti á þær hættur sem stöfuðu af samfélagslegum fordómum og skoðana- kúgun - þar sem einstaklingum væri hegnt fyrir að rísa gegn ríkjandi viðhorfum eins og Sókrates var tekinn af lífi í Grikklandi til forna fyrir aö afneita þeim guðum sem ríkiö hafði sett á stall. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.