19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 68

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 68
rétta mynd af konum á atvinnumarkaöinum. Three Men and a Baby, Mulan og „Michael Douglas-þrenningin" endurspegla allar vaxandi áhuga manna á kynhlutverkunum undanfarin ár. Þessi áhugi hefur skapað umræðuvettvang bæði fyrir hefðbundnar og nýstárlegar hugmyndir. Umræðan hefur ratað með ýmsum hætti inn í samfélagið: t.d. með bókunum um Mars og Venus eftir John Gray þar sem gert út á eðlisbundinn kynjamun og bókinni Gender Outlaw: On Men, Women and the Rest of Us þar sem hann er gerður að engu. Síðarnefnda bókin byggist á ævi „kynskiptingsins" Kate Bornstein sem heldur því m.a. fram að kynhlutverkin séu eingöngu félagslega mótuð fyrirbæri. Fleiri kvikmyndir skoða kynhlutverkin Það verður þó að muna að umræðan um félagsmótuð kynhlutverk hefur ekki átt sama fylgi að fagna og eðlishyggjan í gegnum tíðina. En með ýmsum samfélagsbreytingum, m.a. með síaukinni þátttöku kvenna á atvinnumarkaðinum og karla á heimilum, hefur henni vaxið fiskur um hrygg. Nú eru fleiri kvikmyndir sem skoða kynhlutverk út frá nýju sjónarhorni framleiddar en nokkru sinni fyrr. Hins vegar er aöeins lítill hluti þessara mynda sem tekur almennilega á viðfangsefninu. Þetta- eru sjaldnast Hollywood-myndir, sem enn ríg- halda í gömlu gildin, heldur myndir sem eru yfir- leitt gerðar af sjálfstætt starfandi kvikmynda- gerðarmönnum og dreift af litlum fyrirtækjum. Ástæðuna má rekja til þess að þessar myndir eru ódýrar í framleiðslu og koma því sjaldnast út í tapi þótt fáir sjá þær. Þetta þýðir að fram- leiðendurnir gefa kvikmyndagerðarmönnum aukið svigrúm til að fara nýjar og óhefðbundnar leiðir sem stóru fyrirtækin myndu aldrei samþykkja. Nýleg dæmi um það eru kvikmyndirnar Girlfight (Karyn Kusama, 2000) og Billy Elliot (Stephen Daldry, 2000). Báðar myndir fjalla um ungt fólk sem stígur út fyrir hefðbundin kynhlutverk og rís um leið gegn samfélagslegum gildum. Girlfight segir af táningsstúlkunni Diane sem hefur lengi búið við heimilisofbeldi og finnur tilfinningum sínum farveg í hnefaleikum. Billy Elliot segir af sam- nefndum dreng sem á sér þá ósk heitasta að æfa ballet en fær það ekki fyrir ráðríkum föður sínum og eldri bróður. Myndirnar kallast á þótt sviðsetningarnar séu ólíkar, önnur er lýsing á aðstæðum íbúa í fátækrahverfi og í hinni er verk- fall námuverkamanna á Englandi árið 1984 í bakgrunni. Báðar myndir eru hefðbundnar í þeim skilningi að þær lýsa ameríska draum- num (þótt önnur sé bresk), þ.e. lítilmagnanum sem yfirstígur allar hindranir til að uppfylla draum sinn. í báðum myndum skiptir úrvinnslan á efninu þó meira máli. T.a.m. hefði hæglega mátt útskýra val krakkanna með því að gera þau samkynhneigð en Diane er látin falla fyrir í strák í ræktinni og balletinn á hug Billy allan. Þannig er snúið er út úr goðsögninni um strákastelpuna og ballet- hommann. Hins vegar má líka segja að þetta sýni að aðstandendurnir hafi ekki þorað að særa blygðunarkennd áhorfenda, frekar en Hollywood-leikstjórarnir, með því að ganga of langt. Það sem er hins vegar fágætt en jákvætt við myndir eins og Billy Elliot og Girlfight er að hetjurnar leggja ekki upp laupana þótt þær hafi sannað síg eins og Fa Mulan gerir í Mulan, eitthvað sem er nýtt af nálinni. Þær fórna ekki frelsinu: Diane heldur áfram að boxa þótt hún sigri í hverjum bardaganum á fætur öðrum. Billy gengur I balletskólann eftir að hafa fengið inngöngu þótt það muni kosta föður hans nánast aleiguna að borga námið. Þótt þessar myndir séu geröar af óháðum aðilum eru óskarsverðlauna- tilnefningar Billy Elliot e.t.v. vísbending um að Hollywood hafi loks fengið áhuga á að skoða kynin og kynhlutverkin I takt við tíðarandann. Draumaverksmiðjan I Hollywood er fyrir löngu orðin uppiskroppa með hugmyndir eins og sést af þeim fjölmörgu endurgerðum sem þaðan streyma. Ýmist eru gamlar vinsælar Hollywood kvikmyndir endurgerðar, evrópskar kvikmyndir heimfærðar upp á amertskan markað eða framhaldsmyndir framleiddar á færibandi; allt með mis- jöfnum árangri. Enginn vill taka áhættu Bandarískir kvikmyndagerðarmenn sem hafa eitthvað nýtt fram að færa eru yfirleitt gleyptir af stórum samsteypum og óskarsverðlaunaafhendingin er hátíð meðaljóna. Framleiðsla í Hollywood gengur út á að búa til afþreyingarefni sem selst vel. Það þýðir kvikmynd með vinsælum leikstjóra og leikurum, nýjum tæknibrellum og klisjukenndum söguþræði. Enginn vill taka óþarfa áhættu, allir vilja veðja á öruggan hest. Útkoman getur því aldrei orðið annað en einsleit. Ólíklegt er að breyting verði þar á og því skulum við vona að glæsileg innkoma frumlegra mynda eins og Girlfight og Bílly Elliot í Hollywood geti af sér margar endurgerðir og óteljandi framhaldsmyndir sem eiga eftir að stuðla að jafnrétti kynjanna I nánustu framtíð. •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.