19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 22

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 22
 inn um dyrnar og hélt þá að ég væri ritarinn. Svo sagði það „Takk fyrir, góða," þegar það gekk út,“ rifjar Guðrún hlæjandi upp. Hún bætir við að tortryggni í sinn garð hafi ekki komið sér á óvart, enda hefði fólk einfaldlega verið óvant því að konur væru löglærðar, hvað þá héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn. En kynferðið hafði áhrif á fleira sem starfinu tengdist. „Já, égtók eftir því að konur í skilnaðarmálum leituðu meira til mín, þeim fannst það betra vegna þess að ég var kona. Þetta er að vissu leyti eðlilegt og á örugg- lega ennþá viö á lögmannsstofum." Þegar Guðrún kenndi við lagadeild Háskólans, frá og með árinu 1972, leiðbeindi hún fjölda stúlkna með ritgerðir og enn kemur fyrir að þær leita til hennar. „Ég kenndi aðallega sifjarétt og persónurétt auk stjórnarfarsréttar og þar af leiðandi voru ritgerðir þeirra sem til mín leituðu einmitt á því sviði. En það voru ekki einungis stúlkur sem sýndu áhuga á sifjarétti, það voru líka piltar, rétt eins og margar stúlkur velja að skrifa ritgerðir í skattarétti. Ég get ekki séð að konur fari eingöngu í fjölskyldutengd málefni og karlar í viðskiptin, það er ekki afgerandi kynjaskipting í því.“ Guðrún tekur þó fram að konur og karlar, I lögfræði sem á öðrum sviöum, hafi oft ólík sjónarhorn og mismunandi reynslu að baki. Þess vegna sé sjálfsagt að fólk af báðum kynjum skipi dómarasæti á æðri og lægri dómsstigum. „Það er nauðsynlegt að hafa dómara sem víðsýnasta; að þeir séu af báðum kynjum, en ekki síður að þeir komi úr ólíkum áttum með tilliti til aldurs og starfsreynslu. Hvað sjálfa mig varöar verð ég að viðurkenna að forsjármál barna hafa mér oft fundiö erfiðustu málin. Það kann að helgast að því að ég er kona og móðir, en hins vegar trúi ég því að slík mál komi jafn illa við alla dómara." Hún er sátt við ferilinn hingað til I Hæstarétti og telur vinnuna þar hafa gengiö vel. „Vissulega finnur maöur oft fyrir mikilli ábyrgð, þar sem þetta er endanlegt dómsstig, og það verður ekki annað sagt en starfið sé krefjandi. í kringum það er líka ákaflega mikill lestur, bæði hér í húsi og heima viö, og þegar Hæstiréttur situr er mjög lltiö um frí.“ Verjandi hleypur ekki frá klukkan fimm Það fór fyrir stúdínunni ungu eins og ýmsir spáðu, hún gifti sig og eignaðist börn. Það var þó ekki eins fljótt og spáð hafði verið og hafði heldur ekki áhrif á áform hennar um starfsferil á lagasviðinu. Guðrún eignaðist þrjú börn á fimm árum, 1963-8, en sagði þó aldrei alveg skilið við starfsframann. „Reyndar vann ég alls ekki allan daginn á þessu tlmabili. Ég var lukkunnar pamfíll að því leyti, gat hagað seglum eftir vindi. Á þessum árum var erfitt að fá dagvist fyrir börn hjóna, en ég fékk au-pair stúlkur mér til aðstoðar og tók svo frl frá lögmanns- störfunum þegar þurfti. En það var líka alltaf ég sem tók frí,“ áréttar hún og vísar þá aftur í samvinnu þeirra hjóna á lögmannstofunni. „Einhvern veginn tókst þetta allt saman með góðra manna hjálp. Málið einfaldaðist líka þegar börnin stækkuöu. En þótt þetta hafi stundum verið snúið meðan börnin voru Iftil, var þetta ekkert á miðað við það sem einstæðar mæður þurfa að leggja á sig. Að sækja og keyra börnin út og suður, vinna og vera samt alltaf til staöar á heimil- inu. Það er erfitt." Guðrún bendir á að þótt henni hafi lánast að byggja upp starfsferil og sinna heimili samtímis, sé starf lögmanns ekki vel til slíks fallið. „Lögmennskan er ákaflega erfitt starf. Og þótt margar konur séu lögmenn í héraði og hæstarétt- arlögmenn, þá eru ekki svo margar konur sem starfa sjálfstætt - þeim hefur farið fækkandi upp á síðkastið. Þetta er erfitt starf, og þá komum við enn og aftur að því að ef konan er gift og á börn, lendir sú umsýsla oftast á henni. Sem betur fer er þetta að breytast, en engu að síöur er þetta starf þannig vaxið að erfitt er að sinna því fyrir þann sem er bundinn heimili. Verjandi í opinberu máli hleypur til dæmis ekki til að sækja barn klukkan fimm þegar verið er að úrskurða mann í gæsluvarðhald. Það er gamla sagan: jafnrétti næst aldrei almennilega I gegn fyrr en konur og karlar deila aö fullu ábyrgðinni á heimilinu. Þá er ég ekki að tala um „þú f dag, ég á morgun" heldur eðlilega samábyrgð." Og Guðrún er langt í frá svartsýn á að breytingar verði enn til batnaðar. „Þetta er allt í áttina, tvímælalaust, og ég held tíl dæmis að fæðingarorlof feðra sé stórt skref í rétta átt.“ Lagasetningar breyta þó ekki heiminum einar og sér, hugarfarið þarf að breytast með, bendír Guðrún á. Hún tók þátt I að semja fyrstu jafnréttislögin hér á landi, árið 1975, um sama leyti og hún var fyrsti formaður Jafnréttisráös. „Við gerðum okkur fulla grein fyrir því þá þegar, að lögin sem slík myndu ekki duga 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.