19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 59

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 59
Eftir Örnu Schram Er kvóti FYRIR KDNUR? Kqnur útilokaðar frá eibnarhaldi að auðlindum sjávar Hulda Proppé meistaranemi í mannfræði við Háskóla (slands er um þessar mundir að leggja síðustu hönd á lokaritgerð sína um áhrif kvótakerfisins í sjávarútvegi á konur. f viðtali við 19. júní bendir hún m.a. á að með núverandi kvótakerfi séu nær allar konur útilokaðar frá eignarhaldi að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. „Verkefnið er tilraun til þess að skoða kvótakerfið í sjávarútvegi út frá öðru | sjónarhorni en hingað til hefur verið gert," segir Hulda Proppé meistaranemi í mannfræði við Hf þegar hún er spurð um lokaverkefni sitt við skólann. Vfsar hún með þessum orðum til þess að í verkefninu er athyglinni beint að áhrifum kvótakerfisins á líf, sjálfsmynd og athafnir íslenskra kvenna. Athyglinni er með öðrum orðum beint að sjónarhorni sem lítið hefur farið fyrir I opinberri umræðu um sjávarútvegsmál til þessa. „f umræðunni um kvótakerfið gleymist oft að meirihluti þeirra sem þurfa að takast á við þreytingar í sjávarútvegi eru konur og börn," útskýrir Hulda. „Mörgum hefur til að mynda verið tíðrætt um óréttláta úthlutun kvóta þegar kvótakerfinu var komið á árið 1983. Færri hafa hins vegar minnst á að með úthlutun aflaheimilda til skipa var verið að útiloka nær allar konur frá eignarhaldi á auðlindum sjávar. Þær stóðu ekki í útgerð og áttu ekki skip. Kvótakerfið útilokaði því helming þjóðarinnar frá því að nýta sér auðlind sem skilgreind er sem sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Það hlýtur að vera óréttlátt." Hulda segir þetta ekki síður óréttlátt þegar litið er til þeirra verðmæta sem sköpuð eru með auðlindinni en útflutningur sjávarafurða nemur nær 70% af heildarvöruútflutningi fslendinga svo dæmi sé tekið. „Og með lögleið- ingu frjálsa framsalsins árið 1990 var enn frekar verið að halda konum fyrir utan kvótakerfið því þær hafa fæstar aðgang að fjármagni sem þarf til að kaupa kvóta." Hulda þendir á að í aðdraganda kvótakerfisins árið 1983 hafi umræða manna m.a. snúist um það við hvaða reglur ætti að miða þegar kvóta yrði úthlutað til útgerðarmanna en útgerðir voru þá eins og nú að mestu í eigu karla. Á hinn bóginn hafi minna farið fyrir umræðu um það hvort og þá hvernig ætti að út- hluta kvóta til fiskverkafólks, en í þeim hópi voru og eru aðallega konur. „Þannig 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.