19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 64

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 64
hljómar yfir viðstadda guðleg rödd af himnum: „Kom hin innilegasta og kærasta brúður." Hún er höggvin „og fór með þessum pís- larsigri til almáttugs guðs í eilffa himnaríkis fagnaði." Heilög Barbara er höggvin af föður sínum, feðraveldinu í bókstaflegum skiln- ingi, eftir að jarlinn hefur látið skera af henni brjóstin og draga hana nakta „um hérað alþýðu manna". Eftir að mærin Fídes hefur verið færð úr fötum og barin með vöndum „tólf sinnum af sérhverjum hundraðshöfðingjum tólf" og engin sjást „sárleiksmerki á líkama hennar" býður keisarinn „að slíta af henni brjóstin með járnkrókum". Yngri systur hennar, þær Spes og Karitas, sleppa við þessa tegund pínsla, enda svo ungar að þeim eru vart eða ekki vaxin brjóst. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þær eru höggnar. f Katrínar sögu lætur keisarinn skera brjóstin af drottningu sinni sem hafði snúist til kristni fyrir orð heilagrar Katrínar, og er hún sögð „meidd og Ijótlega leikin". Báðar eru þær svo höggnar og úr sári heilagrar Katrínar flýtur þegar mjólk „nóglega í stað blóðs til vitnis skírlífis hennar og lofs og dýrðar almáttugum guði." Þannig rennur oft mjólk úr sárum meyjanna og með því eru þær gerðar mæður og meyjar í senn. Með pyndíngu brjóstanna er ráðist að móðerninu, eins og Agata segir þegar greifinn hefur látið skera brjóstin af henni: „Þú hinn grimmasti guðs óvinur, hví skammast þú eigi að skera brjóst af konu, þar sem þú hefur sjálfur sogið brjóst móður þinnar?" ________________________________________________________________________________________ Karlmannlegur hugur í kvenslegu brjósti Með afskræmingu og aflimun líkamans eru meyjarnar sviptar kvenleika sín- um,(*5) og flestar eru þær hálshöggnar, sem er karllegur dauðdagi og lita má á sem geldingarmynd, um leið og sverðið sem þær heggur er dæmigert reðurtákn hins karllega valds. Aðeins Lúsía og Agnes sleppa við bæði hálshögg og af- nám brjósta, en í staðinn eru þær stungnar til bana á kynferðislegan hátt. í Lúsíu sögu er þessu lýst sem eins konar fjöldanauðgun, en „þá veittu vinir jarlsins meyjunni sár“. I Agnesar sögu lætur dómarinn „spjóti leggja í brjóst meyjarinnar, og helgaði guð sér hana brúði og píslarvott." Meyjarnar eru mjög ungar, níu ára til fimmtán ára. Þær eru á mörkum þess að vera börn og konur, „Meyjamar hafna kynlífi við karla þvíþær eiga sér biðil á himnum sem þær dreymír um. Hér má sjá bænastund klausturkvenna sem bfða þess að komast til frelsara síns." og með aftöku þeirra er kvenleikinn drepinn í fæðingu. í lýsingu meyjanna fer fram undarleg kynjablöndun, þvi að bæði ( píslum og dauða eru þær á vissan hátt karlgerðar. Þetta kemur hvað eftir annað fram í máli sagnanna. Þegar heilög Margrét hefur sigrast á djöflinum í myrkvastof- unni undrast hann mjög og fer að efast um kyn- ferði hennar: „Eigi veit ég hvað ég skal til taka er mær ein hefur yfir mig stigið. Mér þætti ekki til koma ef karlmaöur hefði þetta gert." Speki þeirra kemur heldur ekki frá þeim sjálfum heldur karl- legum guði: „Eigi ætla eg mannlega tungu mega mæla slíka speki og skynsemi, heldur hygg eg að engill guðs mæli fyrir munn þinn," segir bróðirinn við heilaga Cecilíu. Þegar systurnar Fídes, Spes og Karítas standa frammi fyrir keisaranum biðja þær Jesú að hann gefi þeim „nóga orðagnótt að svara þessum keisara". Þegar móðirin sér Karítas dóttur sína albúna til písla mælir hún með fagnaði: „Gerstu, dóttir mín, karlmannleg, þótt þú sért ung mær." Skýrast kemur þetta fram í lýsingu heilagrar Katrínar sem er lærðust þeirra allra. Þegar hún gengur sjálfviljug í hof konungsins til að mótmæla skurðgoðavillu hræðist hún í fyrstu, en tekur síðan fyrir guðs miskunn „karlmannlegan hug í kvenslegu brjósti". Og þegar hún fer að íhuga áhyggjufull „hversu hún skyldi skipa málsendum sínum" gagnvart meistara speking- anna fimmtíu þá vitrast henni engill guðs „og með guðs miskunn fékk hún sigrað hann". Hún kvíðir píslunum en lofar guð „af öllu hjarta" og „tók þegar að hafa karl- mannlegan hug í kvenslegu brjósti". Þannig standast meyjarnar ekki píslirnar vegna styrks frá sjálfum sér, heldur vegna þess að guð hefur blásið þeim karlmannshug í brjóst. Þannig má í sögunum sjá ákveðinn tvískinnung. Um leið og þærfjalla um konur sem eru í uppreisn gegn valdinu, neita samfélagslegum hlutverkum og láta ekki kúgast, veltir frásögnin sér upp úr pyndingum þeirra af áhuga sem nálgast kvalalosta. Pfslirnar eru guði bæði þóknanlegar og hagstæðar, og undir þær gangast meyjarnar auðmjúkar og fúsar, ef ekki „lystandi" eins og heilög Barbara. Aðeins með því að láta pynda líkama sinn og svipta sig kvenleikanum komast meyjarnar til síns himneska brúðguma, ( það góða samfélag sem þær þrá, nýtt feðraveldi á himnum. • (* 1) Vitnaö til eftir Elisabeth Bronfen, Over Her Dead Body. Death, Femininity and the Aesthetic. New York, Routledge, 1992, bls. 59. Sjá einnig Poe, „ The Philosophy of Composition" (1846). (*2) Sögurnar eru í Heilagra manna spgur. Fortæiiinger om hellige mænd og kvinder efter gamle haandskrifter I. Udg. C. R. Unger. Christiania 1877. Útgáfan er stafrétt en tilvitnanir eru hér færöar til nútímamáls. Aöeins ein heilagra meyja saga hefur veriö gefin út meö nútímastafsetningu. Sjá Sigurveig Guömundsdóttir, Heilög Barbara, Barbörusjóöur, 1981. Um stööu sagnanna í íslenskum trúarbókmenntum, sjá grein Ásdísar Egilsdóttur, „Kvendýrlingar og kvenímynd trúarlegra bókmennta á íslandi." Konur og kristsmenn. Þættir úr kristnisögu íslands. Ritstj. Inga Huld Hákonardóttir. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996. (*3) Nokkrar sögur afheilögum meyjum fjalla um skækjur sem snúa baki við líferni sínu og taka upp meinlætalifnaö. Þær eru ekki teknar af lífi, heldur veslast þær upp af vökum og sulti. Skækjulifnaöur er ranghverfa skírlífis og kunna þessar sögur aö einhverju leyti aö vera skopstælingar á sögunum um hreinu meyjarnar. Sjá grein mína „Confessio Turpissima. Um skriftamál Ólafar ríku Loftsdóttur." Ný Saga 1999, einkum bls. 11-12, um Maríu sögu egypsku, og bls. 15 nm um Thaisarsögu og Pelagíu sögu. Þaö er athyglisvert aö María mey kemur aldrei viö sögu hreinu meyjanna sem eru eingöngu í sambandi viö hinn þríeina karlguö, fööurinn, soninn og heilagan anda. María mey kemur hins vegar oft fyrir í þeim sögum sem fjalla um eiginkonur eöa skækjur. (*4) Þetta má einnig sjá í íslendingasögum, en meö öfugum formerkjum, þar sem konur eru þar fulltrúar heiöninnar, karlar kristninnar. Þegar Þjóöhildur, kona Eiríks rauöa í Eiríks sögu, hefur tekiö kristni neitar hún aö samrekkja manni sínum, en þaö gera einnig þær fáu heilögu meyjar sem eru giftar, eins og t.a.m. heilög Cecilía. Sjá grein mína: „ Grey þykir mér Freyja: Konur, kristni og karlveldi í íslenskum fornbókmenntum." Fyrir dyrum fóstru. Greinar um konur og kynferði f íslenskum fornbók- menntum. Reykjavík: Rannsóknastofa f kvennafræöum, 1996. Greinin er einnig í Konur og kristsmenn. (*5) / Svarfdæla sögu er Yngvildi fagurkinn misþyrmt á hliöstæöan hátt. Andstætt heilögu meyjunum gefst hún upp og beygir sig undir kvalara sína. Um nánari um- fjöllun sjá bók mína, Máttugar meyjar. íslensk fornbókmenntasaga. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1993, bls. 147-152.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.