19. júní


19. júní - 19.06.2001, Side 54

19. júní - 19.06.2001, Side 54
fram í gráðið, fullir aðdáunar þegar einstaklingur eins og frum- kvöðullinn Kári Stefánsson væri í viðtali. Sá ágæti sjónvarps- maður Egill Helgason benti á að konur fjölmenntu ekki i efri lögum samfélagsins - væru ekki í hópi bankastjóra Seðlabankans - né annarra banka - engin kona væri ritstjóri dagblaðs (aldrei verið), sjónvarpsstjóri eða útvarpsstjóri, engin kona prófessor í læknadeild eða viðskiptafræði og rektorinn i HÍ alltaf karlkyns. Þessar staðreyndir hlytu þar af leiðandi að hafa áhrif á það hverjir tækju þátt í pólitískri umræðu og stefnu- mótun. Egill er sammála Boga Ágústssyni fréttastjóra að fjöl- miðlar geti ekki verið að búa til eitthvað til sem ekki er. Síðan kveikir maður á Skjá einum og þar eru „beibin" í Djúpu lauginni - par í samförum - sú sena flæktist meira að segj'a inn í annars sakleysislegan viðtalsþátt sem Ijóshærð kona á háum hælum stjórnar - og börnin mín voru að horfa á - „hvað eru þau að gera"- spurði sá sex ára. Jakkafataklæddir ungir menn sjá síðan um fjármál og stjórnmál. Sé kveikt á erlendri fréttastöð blasir svipað við - ung kona í bleikri dragt og mikið eldri, alvar- legur karl við hliðina sem á að gefa fréttaflutningum vigt - gott ef ekki dýpt líka. Þetta eru karlar með langa reynslu í fjölmiðlum - áhyggjulausir af hrukkum, skalla og ýstru - þótt þeir eigi ef til vill sínar erfiðu stundir í einrúmi því ekki fara þeir varhluta af útlitsdýrkuninni í samfélaginu - en er þó ekki hegnt opinber- lega fyrir að eldast eins og konunum í bönkunum í bænum. (Þær eru víst „fluttar bak við" eftir fimmtugt og ungum, föngu- legum stúlkum teflt fram.) Eru fjölmiðlar með þessum hætti að endurspegla veruleikann eða eru þeir að ýta undir fordóma? Svo kemur varðhundur ráðandi afla fram í sjónvarpi að flytja pistil (fjórir karlar á móti einni konu eru pistlahöfundar á þeirri stöð) - og felur sig á bak við John Stuart Mill og skaðsemis- regluna um að það megi ekki banna box og vændi. Lífið eigi að vera skemmtilegt og þeir sem stundi box og vændi skaði enga aðra en sjálfa sig. Ég hugsa að Guðrún Ögmundsdóttir sé ekki sammála því- né ungu konurnarsem flýja í Kvennaathvarfið af nektarbúllum Reykjavíkurborgar - þar sem þær eru víst naktar inni í klefa með einhverjum karli. (Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dómsmálaráðuneytisins tengist vændi starfsemi þessara staða). Ég held að John Stuart Mill hefði litið svo á að fimmtán ára stúlka frá Austur-Evrópu, sem henti sér niður af brú út á hraöbraut í Malmö í fyrra hafi verið fórnarlamb fremur en að hún hafi stjórnast af sjálfseyðingarhvöt eða þörf til að valda sjálfri sér skaða - og um leið að gera lífið „skemmti- legra" fyrir aðra. Það vildi svo til að hún slapp úr vændis- prísundinni - komst út á brúna og kastaði sér þar niður i iðandi bílakösina - rétt hjá höfuðstöövum Sydsvenskunnar - næst stærsta dagblaðsins í Svíþjóð. Blaðið birti á baksíöu stóra svart- hvíta mynd af fótsporum þessarar ungu stúlku í blómabeði þaðan sem hún hafðí tekið stökkið út í eilífðina til aö losna úr því helvíti sem líf hennar var í litlu húsi í smábæ þar sem hún þurfti að fullnægja tuttugu körlum á sólarhring. Dólgurinn sem flutti hana úr fátækt og eymd Austur-Evrópu nafði lofað henni betra lífi í Skandinavíu. Hún skildi eftir bréf og litla passamynd af sjálfri sér. Fimmtán ára fátæk stúlka. Ef til vill hefur skaðsemis-sjónarhornið öðlast nýja merkingu í meðförum þess sem fyrr var vitnað í - og er nú orðið að reglu um að í lagi sé að aðrir bíði skaða - ekki ég. En John Stuart Mill var ekki þeírrar skoðunar. Hann vildi veg sannleikans og skoð- anafrelsis sem mestan - en hann tók fram að þegar varnar- lausir ættu í hlut - gæti skaðlegt athæfi annarra skipt þá máli. Einstaklingar hafa einnig jákvæðar skyldur gagnvart samfélag- inu; eins og að bera vitni í dómssal, taka þátt í sameiginlegum útgjöldum með því að greiða skatta eða öðru sameiginlegu átaki sem nauðsynlegt er í þágu samfélagsins. Einstaklingurinn nýtur skjóls af samfélaginu og honum ber að sýna öðrum velgerning, eins og að bjarga lífi samborgara, skerast í leikinn til að hjálpa þeim varnarlausu gegn illri meðferð, hlutir sem manni ber aug- Ijóslega skylda til að gera og má kalla mann til ábyrgðar í sam- félaginu fyrir að gera ekki! Maður getur valdið öðrum óbætan- iegum sársauka ekki aðeins með gjörðum sínum heldur einnig með því að aðhafast ekkert. Þetta sagði Mill. Hann var frjáls- lyndur heimspekingur, stórkostlegur stílisti og góður maður. Hann var ekki „egóisti" - og hefði ekki kært sig um að röksemdafærsla hans fyrir einstaklingsfrelsi væri notuð til að verja grófa meðferð á þeim sem minna mega sín. (Varðandi rökin fyrir því að banna ekki box af því að betra sé að menn lúskri á hvor öðrum upp á sviði „fyrir pening", að sjálf- sögðu í stað, þess að þeir beiti saklaust fólk ofbeldi utan hringsins má geta þess að einn þekktasti boxari samtímans, Mike Tyson, sat inni árum saman eftir að ung kona kærði hann fyrir nauðgun). Það má líka minna á að það er ekki aðeins rfkisvaldið sem einstaklingurinn hefur þurft að óttast - markaðurinn getur líka haft afleitar krumlur og skert frelsi einstaklingsins til að njóta lögvarinna mannréttinda. Tal um frelsi til að stunda vændi og taka dóp - þangaö til að ekki er þverfótað fyrir subbulegum nektarbúllum og fólk er orðið þrælar eiturlyfja - kann að hljóma eins og „frelsi" í veröld efnishyggju. Það verður að vera stuð í heimi sjálfsdýrkunar og tómhyggju. Fútt og fleiri súlustaðir - fullir af berrössuðu, jafnvel dópuðu fólki, sem hefur verið flutt mansali - það liggur við að plantekrurnar í Suöurríkjunum þar sem Afríku þrælarnir bogruðu við að týna baðmull og kveiktu neistann að sögunni um kofa Tómasar frænda - hafi verið mannúðlegri (en svo var auðvitað ekki). Nýlegar upplýsingar frá Evrópuráðinu segja að ofbeldi á konum hafi aukist stórlega í aðildarríkjum - birtar eru tölur því til staðfestingar og fjölmiðlar m.a. dregnir til ábyrgðar á því að setja fréttir af mansali og annarri niðurlægingu kvenna um áifuna í æsi- eða æsandi búning með fyrrgreindum afleiðingum. Eða eins og ritstjóri þessa tímarits benti á - um leiö og f fréttum er fjallað um vandamál kvenna tengdum klámiönaöi eru birtar myndir af íturvöxnum stúlkum á „súlunni" og framlag blaðs allra landsmanna í umræðunni er að taka þátt í fegurðarsam- keppni þar sem ungfrú Frón er líka ungfrú Moggi punktur.is. Er nema von að Catherine Mckinnon prófessor við lagadeildina í Michican háskóla segi að það verði að gera greinarmun á tjáningu og tjáningarfrelsi orða og tjáningu sem birtist í gjörð eða athæfi. Þegar dóttir mín nýfermd flettir Mogganum blasir viö stór mynd af ungfrú eitthvað vörumerki, ungfrú ísland og mbl og ein ungfrú til undir flenni-fyrirsögn „Fegurstar á íslandi". Ég sé á svipnum að hún kaupir þetta ekki sem vísinda- lega niðurstöðu - eins og ég hefði jafnvel gert á hennar aldri (amma hennar var fegurðardrottning Verslunarskólans og ömmusystir ungfrú Reykjavík - kenndi stóru gleraugunum um að hún varð ekki ungfrú ísland!) Á þeím tíma var anoreríxa nær

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.