19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 66
Eftir Roald Eyvindsson Kynhlutverk í KVIKMYNDUM Draumaverksmiðjan í Hollywood hefur lengi þóst boða róttækar hugmyndir en er í eðli sínu fast- heldin á rótgrónar og íhaldssamar samfélagshugmyndir. Hollywood hefur t.d. örsjaldan fjallað af viti um breyttar áherslur á kynin og kynhlutverkin. Lengi vel hafa tilraunir til að fjalla um þessar breytingar verið frekar kjánalegar eins og sannast af myndum á borð við Three Men and a Baby frá árinu 1987 í leikstjórn Leonard Nimoy. Three Men and a Baby fjallar um þrjá piparsveina sem hafa fleytt rjómann af Iffinu, m.a. með kvennafari og öðru skemmtanalífi, en verða fyrir því að korna- barn er skilið eftir á tröppunum hjá þeim. Söguþráðurinn gengur síðan út á að sýna hve klaufskir uppalendur karlarnir eru en smám saman læra þeir þó að axla ábyrgð á börnum (t.d. með því að skipta um kúkableiur). í lok myndarinnar snýr síðan móðir barnsins aftur og því fer allt á besta veg: konan tekur víð hlutverki móðurinnar og strákarnir fá því aftur svigrúm til að vera strákar. Vinsælt viðfangsefni Myndir sem fjalla um konur og karla í óhefðbundnum kynhlutverkum hafa lengi verið vinsælt viðfangsefni. Það hefur a.m.k. sýnt sig að almenningur virðist vera tilbúinn til að borga sig inn á þær sbr. Three Men and a Baby sem fór sigurför um heiminn þegar hún var frumsýnd. Oft er fléttan á þá leið að aðalhetjan þarf af einhverjum ástæðum að bregða sér út fyrir kynhlutverk sitt til að ná markmiöi sinu sem getur verið mjög misjafnt: allt frá þvi að hafa í sig og á sbr. Julie Andrews sem fátæk söngkona i VictorA/ictoria (Blake Edwards, 1982), Robin Williams sem vill hitta börnin sín i Mrs. Doubtfire (Chris Colobus, 1993) eða piparsveinarnir þrír sem þurfa að læra aö axla ábyrgð í Three Men and a Baby. Nýlegt dæmi um það er Walt Disney-teiknimyndin Mulan (Tony Bancroft og Tony Cook, 1998) þarsem viðsnúningur á hefðbundum kynhlutverkum gengur enn lengra. Myndin gerist á ófriðartímum Kínverja og Húna og segir af kín- verskri almúgastúlku, Fa Mulan, sem dulbýst sem karl og gengur í herinn til að forða öldruðum föður sínum frá dauða og halda heiðri ættarinnar á lofti. Með dirfsku og áræðni sigrar hún foringja andstæðinganna eftir langa og stranga herþjálfun og að launum er henni boðið sæti í kínverska ríkisráðinu sem er einn æðsti heiður sem gat fallið í skaut konu á þeim tíma. Fa Mulan þakkar pent fyrir sig en hafnar boðinu. Hlutverki hennar sem hermanns er lokið og því á hún sér enga ósk heitari en að snúa aftur heim. M.ö.o. er markmiðinu náð og Fa Mulan getur því brugðið sér aftur i hið hefðbundna kynhlutverk sitt. Á þessu er síðan hnykkt með bónorði herforingjans Li Sang, sem hafði reyndar skömmu áður skilið Mulan eftir illa særða þegar upp um hana komst. Og viti menn, Fa Mulan samþykkir ráðahaginn eins og sannri undirlægju sæmir. Myndinni lýkur því eins og dæmigerðri ástarsögu í rauðu seríunni: með endanlegu afsali Fa Mulan á hinu nýfengna en skammvínna frelsi. Ljót mynd af konum Walt Disney-fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að breyta þeim upprunalegu sögum sem myndir þess leggur út af. í kínversku þjóðsögunni sem Mulan byggir á breytist Fa Mulan hreinlega í karlmann en forráðamenn Walt Disney hafa dregið mörkin við klæðskipti hennar og félaganna sem fara í drag til að blekkja óvinina. Ástæðan fyrir þessu kann líka að vera sú að það hafi þótt of erfitt mál að útskýra kynskiptin fyrir yngstu áhorfendunum. 64 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.